Reglur eru reglur

  Stundum á ég erindi í pósthús.  Oftast vegna þess að ég er að senda eitthvað áhugavert út á land.  Landsbyggðin þarf á mörgu að halda.  Ég styð þjónustu við hana.  Enda er ég dreifbýlistútta úr Skagafirði.  Margt þykir mér skrýtið,  svo skilningssljór sem ég er.  Ekki síst þegar eitthvað hefur með tölvur að gera. 

  Þegar pakki er sendur út á land þarf að fylla út í tölvu fylgibréf.  Þar þarf í tvígang að skrá inn póstnúmer sendanda og póstnúmer viðtakanda.  Þegar allt hefur verið skráð samviskusamlega þarf að prenta það út á pappír,  klippa hann niður og líma yfir með þykku límbandi.  Ódýrara og handhægara væri að prenta það út á límmiða.  

  Á dögunum var ég að senda vörur til verslunarkeðju út á landi.  Ég kann kennitölu þess utanbókar.  En í þetta sinn komu elliglöp í veg fyrir að ég myndi kennitöluna.  Ég bað afgreiðslumann um að fletta kennitölunni upp fyrir mig.  Hann neitaði.  Sagði sér vera óheimilt að gefa upp kennitölur.  Það væri brot á persónuvernd. 

  Við hlið hans var tölva sem ég hafði aðgang að til að fylla út fylgibréf.  Sem ég og gerði.  Þetta var spurning um hálfa mínútu eða svo.  Ég spurði hver væri munurinn á því að ég fletti upp fyrir framan hann kennitölu eða hann gerði það.  Svarið var:  Þú ert í rétti til þess en ekki ég. 

  Já,  reglur eru reglur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Personuvernd er ofmetin a Islandi og getur farið ut i hallærislegar attir eins og i þessu tilfelli þar sem opinber stifni tok voldin.

Stefan (IP-tala skráð) 31.3.2021 kl. 09:07

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum!

Sigurður I B Guðmundsson, 31.3.2021 kl. 10:33

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  persónuvernd er oftar en ekki í tómu rugli. 

Jens Guð, 31.3.2021 kl. 10:41

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  svo sannarlega!

Jens Guð, 31.3.2021 kl. 10:42

5 identicon

Ég velti því fyrir mér hvernig gangi að senda áhugaverðan pakka frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Það hlýtur að vera drullueinfalt.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.3.2021 kl. 14:51

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður (# 5),  ég held að landsbyggðarfólk skutlist oftast sjálft með pakkann til Reykjavíkur.

Jens Guð, 31.3.2021 kl. 15:58

7 identicon

Já, auðvitað. Og bugtum okkur og beygjum þegar við afhendum pakkann með skjálfandi höndum.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.3.2021 kl. 18:23

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður (# 7),  nákvæmlega!

Jens Guð, 1.4.2021 kl. 00:19

9 identicon

Til hvers þurfti kennitölu móttakanda (eða sendanda) til að senda pakkann? Algjörlega glórulaus della því pósturinn les ekki kt. af pakkanum og nýtir hana ekki á neinn hátt nema til að safna óþarfa persónuupplýsingum.

Svo er það að þú greiðir fyrir að senda pakkann heim að dyrum hjá móttakanda en í raun fer hann bara á pósthúsið og móttakandi þarf að gera sér ferð til þess að sækja pakkann. Eða greiða aukalega fyrir heimakstur, þjónustu sem búið var að greiða fyrir.

Stefan

Persónuvernd er vanmetin á Íslandi. Hvergi í heiminum er fólk beðið um kt. til að senda pakka eða þá til að setja föt í hreinsun svo dæmi sé tekið. Kennitölu á ekki að nota nema í heilbrigðiskerfinu og við viðskipti skráningarskyldra hluta eins og bifreiða og fasteigna. Þess utan eigum við að nota nafn fólks. Pósturinn er (vonandi) ekki þýsku stormsveitirnar SS og almenningur ekki númeraðir fangar í Auschwitz.

Nonni (IP-tala skráð) 2.5.2021 kl. 12:23

10 Smámynd: Jens Guð

Nonni,  góður punkjtur hjá þér.  

Jens Guð, 2.5.2021 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband