Oft ratast kjöftugum satt á munn. Eða ekki.

  Rokkið er lífstíll.  Yfirlýsingagleði, dramb og gaspur eru órjúfanlegur hluti af lífstílnum.  Alveg eins og "sex and drugs and rock and roll".  Þess vegna er oft gaman að lesa eða heyra viðtöl við rokkstjörnur þegar þær reyna að trompa allar hinar.  

 - Little Richard:  "Ég er frumkvöðullinn. Ég er upphafsmaðurinn. Ég er frelsarinn. Ég er arkitekt rokksins!"

 - Jerry Lee Lewis:  "Annað fólk æfir sig og æfir. Fingur mínir hafa hinsvegar innbyggðan heila. Þú segir þeim ekki hvað þeir eiga að gera - þeir gera það sjálfir. Sannkallaðir guðsgjafar hæfileikar."

 - Richard Ashcroft (The Verve):  „Frumkvöðull er ofnotað hugtak, en í mínu tilfelli er það alveg viðeigandi."

 - Jim Morrison (The Doors):  "Ég lít á sjálfan mig sem risastóra, eldheita halastjörnu, stjörnuhrap. Allir stoppa, benda upp og taka andköf: "Ó, sjáðu þetta!" Síðan – vá, og ég er farinn og þeir sjá aldrei neitt þessu líkt aftur.  Þeir munu ekki geta gleymt mér - aldrei."

 - Thom Yorke (Radiohead):  "Mig langar að bjóða mig fram til forseta. Eða forsætisráðherra. Ég held að ég myndi standa mig betur."

 - Courtney Love (Hole):  "Ég vildi að ég stjórnaði heiminum - ég held að hann væri betri."

 - Brian Molko (Placebo):  „Ef Placebo væri eiturlyf værum við klárlega hreint heróín – hættulegt, dularfullt og algjörlega ávanabindandi."

 - Pete Townsend (The Who):  „Stundum trúi ég því virkilega að við séum eina rokkhljómsveitin á þessari plánetu sem veit um hvað rokk n roll snýst."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna tjá sig menn og konur af mikilli hógværð.......... cool

Jóhann Elíasson, 21.1.2022 kl. 08:37

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og ég segi: Ef þú hefur svör við öllum heimsins vandamálum, feldu þig þá vel!

Sigurður I B Guðmundsson, 21.1.2022 kl. 11:08

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Listin er öðruvísi gluggi í að upplifa tilveruna. Þar finnur maður drauma sína rætast í gegnum poppstjörnur, sem kannski eru á mörkum geðheilbrigðisins, sem gerir þær skemmtilegri fyrir vikið, meira skapandi, frumlegri.

 

Myndi maður dýrka poppstjörnurnar ef þær væru venjulegar og leiðinlegar?

Ingólfur Sigurðsson, 21.1.2022 kl. 11:10

4 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  heldur betur!

Jens Guð, 21.1.2022 kl. 11:15

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður!

Jens Guð, 21.1.2022 kl. 11:16

6 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  vel mælt!

Jens Guð, 21.1.2022 kl. 11:16

7 identicon

Fræg eru ummæli John Lennon um að Bítlanir væru vinsælli en Jesús og fékk bágt fyrir í trúarbelti Bandaríkjanna og víðar þar sem trúarofstæki ræður ríkjum. Það er reyndar skoðun undirritaðs að bókstafstrúarfólk sé ofstækisfyllsta fólk á jörðinni. Kaþólikkinn  Bono söngvari U2 Bono ofmetnaðist í frægð sinni og fór að tjá sig um pólitík um allan heim, bæði á hljómleikum og í viðtölum. Ég man t.d. eftir því þegar hann fór að hæðast að svíþjóðardemókrötum á hljómleikum U2 í París, hæddist að leiðtoga þeirra og fór að heilsa að nasistasið á meðan hann kallaði nafn formanns svíþjóðardemókrata. Bono sagði ,, Svíar eru leiðinlegir, en þeir hafa að undanförnu áttað sig á arískum möguleikum sínum ,,.

Stefán (IP-tala skráð) 21.1.2022 kl. 11:51

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta minnir á þegar U2 spiluðu í Skotlandi og Bono fór að klappa taktfast um stund.  Svo sagði hann:  "Í hvert sinn sem ég klappa saman lófum deyr barn í Afríku úr hungri."  Fullur áheyrandi hrópaði þá:  "Hættu þá að klappa fanturinn þinn!" 

Jens Guð, 21.1.2022 kl. 12:52

9 identicon

Athugasemd nr. 8 er snilld, algjör snilld

:-) 

Takk fyrir skemmtilega pistla og aths..

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.1.2022 kl. 16:42

10 Smámynd: Jens Guð

Simon Pétur,  takk fyrir það allt saman!

Jens Guð, 21.1.2022 kl. 18:14

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, þeir eru margir sem hafa lent í því að kjafturinn gaf út ávísanir sem restin af líkamanum gat ekki leyst út.

Annars finnst mér eftirfarandi frasi sem var reyndar ekki sagður af raunverulegri persónu, heldur persónu úr bíómynd:

Ef Guð væri þorpari, þá væri hann ég.

Vondi gæinn í Schwarzenegger-myndinni Last Action Hero.

Theódór Norðkvist, 22.1.2022 kl. 01:01

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Annars finnst mér eftirfarandi frasi góður,...

átti þetta að vera.

Theódór Norðkvist, 22.1.2022 kl. 01:02

13 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  magnaður frasi!

Jens Guð, 22.1.2022 kl. 18:17

14 identicon

Hvaða merki söngvari söng þetta inn á hljómplötu árið 1971 ? ,, Það eru feitir þrælar sem ráða öllu hér og það fer best af öllu að svíkja og pota sér ,,  og úr sama texta  ,, því á Íslandi er enginn ríkur nema af stolnum aur ,,. Á þetta kanski vel við enn í dag, fimmtíu árum síðar, nú þegar Ísland lækkar enn í einkunn á spillingalista á meðan hin Norðurlöndin raða sér í efstu sæti. Katrín Jakobsdóttir hefur hefur verið forsætisráðherra í mörg ár og verður enn.  

Stefán (IP-tala skráð) 25.1.2022 kl. 16:08

15 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 14),  ég átti þessa plötu með Bjögga.  Á merkilega vel við í dag. 

Jens Guð, 26.1.2022 kl. 09:46

16 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Þarna tekur Jerry Lee nú vægt til orða. Ef guð er til þá spilar hann í gegnum Jerry Lee Lewis. Og ef Satan er til þá hefur hann séð um eftipartýin. 

Ég er ánægður með videoið sem þú hentir inn gamli. Whole lotta shakin going on. Það er sennilega besta rokklag allra tíma.

Siggi Lee Lewis, 27.1.2022 kl. 01:32

17 Smámynd: Jens Guð

Siggi Lee,  John Lennon var þér sammála með "Whole Lotta Shakin Going On".  Hann hafði dáldið vit á þessu. 

Jens Guð, 27.1.2022 kl. 07:08

18 identicon

Meistari Neil Young er réttsýnn baráttumaður sem nú hefur verið fjarlægður af Spotify vegna andstöðu sinnar við áróður Covid bóluefna andstæðings sem þar er inni. Sá aðili ætti nú frekar heima á ákveðinni ónefnfri útvarpsstöð hér á landi með sinn áróður að mínu mati.

Stefán (IP-tala skráð) 27.1.2022 kl. 11:34

19 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 18),  Njáll ungi er toppmaður.

Jens Guð, 27.1.2022 kl. 14:31

20 identicon

Það má geta þess að fyrstu lögin sem Neil Young flutti fyrir áheyrendur voru lögin It won t be long og Money, sem hann heyrði ungur í Kanada. Þessi lög flutti hann í kaffiteríu skóla síns.

Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2022 kl. 13:19

21 identicon

Auvitað tók NY þessi lóg frá The Beatles.

Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2022 kl. 13:20

22 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir fróðleiksmolann.

Jens Guð, 29.1.2022 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband