EazyJet um Ísland og Íslendinga

  Á dögunum fór ég á flandur með ensku flugfélagi, EazyJet.  Skrapp til Edinborgar í Skotlandi.  Skömmu síðar aftur til Íslands.

  Í sætisvasa fyrir framan mig í flugvélinni fann ég bækling prentaðan í lit á pappír.  Yfirskrift hans er EazyJet Traveller. Þar má finna fróðleik um þjónustu flugfélagsins.  Líka auglýsingu um gott verð á skóm í tiltekinni verslun.  

  Skemmtilegasta lesefnið er tveggja blaðsíðna viðtal við íslenskan uppistandara. Ara Eldjárn.  Af framsetningu þess má ráða að Ari sé vinsæll og virtur uppistandari í Bretlandi.  Reyndar veit ég að svo er.

  Í viðtalinu dregur hann upp spaugilega - en góðlátlega - mynd af Íslendingum.  Hárfín og bráðfyndin kímnigáfan hittir glæsilega í mark. Stöngin inn með látum! 

  Gaman var að sjá hundruð flugfarþega frá öllum heimshornum lesa um Ara - og vita að mörgum sinnum fleiri eigi eftir að gera það.

  Í sama bæklingi er grein sem ber (á ensku) yfirskriftina "3 topp húðflúrstofur í Reykjavík".  Þar eru taldar upp nokkrar stofur og lýsing á þeim.  Þessar stofur eru: 

1.  Black kross

2.  Apollo ink

3.  Reykjavik ink

  Blaðamaður EasyJet hlýtur að hafa reynslu af þessum stofum.  Einnig fleiri reykvískum stofum fyrst að hann getur raðað upp í toppsæti. 

  Íslenskir húðflúrarar eru þeir bestu í heimi.  Ég skrifa af reynslu til margra ára.  Minn frábæri húðflúrari er Svanur Guðrúnarson í Lifandi List tattoo studio.  Hann er ekki á listanum yfir bestu reykvísku stofur vegna þess að stofan hans er í Hafnarfirði.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóð, sem ekki getur gert grín að sjálfri sér, er illa haldin af þjóðrembu. Þetta framtak lofar góðu.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 18.1.2020 kl. 08:05

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Fyrst Ómar Ragnarsson síðan Laddi og núna Ari Eldjárn. Flott þrenning.

Sigurður I B Guðmundsson, 18.1.2020 kl. 11:36

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég tek undir það.

Jens Guð, 19.1.2020 kl. 11:32

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  heilaga þrenningin!

Jens Guð, 19.1.2020 kl. 11:32

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Íslendingar hafa ekki getað gert grín að sjálfum sér í fjórar aldir en stundum markaðssetur elítan einhverjar skrítnar skrúfur til að telja þeim trú um annað. Til að rökstyðja fullyrðinguna nefni ég tvö dæmi um verkfræði: Margir Íslendingar halda að Eurovision sé tonlist og að Spaugstofan sé fyndin.

Afsakið ósvífinina :)

Guðjón E. Hreinberg, 19.1.2020 kl. 16:40

6 Smámynd: Jens Guð

Guðjón,  góður að vanda!

Jens Guð, 20.1.2020 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.