Undarlegt samtal í banka

  Ég var að bruðla með peninga í bankaútibúi.  Það var tuttugu mínútna bið.  Allt í góðu með það.  Enginn var að flýta sér.  Öldruð kona gekk hægum skrefum að gjaldkera.  Hún tilkynnti gjaldkeranum undanbragðalaust hvert erindið var.  "Ég ætla að kaupa peysu hjá þér,"  sagði hún.  Gjaldkerinn svaraði:  "Við seljum ekki peysur.  Þetta er banki."  Konan mælti áður en hún snérist á hæl og gekk burt:  "Já,  ég veit það.  Ég hélt samt að þið selduð peysur." 

peysa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var blessuð gamla konan ekki að meina pylsu? Bæjarins bestu eru skammt frá landsbankanum og lítill munur á húsakosti.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 19.3.2021 kl. 07:48

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  góð tillaga!

Jens Guð, 19.3.2021 kl. 09:43

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Baðst þú um bjór!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.3.2021 kl. 10:57

4 identicon

Það væri samt sniðugt að starfsfolk banka færi að prjona til að gera eitthvað af viti.

Stefan (IP-tala skráð) 19.3.2021 kl. 11:39

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gamla konan hefur trúlega ætlað að kaupa pesos. cool

"The peso is the monetary unit of several countries in the Americas and the Philippines."

Þorsteinn Briem, 19.3.2021 kl. 12:26

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég fattaði það ekki.  Man það næst.

Jens Guð, 19.3.2021 kl. 12:27

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góð hugmynd!

Jens Guð, 19.3.2021 kl. 12:28

8 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn, þarna komstu með það!

Jens Guð, 19.3.2021 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.