Svínađ á Lullu frćnku

  Mín góđa og skemmtilega frćnka úr Skagafirđinum,  Lulla, var ekki alveg eins og fólk er flest.  Oft var erfitt ađ átta sig á ţví hvernig hún hugsađi.  Viđbrögđ hennar viđ mörgu voru óvćnt.  Samt jafnan tekin af yfirvegun og rólegheitum.  Henni gat ţó mislíkađ eitt og annađ og lá ţá ekki á skođun sinni.

  Hún flutti ung til Reykjavíkur.  Ţar dvaldi hún af og til á geđdeild Borgarspítala og á Kleppi í bland viđ verndađa vinnustađi.  Henni var alla tíđ afar hlýtt til Skagafjarđar og Skagfirđinga.

  Aksturslag hennar var sérstćtt.  Sem betur fer fór hún hćgt yfir.  1. og 2. gír voru látnir duga.  Ađrir bílstjórar áttu erfitt međ ađ aka í takt viđ hana.  

  Á áttunda áratugnum var mágur minn farţegi hjá henni.  Ţá tróđst annar bíll glannalega fram úr henni.  Lulla var ósátt og sagđi:  "Ţessi er hćttulegur í umferđinni.  Hann svínar á manni."

  Mágur minn benti henni á ađ bílnúmeriđ vćri K.  Ţetta vćri skagfirskur ökuníđingur.  Lulla svarađi sallaróleg:  "Já, sástu hvađ hann tók fimlega framúr?  Skagfirđingar eru liprir bílstjórar!"

Fleiri sögur af Lullu frćnku:  HÉR

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man eftir ljósgrćnum Ford Torino á K númeri á fljúgandi ferđ um alla Reykjavík á sínum tíma. Tónlist Pink Floyd og King Crimson  í botni hljómađi út um glugga - Hver var eigandi og ökumađur ??

Stefán (IP-tala skráđ) 5.7.2020 kl. 13:05

2 Smámynd: Jens Guđ

Stefán, ég verđ ađ gangast viđ glćpnum!

Jens Guđ, 5.7.2020 kl. 18:28

3 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Var hálfpartinn búinn ađ gleyma King Crimson ţegar ég rakst á frumútgáfu af Starless and Bible Black í geymslunni um daginn. Gallalaust eintak og alveg ófáanlegt orđiđ sýnist mér.

Ţorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 11:58

4 Smámynd: Jens Guđ

Ţorsteinn,  King Crimson gerđu margt flott í tíđaranda áranna í kringum 1970.  Ţeir hafa sent frá sér plötur á ţessum áratug.  Ég ţekki ţćr ekki.  Er í dag meira fyrir pönkrokk.   

Jens Guđ, 6.7.2020 kl. 18:58

5 identicon

Nu hefur Vinstri Grćnn hroki keyrt svo yfir Kara ađ hann hefur gefist upp. VG nćgir ekki ađ keyra yfr ellilifeyrisţega. Verri viđ styriđ en Lulla.

Stefan (IP-tala skráđ) 6.7.2020 kl. 19:30

6 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Kári er eins og óţekkur krakki í nammideildinni í Hagkaup á úlfatíma. En mér finnst ţađ hvorki koma Lullu frćnku hans Jens né King Crimson neitt viđ samt.

Ţorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 22:06

7 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  góđur punktur.  Ég skil ekki upp né niđur í ţví hvers vegna neyđarráđ vegna Covid-19 var gert ađ skila niđurstöđu í september.  Í dag er 6. júlí.  Kári hefđi klárlega afgreitt góđa niđurstöđu á morgun eđa nćsta dag.   

Jens Guđ, 6.7.2020 kl. 22:08

8 Smámynd: Jens Guđ

Ţorsteinn,  mér ţykir samt skemmtilgra ađ rifja upp sögur af Lullu og King Crimson. 

Jens Guđ, 6.7.2020 kl. 22:09

9 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Já, ég held ađ ţađ sé meira gaman en ađ velta fyrir sér hálfblindu siđblindu gamalmenni eins og Kára karlinum.

Ţorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 22:49

10 identicon

Katrín og Svandís mćttu láta af hroka sínum. Ţćr hefđu örugglega getađ lćrt eitthvađ gott af Lullu.

Stefán (IP-tala skráđ) 7.7.2020 kl. 12:07

11 Smámynd: Jens Guđ

Ţorsteinn,  ég get ekki kvittađ upp á ađ Kári sé siđblindur.  Langt í frá. 

Jens Guđ, 7.7.2020 kl. 20:52

12 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  svo sannarlega gćtu ţćr lćrt margt af Lullu frćnku.  Henni samdi jafnan vel viđ ađra.  Var yfirleitt hvers manns hugljúfi.  Ađ vísu greindi hana stundum smávegis á viđ lögregluna um umferđalög.  Einkum ţegar hún ók próflaus, eins og gengur. 

Jens Guđ, 7.7.2020 kl. 20:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband