Óþægilega þröngar skorður

  Mér áskotnaðist "Cashout Ticket" frá Gullnámunni.  Gullnáman er spilavíti rekið af góðmennsku af Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ).  Upphæð miðans er kr. 25,-.  Það er metnaðarlítil upphæð.  Þess vegna datt mér í hug að hressa upp á upphæðina,  Bæta nokkrum núllum við.  Ég gerði það oft - með góðum árangri - á dögum ávísana. 

  Þá kom reiðarslag.  Ég kíkti á bakhlið miðans.  Þar stendur skýrum stöfum:  Miðar eru ógildir ef þeir eru falsaðir eða þeim hefur verið verið breytt. 

  Hver er munur á breyttum miða og fölsuðum?  

gjaldeyrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Skemmtilegt að skafa,keppni í heppni og núna ógildur miði ef hann er falsaður eða honum breytt. Viskan ríður ekki við einteyming hjá HHí. Svo er Gullnáman ekki spilavíti heldur bara svoa skemmtileg afþreying og styrktarsjóður t.d. fyrir spilafíkla viðskipavini Gullnámunar. Já, það er margt skrítið í kýrhausnum!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 22.4.2020 kl. 10:22

2 identicon

Að kaupa happdrættismiða er eins og að stofna ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Stundum skyndigróði, stundum ekkert. Og hver er svo sem munurinn á því að hanga í spilakössum og því að stjórna banka og henda endalaust fé í hótelbyggingar sem svo standa allt í einu auðar ? Þetta er allt saman áhættufíkn. Munurinn á breyttum miða og fölsuðum er sennilega jafn lítill og munurinn á Sjálfstæðisflokknum og Vinstri Grænum í dag, þ.e. enginn. 

Stefán (IP-tala skráð) 22.4.2020 kl. 21:23

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þú kannt að koma orðum að hlutunum!

Jens Guð, 23.4.2020 kl. 21:39

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  beittur að venju!

Jens Guð, 23.4.2020 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.