Hverjir selja ljótu húsin?

  Um allt land eru ljót hús.  Þau eru aldrei til sölu.  Nema parhús í Kópavogi.  Það var til sölu.  Eftir fréttaflutning af því var togast á um það.  Fyrstur kom.  Fyrstur fékk.  Í auglýsingum fasteignasala eru öll hús og allar íbúðir á söluskrá þeirra ýmist fallegar og rúmgóðar eða sérlega fallegar og glæsilegar.  Sumar eru bjartar og virkilega glæsilegar og snyrtilegar.  Allar eru vel staðsettar.  Jafnvel tekið fram að stutt sé í allar áttir.  Gott útsýni eða eða sérlega gott útsýni.  Þá eru þær vel skipulagðar eða bjóða upp á ýmsa möguleika. 

  Sumt í fasteignaauglýsingum kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti.  Til að mynda þegar  tekið er fram að þvottaaðstaða sé í íbúðinni.  Kætast þá börnin smá yfir að þurfa ekki að fara með allan þvott í þvottahús langt út í bæ. 

  Einnig þegar tekið er fram að gólfefni fylgi með.  Hvernig er íbúð án gólfefnis?  Svo er það aðal sölutrikkið:  Mynddyrasími fylgir.  Húsið er til sölu á 120 milljónir en án mynddyrasíma.  Nei,  jú,  hann fylgir með.  Sala!    

hús        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki húsið hans Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir austan. Þarna býr hann kallinn.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 07:25

2 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  þetta er allavega mjög líkt því húsi. 

Jens Guð, 7.2.2021 kl. 08:01

3 identicon

Það er ekkert að þessu litla og snotra einbýlishúsihúsi. Innbyggður bílskúr, stór grasflöt, trjágróður og vítt til allra átta.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 08:06

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  alltaf góður!

Jens Guð, 7.2.2021 kl. 09:11

5 identicon

Teður Sigmundur Davið væri sennilega flottur fasteignasali. Fasteignasalar kunna manna best að blekkja.

Stefan (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 11:52

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán, hann færi á kostum!

Jens Guð, 7.2.2021 kl. 18:33

7 identicon

Hagnaður Skeljungs niður um 44 % á milli ára les ég, alveg Orkulausir ? Endar kanski eins og húsið í Kópavogi ? Jón Ásgeir, hvað ?  Hvaða eldsneytisafslátt ætli Einar Kárason sé með ?  

Stefán (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 19:15

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég heyrði að ef þú kaupir eldsneyti fyrir 500 krónur eða meir hjá Orkunni þá færð þú eina bók!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.2.2021 kl. 20:15

9 identicon

Ha, ha, ha, held ég viti hvaða verðlitla bók það er Sigurður, krimmaskáldævisaga.

Stefán (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 21:05

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 7),  mér skilst að Skeljungur sé að kúpla sig út í Færeyjum.  Ég kann ekki á allar þessar selja-kaupa kaupa-selja brellur.

Jens Guð, 9.2.2021 kl. 00:20

11 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 8),  ég þarf að tékka á þessu.  Mig vantar bók.

Jens Guð, 9.2.2021 kl. 00:21

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Deja vu all over again, eins og Kaninn segir laughing Gamla CSN&Y lagið alltaf jafn huggulegt, þó ég hafi reyndar ekki kunnað að meta það þegar ég var yngri og hlustaði bara á Neil Young. Ekki ólíklegt að "Our House" hafi haft smá áhrif á "To Be Grateful" með Trúbroti.

Wilhelm Emilsson, 20.2.2021 kl. 08:36

13 Smámynd: Jens Guð

Vilhelm,  Our house var ekki mín bjórdós á sínum tíma.  Alltof mikill sykur og ekkert þungarokk.  En ég kann vel við það í dag.  Góð ábending um líkindin með To Be Grateful.  Ég var ekki búinn að kveikja á þeirri peru.   

Jens Guð, 20.2.2021 kl. 18:57

14 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir skemmtilegt svar :)

Wilhelm Emilsson, 21.2.2021 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband