Breskar sígarettur

  Í nýlegri dvöl minni í Skotlandi vakti athygli að allt þarlent reykingafólk virtist reykja sömu sígarettutegund.  Og það tegund sem ég kannaðist ekki við.  Eðlislæg forvitni var vakin.  Ég gerðist svo djarfur að spyrja reykingamann út í málið.  Þá var ég upplýstur um að í Bretlandi séu allir sígarettupakkar alveg eins.  Það eru lög.  Furðulög.  Rökin eru þau að ef að fólk veit ekki hvort að það er að reykja Camel eða Salem þá hættir það að reykja og maular gulrætur í staðinn. 

sígarettur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er orðið svona í Frakklandi líka. Meira vesen fyrir ungt fólk sem er að byrja að reykja að komast að því hvað það á að reykja.

En auðvitað kemst fólk að því á endanum. Og þá er allt í lagi.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 01:04

2 identicon

Hvað varð eiginlega um Teofani og Commander? Að ég tali nú ekki um Craven A.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 12.1.2020 kl. 07:47

3 identicon

svo ekki sé talað um raleigh, chesterfield, lark, styvesant, players o.sv.fr.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 12.1.2020 kl. 13:19

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, eða Benson & Hedges. Ákaflega góðar sígarettur. Fengust hér á sínum tíma, en því miður ekki lengur.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 23:11

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hélt að þú værir að grínast með þetta. En þetta breytist kannski þegar Bretar ganga úr ESB.

Sigurður I B Guðmundsson, 13.1.2020 kl. 11:03

6 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn (# 1),  takk fyrir upplýsingarnar. 

Jens Guð, 16.1.2020 kl. 16:05

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég hef aldrei heyrt þessi nöfn.  Nema að í söngtexta lagsins "Lady Fish and Chips" er sagt að söguhetjan reyki Commander. 

Jens Guð, 16.1.2020 kl. 16:13

8 Smámynd: Jens Guð

Friðrik,  ég kannast við nöfnin Raleigh og Chesterfield.  Hinsvegar hef ég ekki hugmynd um hvað varð um allar þessar tegundir.

Jens Guð, 16.1.2020 kl. 16:15

9 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn (# 4),  ég hefði viljað vita af þessum rettum fyrr!

Jens Guð, 16.1.2020 kl. 16:28

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þetta er kannski ástæðan fyrir stuðningi Englendinga við Brexit!

Jens Guð, 16.1.2020 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.