Færeyingar skara framúr

  Í fréttum af erlendum vettvangi er iðulega tíundað hvernig norrænu þjóðunum vegnar í baráttunni við kóróna-vírusinn.  Gallinn við þennan fréttaflutning er að Færeyingar eru taldir með Dönum.  Fyrir bragðið fer glæsilegur árangur Færeyinga framhjá flestum.  Nú skal bætt úr því:

  Í Færeyjum er enginn smitaður.  Enginn er að bíða eftir niðurstöðu úr skimun.  Enginn er í innlögn.  Enginn er í sóttkví.  

  Færeyingar hafa skimað um 240 þúsund manns.  Það er mikið fyrir þjóð sem telur 53 þúsund.  Skýringin er margþætt.  Meðal annars hafa margir Færeyingar búsettir erlendis átt erindi til Færeyja oftar en einu sinni frá því að Covid gekk í garð fyrir tveimur árum. Sama er að segja um marga útlendinga sem þurfa að bregða sér til Færeyja vinnutengt.  Einnig hefur verið töluvert um að Íslendingar og Danir sæki Færeyjar heim í sumar- og vetrarfríum.  Erlend skip og togarar (þar af íslenskir) kaupa vistir í Færeyjum og landa þar.  Svo eru það erlendu skemmtiferðaskipin.  

  Sjálfir gera Færeyingar út glæsilegt skemmtiferðaskip,  Norrænu,  sem siglir til og frá Færeyjum,  Íslandi og Danmörku.  Í þessum skrifuðu orðum er tveir Danir í sóttkví um borð í Norrænu.  

  Færeyingar hafa gefið 10 þúsund bólusprautur.  Þar af hafa 11% af þjóðinni fengið fyrri sprautuna og 7,7% seinni sprautuna. 

  Danskur ráðherra, að mig minnir Mette Frederiksen,  sagði í viðtali að Danir gætu lært margt af Færeyingum í baráttunni við Covid-19.  Íslendingar geta það líka.  Og reyndar lært margt annað af Færeyingum.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En viskum samt hafa það á hreinu að Eivör lærði söng á Íslandi.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 24.3.2021 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Á Íslandi höfum við sérhagsmuna stjórnmálaflokka sem láta allt eftir þegar sérhagsmundafrekjurnar byrja að væla sem nú er t.d. ferðaþjónustan. En þeir í Færeyjum kunna þetta og láta ekki tækifæris og græðgisfrekjur valta yfir sig. 

Sigurður I B Guðmundsson, 24.3.2021 kl. 22:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er mikill munur á hlutfalli skimana vegna Covid-19 í Færeyjum og Danmörku, 4,6 milljónir af (ímyndaðri) einni milljón íbúa í Færeyjum en 4 milljónir í Danmörku og mismunurinn er einungis 15%. cool

Hér á Íslandi er hlutfall
skimana vegna Covid-19 hins vegar um 1,4 milljónir af (ímyndaðri) einni milljón íbúa, þannig að í Færeyjum og Danmörku eru þær um þrisvar sinnum fleiri hlutfallslega.

Hér á Íslandi hafa um 16.600 fengið Covid-19 af (ímyndaðri) einni milljón íbúa en um 12.700 í Færeyjum og mismunurinn er 30%.

Ef fjórir en ekki einn hefðu dáið vegna Covid-19 í Færeyjum hefðu hlutfallslega jafn margir dáið þar vegna Covid-19 og hér á Íslandi en sjúklingar með Covid-19 hafa í sumum tilfellum verið fluttir frá Færeyjum til Danmerkur. cool

Þorsteinn Briem, 24.3.2021 kl. 22:06

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi voru að meðaltali um 22 erlendir ferðamenn á hvern ferkílómetra árið 2017 en í Færeyjum um 114. cool

Ísland er 74 sinnum stærra en Færeyjar og þar af leiðandi er mun meira pláss fyrir erlenda ferðamenn hér en í Færeyjum.

Ísland er 190. þéttbýlasta land í heimi, með um þrjá íbúa á hvern ferkílómetra eins og Ástralía, og nóg pláss fyrir erlenda ferðamenn í báðum löndunum, enda þótt Miðflokkurinn sé að sjálfsögðu skíthræddur við útlendinga. cool

Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu.

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi." cool

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans." cool

Ásgeir Jónsson hagfræðingur (nú seðlabankastjóri) útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2016-2020

Vegna stóraukinnar ferðaþjónustu hér á Íslandi, "fjallagrasatínslunnar" hefur verið hægt að auka hér kaupmátt um tugi prósenta. cool

24.2.2021:

Kaupmáttur launa hér á Íslandi aldrei meiri en nú

Þorsteinn Briem, 25.3.2021 kl. 01:46

5 Smámynd: Jens Guð

Thorvaldur,  það er rétt.  Ólöf Kolbrún var með söngnámskeið í Færeyjum.  Eivör var 17 ára og söng í nokkrum hljómsveitum.  Hún var orðin hás.  Þess vegna mætti hún á námskeiðið og óskaði eftir ráði til að sneiða hjá hæsi.  Ólöf vissi að meira þurfti til en stutt námskeið.  Jafnframt heyrði hún að Eivör var óvenju góð söngkona.  Hún fundaði með foreldrum Eivarar.  Bauðst til að hýsa Eivöru á Íslandi og kenna henni.  Það var Íslandi gæfa.  Hér stofnaði Eivör hljómsveit,  Krákuna,  og hljóðritaði nokkrar plötur.  Jafnframt samdi hún verðlaunaða tónlist fyrir nokkur íslensk leikrit.  Þó að hún sé flutt til Danmerkur þá heldur hún reglulega vel sótta hljómleika á Íslandi.    

Jens Guð, 25.3.2021 kl. 08:32

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég kvitta undir hvert orð.

Jens Guð, 25.3.2021 kl. 08:33

7 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  bestu þakkir fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 25.3.2021 kl. 08:33

8 identicon

Burt séð frá arangri og viðbrögðum færeyinga við Covid 19, þá er margt sem má gagnrýna hér á landi í sambandi við viðbrögð við Covid 19. Eitt er að stjórnvöld eru ekki alltaf að bregðast við tilmælum Þórólfs og stundum eins og núna í sambandi við enska afbrigðið, er einfaldlega brugðist ALLT OF seint við. Nú er reynt af veikum mætti að byrgja brunninn þegar börnin eru hrunin ofan í. Í öðru lagi hefur það verið vitað, en ekki mátt ræða fyrr en Kári er nú búinn að opna á umræðuna, að hér koma fullar flugvélar af austurevrópubúum sem koma hér að sækja atvinnuleysisbætur. Það er vitað að það er mikið vandamál hvað þetta ágæta fólk er sótt í stórum stíl út á flugvöll af samlöndum sínum. Fólk sem er á leið í sóttkví, eða ekki ? Staðreyndin er sú að aðeins 5 % flugfarþega fer í leigubíla eða flugrútu og það er staðreynd. Í þriðja lagi, þá hefur heilbrigðisráðherra verðið harðlega gagnrýnd og það réttilega, fyrir að einblína eingöngu á Covid 19 bóluefni í gegn um ESB. Bólusetningar ganga því seint og illa. Nú standa leikskólar einir skóla opnir og er það rökstutt með mikilvægi þess að fólk geti stundað vinnu með ung börn í öruggum höndum. En hvernig er staðan með þetta mikilvæga starfsfólk leikskóla landsins ? Jú, það blasir við að sveitarfélög borga þessu mikilvæga fólki algjör skítalaun, bæði faglærðu og ófaglærðu. Halló, sveitastjórar og bæjarstjórar og halló Sólveig Anna og Efling. Vinsamlega brettið upp ermar og reynið að borga þessu mikilvæga starfsfólki réttlát laun !!!

Stefán (IP-tala skráð) 25.3.2021 kl. 12:22

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er umhugsunarvert.

Jens Guð, 25.3.2021 kl. 12:36

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Færeyingar skara alltaf frammúr.

Magnús Sigurðsson, 26.3.2021 kl. 13:10

11 Smámynd: Jens Guð

Magnús,  svo sannarlega!

Jens Guð, 26.3.2021 kl. 15:32

12 identicon

Verst er í sambandi við þessa veiru þegar heilbrigðisyfirvöld ljúga ,, Börn á leikskólaaldri smitast ekki ,, og svo kemur frétt um tvö smituð börn á leikskólaaldri, sem heilbrigðisyfirvöld geta ekki falið. Svo á bara að ,, sjá til ,, hvort að starfsfólk á leikskólum eigi að fara í forgang með bólusetningar. Þvílíkt bull og kjaftæði sem er í gangi hér á landi. Svona myndu færeyingar ekki haga sér.

Stefán (IP-tala skráð) 29.3.2021 kl. 19:52

13 Smámynd: Jens Guð

Stedfán (# 12),  það er áreiðanlegas margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 30.3.2021 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband