Tjónaskýrslur

 Starfsfólk tryggingafélaga heyrir stundum einkennilegar skýringar á tjónum.  Sumar sprenghlægilegar - þó að tjón séu dapurleg fyrirbæri að öllu jafna.  Hér eru dæmi:

  "Ég var með kalkún í ofninum.  Ég ætlaði að pensla hann.  Þegar ég opnaði ofninn var kalkúninn þyngri en ég hélt.  Hann flaug út á gólf.  Sem betur fer var ég búin að ryksuga.  Ég setti hann aftur í ofninn og kláraði matreiðsluna.  Þetta var góð máltíð en teppið er ónýtt."

  "Ég var búinn að keyra bílinn minn í 40 ár þegar ég sofnaði fram á stýrið."

  "Ég gaf syni mínum 75 þúsund kall í jólagjöf sem ég henti í ógáti í ruslatunnuna."

  "Ósýnilegur bíll kom út úr buskanum,  skall á minn bíl og hvarf."

  "Kærastan kyssti mig,  ég missti stjórn á bílnum og vaknaði á sjúkrahúsi."

  "Ég hélt að bílrúðan væri niðri en komst að öðru þegar ég rak hnefann út um rúðuna."

  "Þegar ég kom heim þá keyrði ég inn í vitlaust hús og lenti í árekstri við tré sem ég á ekki."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég gæti best trúað að þetta séu bandarískar tjónaskýrslur frá ættingjum Hómers Simpson og Donalds Trump. cool

Þorsteinn Briem, 28.8.2020 kl. 01:36

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þú þarft að vera gætnari í framtíðinn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 28.8.2020 kl. 09:50

3 Smámynd: Jens Guð

Steini,  rétt hjá þér.  Þetta eru bandarískar tjónaskýrslur.

Jens Guð, 28.8.2020 kl. 10:29

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  heldur betur!

Jens Guð, 28.8.2020 kl. 10:31

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeir eru þá með teppi í eldhúsinu í Ameríku líka eins og á Englandi. Bjó eitt sinn í íbúð í London sem var svo kirfilega teppalögð að þar var baðherbergið ekki undanskilið.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.8.2020 kl. 11:56

6 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn Siglaugsson,  það er ekki algengt að sjá teppalögð eldhúsgólf í Bandaríkjunum.  Kannski helst hjá afkomendum Breta í Norðurríkjunum. 

Jens Guð, 28.8.2020 kl. 12:23

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Rakst á kyrrstæðan bíl sem var að koma úr hinni áttinni."

Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2020 kl. 14:46

8 identicon

Eyþór Arnalds keyrði á ljósastaur og stakk af. Var stungið í steininn og játaði þegar mesta víman rann af honum. Núna er hann Samherji.

Stefán (IP-tala skráð) 29.8.2020 kl. 16:35

9 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur,  góður!

Jens Guð, 29.8.2020 kl. 18:04

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta var undarlegt ferðalag.

Jens Guð, 29.8.2020 kl. 18:15

11 identicon

... og enn skrítnara hjá þessum fyrrverandi bæjarstjóra á Selfossi að afhenda útgerðarfélagi á Akureyri nýjan miðbæ á Selfossi ?

Stefán (IP-tala skráð) 30.8.2020 kl. 19:20

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 11),  margt er skrýtið á Selfossi,  Mogganum og í Samherja.

Jens Guð, 10.10.2020 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband