Smásaga um búð

  Það er rólegt í litlu hverfisbúðinni á horninu.  Aðeins einn viðskiptavinur er þar innandyra.  Það er öldruð kona.  Hún kaupir eldspýtustokk.  Hún stendur fyrir framan afgreiðsluborðið og telur peninga upp úr snjáðri peningabuddu.  Það gengur brösuglega.  Hún á erfitt með að greina á milli krónupenings,  fimmkalls og tíkalls.

  Afgreiðslumaðurinn leyfir henni að taka sér þann tíma sem þarf.  Ekkert liggur á.  Þau eru á svipuðum aldri og hafa átt í viðskiptum til áratuga.  

  Seint og síðarmeira tekst konunni að smala saman réttri upphæð.  Er hún gengur út um dyrnar mætir hún ókunnugum manni.  Hann er illa áttaður.  Það er eins og hann viti ekki hvort hann er að koma eða fara.  Hann gónir hikandi í allar áttir.  Konan slær hann af öllu afli í andlitið með töskunni sinni.  Svo heldur hún heim á leið.  Það er eins og brái af karlinum.  Hann þurfti á högginu að halda til að ná áttum.  Samt er hann hikandi er hann læðist inn í búðina.  Þar gengur hann ringlaður um og veit varla hvað hann er að gera.

  Afgreiðslumaðurinn þreifar eftir hornaboltakylfu undir afgreiðsluborðinu.  Hann gælir við þá hugmynd að lúberja komumann og ræna hann - ef svo vel vildi til að hann væri með verðmæti á sér.  Með herkjum nær hann að stoppa sig og bryddar þess í stað upp á samræðum.  

  - Góðan dag.  Get ég aðstoðað þig?

  - Nei,  ég veit það ekki.  

  - Hver veit það þá?  Jólasveinninn kannski?

  - Mér finnst eins og ég eigi ekki að vera hér.

  - Það finnst mér líka.  En af hverju ertu þá hérna?

  - Ég var á leið í aðra smásögu en þessa og villtist af leið.  Svo var ég allt í einu kominn í þessa sögu.

  - Ég get reddað þér út úr þessari sögu ef þú vilt.  Ég er höfundur hennar og ræð hvernig hún er.

  - Ég vil gjarnan komast út úr þessari sögu.  En hvernig kemst ég í réttu söguna?

  - Það er þitt vandamál en ekki mitt.  Hinsvegar skal ég gefa þér mandarínu í nesti.  Um leið óska ég þér gleðilegra jóla, gott og farsælt komandi ár, þökkum liðið, fjölskyldan í Litla-Koti.  Þar með ert þú úr sögunni.  

 

 

        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Var einmitt að semja jólasögu þegar einhver ráfandi og ruglaður karl kom allt í einu inn í hana (söguna mína) og nú losna ég ekki við hann en mandarínan var góð!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.12.2020 kl. 00:15

2 identicon

Heyrðu nafni. Þú áttir ekki þessa mandarínu. Ruglaði karlinn átti að fá hana og nú situr þú uppi með hann yfir jólin.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 18.12.2020 kl. 08:01

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Held að þetta sé klementína en ekki mandarína sem ég sit upp með!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.12.2020 kl. 08:43

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 1), mandarínur eru alltaf góðar.

Jens Guð, 18.12.2020 kl. 10:44

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 18.12.2020 kl. 10:45

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 3),  munurinn er sá að klementínur eru steinlausar.

Jens Guð, 18.12.2020 kl. 10:47

7 Smámynd: Loncexter

Ég komst ekki inn í útvarp sögu. Hvað gera bændur þá ?

Loncexter, 18.12.2020 kl. 21:26

8 Smámynd: Jens Guð

Loncexter, bændur bíða þá í rólegheitum eftir öskudeginum.

Jens Guð, 18.12.2020 kl. 22:22

9 identicon

Loncexter, mikið varstu heppinn.

Stefan (IP-tala skráð) 19.12.2020 kl. 06:24

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  .það er margt gott og fróðlegt á Útvarpi Sögu. 

Jens Guð, 19.12.2020 kl. 20:26

11 identicon

Svo lenti Svandís Svavarsdóttir greinilega líka í rangri sögu og er alveg ringluð í sínu ráðuneyti. Langar biðraðir í allskonar aðgerðir og allt of lítið bóluefni keypt. Það verður að koma henni út úr þessari sögu sem fyrst og inn í Lísu í Undralandi eða eitthvað ... 

Stefán (IP-tala skráð) 20.12.2020 kl. 17:24

13 identicon

Og ef Þorolfur vill halda sig i rettri sogu, þa a hann þegar i stað að fara frsm a algjors lokun landamæra a Bretland.

Stefan (IP-tala skráð) 20.12.2020 kl. 22:11

14 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 13),  ég er sammála því.  Opna þess í stað til Grænlands.  Þar er enginn með covid.  Um tíma var reyndar einn í Aasiaat og annar í Kangerlussuaq.  Það er liðin tíð.  Ég held að sá síðarnefndi hafi verið Kani.  

Jens Guð, 20.12.2020 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband