28.5.2021 | 22:40
Ferðagjafarvandræði
Ég vaknaði upp með andfælum þegar í útvarpinu glumdi auglýsing um ferðagjöfina. Þar var upplýst að hún væri alveg við það að renna út. Ég hafði ekki leist mína út. Nú voru góð ráð dýr. Ég var ekki á leið í ferðalag eitt né neitt. Ég var bara á leið í Kringluna. Ég brá mér í Hamborgarafabrekkuna sem þar er staðsett.
Ég tilkynnti afgreiðsludömu að ég hefði hug á að virkja ferðagjöfina. Ég dró upp takkasímann minn. Hann hefur þjónað mér dyggilega frá síðustu öld. Hún spurði hvort ég væri ekki með snjallsíma. Nei, bara þennan. Ég veit ekki einu sinni hvað snjallsími er. Daman fórnaði höndum og skipaði mér að hinkra. Ég hlýddi möglunarlaust. Hún brá sér frá og sótti aðra afgreiðsludömu. Sú reyndi að virkja gjöfina. Án árangurs. Ég bað hana að reyna aftur. Hún fórnaði höndum og sagði að þetta virkaði ekki.
Næst átti ég erindi í Hamraborg í Kópavogi. Þar er Subway. Ég þangað. Afgreiðslumanneskjan komst ekki lengra en sú í Kringlunni. Hún reyndi samt aftur og aftur. Ungur karlmaður blandaði sér í málið. Hann var allur af vilja gerður að hjálpa. Eftir nokkrar atrennur áttaði hann sig á því hvernig hlutirnir virkuðu. Hann er greinilega tölvusnjall. Hann var allt í einu kominn með strikamerki í símann sinn. Hann gaf dömunni fyrirmæli um að taka mynd af því og þá væri dæmið í höfn. Það gekk eftir.
Til að klára inneignina gerði ég mér ferð í Pítuna í Skipholti. Afgreiðsludaman sagðist þurfa að gúggla hvernig hún gæti afgreitt dæmið. Eftir smástund sagði hún: "Þetta virkar ekki í tölvunni. En ég get græjað þetta í snjallsímanum mínum." Það gekk eins og í sögu.
Á meðan ég beið eftir matnum varð ég vitni að eftirfarandi: Ung kona fékk máltíð sína. Skömmu síðar stormaði hún með diskinn sinn að afgreiðsluborðinu. Spurði hvort að hún hefði pantað þennan rétt. Afgreiðsludaman játti því og benti á að það stæði á kvittun hennar. Konan sagði: "Ég ætlaði ekki að panta þetta. Ég ætlaði að panta..." Ég náði ekki hvað hún nefndi.
Afgreiðsludaman tók erindinu vel. Sagði eitthvað á þessa leið: Ekkert mál. Ég afskrifa pöntun þína og læt þig fá máltíðina sem þú ætlaðir að panta.
Þetta er þjónustulund til fyrirmyndar.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Spaugilegt | Breytt 29.5.2021 kl. 09:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B, þessi er lúmskur! jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Þetta minnir mig á..geggjaða búfræðinginn sem varð að hætta því... sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Stefán, takk fyrir þessa fréttaskýringu. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Jóhann, svo sannarlega! jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Lesandi um dansandi hund dettur mér í hug Bjarni nokkur og Katr... Stefán 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Það má ekki rétta "sumum" litlafingur, þá taka þeir ALLA höndin... johanneliasson 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 18
- Sl. sólarhring: 343
- Sl. viku: 1072
- Frá upphafi: 4118558
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 826
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Minn sími er með: tvær stuttar og ein löng!!
Sigurður I B Guðmundsson, 28.5.2021 kl. 23:18
Góð saga. "gamli" síminn minn kom mér líka stundum í vandræði og það gekk svo langt að góður vinur minn gaf mér síman sinn þegar hann endurnýjaði eða réttara sagt konan hans fékk sér nýrri síma.....
Jóhann Elíasson, 29.5.2021 kl. 05:16
.....Og hann lét það fylgja með að það yrði nú að kippa mér yfir í nútímann,,,,
Jóhann Elíasson, 29.5.2021 kl. 05:49
Gott að fá þessar upplýsingar Jens, Ég var einmitt að spá í þetta með símann, þegar ég vaknaði upp með sömu andfælum yfir ferðagjöfinni.
Nú held ég að það sé dagurinn til að fara á fínan veitingastað og panta sér þríréttað og rétta þeim svo bara símann þegar maður hefur torgað herlegheitunum.
Magnús Sigurðsson, 29.5.2021 kl. 06:56
Sigurður I B, á æskuheimili mínu í Hjaltadal í Skagafirði var símhringingin ein löng og tvær stuttar. Stundum hljóp sprell í mig þegar ég heyrði að hringt var í aðra bæi. Þá bætti ég við einni stuttri eða langri hringingu og allt fór í rugl.
Jens Guð, 29.5.2021 kl. 10:15
Jóhann, þú ert heppinn með vin!
Jens Guð, 29.5.2021 kl. 10:15
Magnús, verði þér að góðu!
Jens Guð, 29.5.2021 kl. 10:16
Ég var í sveit í Öræfunum þegar myndin Sveitin milli sanda var gerð og þá var sveita síminn mikið notaður. Virðist eitthvað sitja í mér ennþá!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 29.5.2021 kl. 10:30
Sigurður I B (# 8), sveitasíminn bauð upp á að fólk vissi hvað gekk á í sveitinni. Aldraður maður, Siggi "póstur", skemmti sér konunglega við að hlera símann. Verra var að hann andaði með munninum þannig að heyrðist. Eitt sinn voru mæðgur að spjalla saman í símanum. Önnur segir: "Ég heyri að Siggi "póstur" er kominn á línuna. "Það er lygi," kallaði Siggi "póstur" og skellti á.
Jens Guð, 29.5.2021 kl. 11:09
Sælir. Ég er heldur ekki með snjallsíma, en ég hlóð gjöfinni niður í tölvunni, fékk svo talnarunu í farsímann. Notaði hana til að senda annarri manneskju, gegnum tölvuna, ferðagjöfina í snjallsíma sinn. Þetta reyndist ekki flókið.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 29.5.2021 kl. 15:03
Ingibjörg, takk fyrir þessar upplýsingar. Gott að vita þennan möguleika þegar önnur ferðagjöf tekur gildi í næstu viku.
Jens Guð, 29.5.2021 kl. 15:06
Þegar ég var í sveit í Skagfirði á seinustu öld, var það venjan hjá bóndanum,
blessuð sé minning hans, að hlusta á svo gott sem öll símtöl þegar hann var ekki
úti í bústörfum. Það vissu allir þegar hann var á línunni, vegna þess að hann
andaði með muninninum og frekar hátt. Eitt skiptið var verið að hringja í okkur
en hann fattaði ekki símhringinguna og fór að hlusta,
Eftir smá stund segir sá sem hringir, "Tryggvi" og honum bregður og segir "Já".
"Ég er að hringja í þig maður" og hann svarði snilldarlega "Já ég veit það. Ég var bara að bíða
eftir því að þú segðir eitthvað"
Sigurður Kristján Hjaltested, 29.5.2021 kl. 17:00
Ég á svona tæki sem gengur undir nafninu snjallsími. Ég kalla hann hins vegar Friðþjóf.
Þórhallur Pálsson, 29.5.2021 kl. 21:30
Heima á Austara- Hóli var hringingin fjórar langar og ein stutt. En það dugar nú sennilega ekki til að fá ferðagjöf.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2021 kl. 08:17
Sigurður Kristján, takk fyrir skemmtilega sögu!
Jens Guð, 30.5.2021 kl. 09:37
Jósef Smári, það má láta reyna á það.
Jens Guð, 30.5.2021 kl. 09:38
Sigurður Kristján Hjaltested. Þú hefur væntanlega verið í Lónkoti?
Þorvaldur (IP-tala skráð) 6.6.2021 kl. 22:43
Þorvaldur, ég hef komið í Lónkot.
Jens Guð, 7.6.2021 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.