Höfrungar til vandræða

höfrungar

 

 

 

 

 

 

 

 Á dögunum rákust færeyskir smábátaeigendur á höfrungavöðu.  Þeir giskuðu á að um væri að ræða 200 kvikindi.  Það er ágætis magn af ljúffengu kjöti.  Þeir ákváðu að smala kjötinu inn í Skálafjörð.  Hann er lengstur færeyskra fjarða,  14,5 km.  Allt gekk vel.  Nema að höfrungunum fjölgaði á leiðinni.  Að auki varð misbrestur á að að láta rétta menn í landi vita af tíðindunum.  Fyrir bragðið mættu fáir til leiks.  Þess vegna lenti það á örfáum að slátra 1400 dýrum.  Það tók tvo klukkutíma.  Einungis lærðum og útskrifuðum mænustungufræðingum er heimilt að lóga hvölum í Færeyjum.  

  Útlendir Sea Shepherd liðar í Færeyjum notuðu dróna til að senda aðfarirnar út í beinni á netsíðum erlendra fjölmiðla.  Meðal annars BBC. 

  Dýradráp er ekki fögur og aðlaðandi sýn fyrir nútímafólk sem heldur að kjöt og fiskur verði til í matvöruverslunum.  Ég vann í sláturhúsi á Sauðárkróki til margra ára sem unglingur.  Þar rann ekki minna blóð en þegar dýrum er slátrað í Færeyjum (sjá myndina fyrir neðan úr sláturhúsi).

  Ef sláturhús væru glerhús er næsta víst að sömu viðbrögð yrðu við slátrun á svínum, kindum, kjúklingum,  hestum og beljum og eru nú við höfrungadrápinu í Færeyjum. 

  Samt.  Höfrungadrápið var klúður.  Alltof mörg dýr.  Alltof fáir slátrarar.  Þetta var of.  Á venjulegu ári slátra Færeyingum um 600 marsvínum (grind).  Fram til þessa eru skepnurnar reknar 2 - 3 km.  Í þessu tilfelli voru höfrungarnir reknir 50 km.

  Stuðningur færeysks almennings við hvalveiðar hefur hrunið.  Þingmenn tala um endurskoðun á lögum um þær.  Sjávarútvegsfyrirtæki hafa opinberlega mótmælt þeim.  Líka færeyska álfadrottningin Eivör.  Hún er að venju hörð á sínu og hvikar hvergi í ritdeilum um málið.   

  Dráp á höfrungum þykir verra en grindhvaladráp.  Höfrungarnir þykja meira krútt.  Samt hef ég heyrt að höfrungur hafi nauðgað liðsmanni bandaríska drengjabandsins Backstreet Boys.  

sláturhús 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Auðvita er þetta ekki fallegt að sjá. En sinn er siður í landi hverju. 

Sigurður I B Guðmundsson, 18.9.2021 kl. 22:09

2 identicon

Góður og þarfur pistill Jens,sem sýnir hina hliðina hjá þessum sjómönnum að færa björg í bú.Ég er ansi hræddur um að stórufsa aðgerð gæti farið fyrir brjóstið á mörgum landkrabbanum.

Björn. (IP-tala skráð) 19.9.2021 kl. 08:07

3 identicon

Burtséð frá öllu öðru þá væri ég til í vænan bita af þessu góðmeti. Þetta er varla ljótara en að margveiða sama laxinn.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.9.2021 kl. 08:23

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  dráp er sjaldan fallegt. 

Jens Guð, 19.9.2021 kl. 09:07

5 Smámynd: Jens Guð

Björn,  takk fyrir það.

Jens Guð, 19.9.2021 kl. 09:07

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður (# 3),  sama segi ég.   

Jens Guð, 19.9.2021 kl. 09:08

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já almenningur virðist ekki alveg gera sér grein fyrir því hvaðan kjötið og fiskurinn sem við borðum kemur.  Best er nú sagan af því að það var mikill "náttúruverndar ayatolli" sem sagði það hátt og snjallt "ÞAÐ ER EKKERT DÝR DREPIÐ FYRIR MIG - ÉG KAUP ALLT MITT KJÖT Í MELABÚÐINNI".  Er það virkilega svo að fólk sé svona "stropað" eða er þetta bara einangrað tilfelli????????????

Jóhann Elíasson, 19.9.2021 kl. 09:14

8 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir skemmtilegas sögu!

Jens Guð, 19.9.2021 kl. 10:22

9 identicon

Ég styð færeyinga í svona málum sem og öllum öðrum málum, enda er það þjóð sem við íslendingar ættum að hafa sem fyrirmynd á mörgum sviðum. Það að smala smáhvölum inn í firði og slátra er bara eins og þegar við smölum fé í réttir og svo í sláturhús. Öldruðum er hér á landi smalað inn á undirmönnuð öldrunarheimili og gefinn matur sem ekki væri borinn á borð í Alþingishúsinu eða í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ég veit að færeyingar koma mun betur fram við aldraða og öryrkja en íslensk stjórnvöld gera. færeyingar sækja sér mat í hafið á heiðarlegan hátt og seilast ekki í vasa almennings til að færa í vasa auðhringja sem hafa fengið fiskimiðin gefins.  

Stefán (IP-tala skráð) 19.9.2021 kl. 12:23

10 identicon

Það eru fráleitar aðfarir að veiða lax/silung og sleppa, það er dýraníð. Menn eiga því aðeins að veiða að ætlunin sé að borða dýrið, nú eða selja það öðrum til matar.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 19.9.2021 kl. 13:21

11 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég tek undir hvert orð.

Jens Guð, 19.9.2021 kl. 14:32

12 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  ég kvitta algjörlega undir þetta.

Jens Guð, 19.9.2021 kl. 14:34

13 identicon

Jens, þú veist kannski að sveitsrfélögin á Austurlandi eiga veiðikvótann á hreindýrin. Á 20.öld, meðan sveitarfélögin voru miklu fleiri og minni, fór lítill hópur úr hverju þeirra á veiðar. Þessir menn höfðu ekki allir neina löngun til að stunda dýraveiðar, en hins vegar langaði þá í peningana sem fengust fyrir kjötið. Ónotaður veiðikvóti er eins og ósóttur happdrættisvinningur. - Ég sagði þeim þá að hægt væri að fá meiri pening með því að selja veiðileyfi, en þeir hristu bara höfuðin. Nú hefur aldeilis sannast að ég hafði rétt fyrir mér.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 19.9.2021 kl. 16:19

14 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg (# 13),  bestu þakkir fyrir fróðleikinn

Jens Guð, 19.9.2021 kl. 21:17

15 Smámynd: FORNLEIFUR

Höfrungar á grillið og krabbameinstíðni Færeyinga eykst til muna eftir þennan "happa"feng. Gefðu svo hlekk í höfrunganauðgunina, rúsínuna í pylsuendanum, sem er það eina sem er bitastætt í pistli þínum. Allir vita nú þegar að Færeyingar eru dýraníðingar per exellance. Ef Breivik hefði verið Færeyingur hefði hann borið því við að veiðieðlið hefði komið upp í sér. 

FORNLEIFUR, 20.9.2021 kl. 04:30

16 Smámynd: Jens Guð

Fornleifur,  ég hef ekki hlekkinn á Backstreet Boys.  Það var einhver kona - sem ég veit ekki frekari deili á - sem hélt þessu fram við mann sem ég kannast lítillega við.  Sá sagði ættingja mínum tíðindin.  Þetta er slúður byggt á svo ótraustum grunni að alveg eins gæti verið að Backstreet gaurinn hafi nauðgað höfrungi eða einhverjum öðrum. 

Jens Guð, 20.9.2021 kl. 18:37

17 identicon

Er ekki hægt að gera mat ur rostungi ?

Stefan (IP-tala skráð) 21.9.2021 kl. 13:18

18 Smámynd: FORNLEIFUR

 Stefán, ertu Hornfirðingur? Jens G. ég held að höfrungurinn sé saklaus. Ég trúi öllu upp á Backstreet Boys.

FORNLEIFUR, 21.9.2021 kl. 16:13

19 identicon

Nei FORNLEIFUR, ég er ekki Hornfirðingur, en ég hef komið nokkrum sinnum í þann fallega bæ. Veit bara ekki hvort rostungar eru einhversstaðar nýttir til matar ? Svo má minna á bítlalagið góða I m the Walrus, sem John Lennon setti saman úr þremur ókláruðum lagabútum. Margir telja John vera í rostungsbúningnum á mynd plötuumslags Magical Mystery Tour, en það mun samt vera Paul. Eitthvað sem skiptir auðvitað engu máli, en hver vill svo sem ekki vera rostungur á Hornafirði og láta dekra við sig ?

Stefán (IP-tala skráð) 21.9.2021 kl. 19:20

20 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 17),  ég er viss um að rostungakjöt er gott - ef það er rétt eldað.

Jens Guð, 21.9.2021 kl. 23:15

21 Smámynd: Jens Guð

Fornleifur (# 18),  sammála.

Jens Guð, 21.9.2021 kl. 23:16

22 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 19),  eitt besta Bítlalagið. 

Jens Guð, 21.9.2021 kl. 23:17

23 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þátturinn á Útvarpi Sögu, sem var með þér í dag var alveg meiriháttar góður og allir þættir þar sem þú hefur verið þar, eru góðir og sérstaklega fræðandi.  Nú bíð ég bara eftir næsta þætti.......

Jóhann Elíasson, 30.9.2021 kl. 15:57

24 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir það.

Jens Guð, 30.9.2021 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband