Keypti í ógáti 28 bíla

  Eldri Þjóðverji hugðist uppfæra heimilisbílinn;  skipta gamla bensínsvolgraranum út fyrir lipran rafmagnsbíl.  Hann hélt sig innanhúss vegna Covid-19.  Nógur tími var aflögu til að kynna sér hver væru heppilegustu kaup.  Þegar hann var kominn með niðurstöðu vatt hann sér í að panta bílinn á netinu.  

  Tölvukunnátta er ekki sterkasta hlið karlsins.  Allt gekk þó vel til að byrja með.  En þegar kom að því að smella á "kaupa" gerðist ekkert.  Í taugaveiklun margsmellti hann.  Að lokum tókst þetta.  Eiginlega of vel.  Hann fékk staðfestingu á að hann væri búinn að kaupa bíl.  Ekki aðeins einn bíl heldur 28.  1,4 milljónir evra (220 milljónir ísl. kr.) voru straujaðar af kortinu hans.  

  Eðlilega hafði kauði ekkert að gera við 28 bíla.  Bílaumboðið sýndi því skilning og féllst á að endurgreiða honum verð 27 bíla.  Tók hann þá gleði sína á ný og staðan á korti hans hrökk í betra hrof.  

tesla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjar fara létt með að kaupa Teslu, enda með peningavit og evruna.

Gengi mörlensku krónunnar hefur hins vegar hrunið einn ganginn enn og nú kostar evran 16% fleiri mörlenskar krónur en um síðustu áramót. cool

Og það finnst mörlenskum öfgahægrikörlum sniðugt.

Gengi dönsku krónunnar er hins vegar bundið gengi evrunnar og færeyska krónan er jafngild þeirri dönsku, enda eru Færeyingar danskir ríkisborgarar. cool

Þorsteinn Briem, 8.7.2020 kl. 23:20

2 identicon

Andskoti átti karlinn mikið inni á kortinu.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 9.7.2020 kl. 05:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta gæti komið fyrir alla - eins gott að hafa kortaheimildina hóflega...  :)

Kolbrún Hilmars, 9.7.2020 kl. 12:33

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Var hann ekki bara fullur????????

Sigurður I B Guðmundsson, 9.7.2020 kl. 14:42

5 Smámynd: Jens Guð

Steini,  ég hrökk í kút er ég uppgötvaði að færeyska krónan (danska) væri að nálgast 22 kr.  Fyrir fáum árum var hún um 10 kall.  

Jens Guð, 9.7.2020 kl. 15:20

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind, eða hvort kortið hans er ekki með neina hámarks úttekt. 

Jens Guð, 9.7.2020 kl. 15:22

7 Smámynd: Jens Guð

Kolbrún,  ég tek undir það.

Jens Guð, 9.7.2020 kl. 15:22

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  áreiðanlega hefur hann verið sauðdrukkinn í bland!

Jens Guð, 9.7.2020 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband