Ný James Bond mynd tekin í Færeyjum

  2. apríl 2020 verður sýnd ný kvikmynd um breska leyniþjónustumanninn James Bond,  007.  Hún hefur fengið heitið No Time to Die.  Hún verður 25. myndin um njósnarann.  Jafnframt er þetta 5. myndin með Daniel Craig í hlutverki 007. 

  Tökur eru hafnar.  Tökuliðið er mætt til Færeyja ásamt áhættuleikurum.  Líklega á að gera út á fagurt en sumstaðar hrikalegt landslag eyjanna.  Enn ein staðfestingin á því að Færeyjar og Færeyingar hafa stimplað sig inn á heimskortið. 

Daniel CraigKalsoy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt myndbandinu eru bara blökkumenn og pálmatré núna í Færeyjum.

Nú þýðir greinilega ekki lengur fyrir Miðflokkinn að afneita hlýnun jarðar. cool

Þorsteinn Briem, 26.9.2019 kl. 00:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég fer til Færeyja í næsta mánuði kannski fæ ég hlutverk!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.9.2019 kl. 10:42

3 Smámynd: Jens Guð

Steini,  ég átta mig ekki á þessum "teaser".  Hinsvegar þekki ég þrjá færeyska blökkumenn.  Þeir voru allir ættleiddir frá öðrum löngum.

Jens Guð, 26.9.2019 kl. 11:00

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góða ferð og góða skemmtun!  Ég öfunda þig.  Ef þú ferð til Þórshafnar þá mæli ég með veitingastað sem heitir Koks.  Á sama tíma og íslenskskt veitingahús var svipt sinni Michelin-sjörnu þá fékk Koks tvær Michelin stjörnur.

Jens Guð, 26.9.2019 kl. 11:08

5 identicon

Sean Connery hefði nú verið flottari í Færeyjum.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 26.9.2019 kl. 11:47

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég er sammála því.  Enda eiga Færeyingar og Skotar í góðum samskiptum og eru góðir nágrannar.  Til að mynda er færeyska flugfélagið Atlantic með fast flug til Glasgow.  

Jens Guð, 26.9.2019 kl. 14:13

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vonandi léttir þokunni. Aannars gætu þeir látið sér nægja skemmu og reykvél. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2019 kl. 20:29

8 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar,  þokan er stórt vandamál í flugsamgöngum til og frá Færeyjum.  Hún liggur svo neðarlega og er svo tíðsækin að þessi eini flugvöllur í eyjunum er óvirkur hálfu og heilu vikurnar.  Ég hef lent í vondu tilfelli.  Í heila viku mætti ég á hverjum morgni á Reykjavíkurflugvöll.  Stundum var farið á loft og sólað klukkutímum saman yfir Færeyjum áður en snúið var aftur til Reykjavíkur. Aðra daga biðu farþegar í flugstöðinni klukkustundum saman áður en fluginu var aflýst þann daginn.  Ég hef einnig þurft að bíða af mér þokuna með millilendingu og gistingu á Egilsstöðum, í Skotlandi og Noregi.  Ósjaldan hef ég verið í því hlutverki að taka á móti færeysku tónlistarfólki sem er að fara að halda hljómleika á Íslandi.  Uppselt á hljómleikana en fólkið fast í færeysku þokunni.  

  James Bond tökuliðið veit af þessu vandamáli.  Það ferðast um Færeyjar í stórri þyrlu sem sleikir léttilega jörðina fyrir neðan þokuslæðuna.    

Jens Guð, 26.9.2019 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband