Af hverju talar fólk um sig í þriðju persónu?

  Ég var að horfa á sjónvarpsþátt með bandarískum réttarsálfræðingi, Dr. Phil.  Hann talar ítrekað um sig í þriðju persónu.  Þetta er ósjálfráð aðferð til að upphefja sig.  Skrýtið að sálfræðingur átti sig ekki á þessu.  Hann hefur þó upplýst hvað liggur að baki.  Pabbi hans var sjálfhverfur alkahólisti.  Phil þráði viðurkenningu frá honum.  Þó ekki væri nema smá hrós.  Það kom aldrei.  Honum gekk vel í skóla.  En pabbinn lét það sig engu skipta.  Phil fékk aldrei neitt jákvætt frá honum.

  Kunningi minn átti erfiða æsku.  Ólst upp við ofbeldi.  Hann talar oftast um sig í þriðju persónu.  Og alltaf þegar hann hælir sér af einhverju.  Hann segir:  "Bjössi eldaði frábæran rétt í gær a la Björn"  og "Bjössi veit nú margt um þetta!

  Annan þekki ég sem bætir nafni sínu alltaf við þegar hann vitnar í samtöl sín.  Hann lætur viðmælandann hefja setningar á ávarpinu "Ólafur minn..." eða:  "Ég get sagt þér,  Ólafur minn..."

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Guðjón Hreinberg hefur sagt mér að Dr. Phil sé loddari, en Gaui tvíbbi segir að það sé þvættingur.

Guðjón E. Hreinberg, 27.7.2020 kl. 07:22

2 identicon

Djúpt ert þú sokkinn kæri Jens að eyða tíma í að horfa á Dr. Phil.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 27.7.2020 kl. 07:52

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dr.Phil má fara í friði fyrir mér enda er ég bara ég í fyrstu persónu og finnst það alveg nóg!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.7.2020 kl. 10:25

4 identicon

Ég horfi stundum á þætti Dr. Phil mér til fróðleiks og skemmtunar. Held að Doktorinn yrði fyrst kjaftstopp ef hann fengi það verkefni að uppræta spillingu hjá hinu opinbera á Íslandi, s.s. pólitískar ráðningar, lögregluembættakrísur, lífeyrissjóðasukk, rán og skerðingar á ellilífeyrisgreiðslum, kvótakerfið og sukkið og svínaríið í kringum það, friðaða spillta stjórnmálafólkið og já bara endalausa spillingu sem hefur hreiðrað svo um sig í þessu fámenna samfélagi. Þó að Doktorinn myndi mæta hingað með sitt allra færasta fólk, þá myndi honum tæplega endast aldur til að komast til botns, auk þess sem mörgum fótum yrði brugðið fyrir hann. Ítalska mafían, hvað ?  Rússneska mafían, hvað ?

Stefán (IP-tala skráð) 27.7.2020 kl. 11:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áður en Moggabloggið kom til sögunnar horfði ég á nokkra þætti með Dr. Phil, enda eru viðmælendur karlsins sprenghlægilegir "hillbillies". cool

"Hillbilly - An unsophisticated country person, as associated originally with the remote regions of the Appalachians."

En nú nægir Moggabloggið mér alveg. cool

Þorsteinn Briem, 27.7.2020 kl. 12:35

6 Smámynd: Jens Guð

Guðjón,  hann er loddari.

Jens Guð, 27.7.2020 kl. 18:44

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  satt segir þú.  Þátturinn sem ég horfði á var í raun tveir þættir.  Þeir fjölluðu um ungan mann sem myrti eiginkonu sína og tvö börn þeirra.  Þetta gerði hann til að hefja nýtt líf með viðhaldinu sínu og hélt að hann kæmist upp með þetta.  Og hann komst upp með það í einhverja mánuði.  Málið var skoðað frá ýmsum hliðum með aðstoð ýmissa sérfræðinga.  Þetta var áhugavert sjónvarp.

Jens Guð, 27.7.2020 kl. 18:59

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður að vanda!

Jens Guð, 27.7.2020 kl. 19:00

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er áhugaverð pæling.

Jens Guð, 27.7.2020 kl. 19:02

10 Smámynd: Jens Guð

Steini,  Moggabloggið er allt sem þarf!

Jens Guð, 27.7.2020 kl. 19:10

11 identicon

Dr Phil er bráðsniugt sjónvarpsefni. Fín auglýsing fyrir hinar að þessar hjálparstofnanir og "heilbriðisaðila" í USA sem eru sjálfstætt stafandi. Þetta er fyrist og fremst enterteinment efni ætla til "fróðleiks" og skemmtunar. 
Hitt er svo að tala um sig í þriðju persónu. Það getur líka verið minnimáttarkend. hluti af sjálfgagnrýni og aftenginu við það sem viðkomani er að koma til skila. Eins og þetta sé nú bara skoðun einhvers annars. 
Notkun þriðju persónu er mikið notuð í alskonar sjálfshjálpar vinnu og þá sem tímabundna vinnu. og þar sem þú verður að aftengja þig sjálfi þínu og horfa á hlutina utanfrá. 

Hef aldrei pælt í að DR Phil noti mikið 3ju persónu. kann vel að vera.

Bárður Örn Bárðarson (IP-tala skráð) 28.7.2020 kl. 10:54

12 Smámynd: Jens Guð

Bárður Örn,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 28.7.2020 kl. 12:57

13 identicon

Ps. Hliðum Kara, engum oðrum er treystandi.

Stefan (IP-tala skráð) 28.7.2020 kl. 22:02

14 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 13),  það á að vera regla!

Jens Guð, 29.7.2020 kl. 13:09

15 identicon

Hvernig ætli Dr. Phil myndi bregðast við varðandi ónothæfan lögreglustjóra ? Henda honum til Eyja, nógu góður fyrir útnárafólk ?

Stefán (IP-tala skráð) 29.7.2020 kl. 15:33

16 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 15),  hvers eiga Eyjamenn að gjalda?  Hvað hafa þeir gert dómsmálaráðherra?

Jens Guð, 1.8.2020 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband