Eru býflugur fiskar?

   Erlingur Ólafsson skordýrafræðingur var í viðtali hjá Frey Eyjólfssyni á Rás 2. Umræðuefnið var að býflugurnar í Bandaríkjunum eru horfnar eins og dögg fyrir sólu. Þegar býflugnabændur hugðu að hunangsbyrgðum sínum gripu þeir í tómt. Það eru nánast engar býflugur lengur í Bandaríkjunum. Enginn veit ástæðuna.

  Freyr spurði Erling hvort hið dularfulla hvarf býfluganna hafi ekki keðjuverkandi áhrif á lífkeðjuna. Hvort að býflugan hafi ekki gegnt lykilhlutverki í frjóvgun jurtaríkisins og svo framvegis. Erlingur svaraði: "Það eru nú fleiri fiskar í sjónum en býflugan." Og rakti hvernig aðrar flugur og skordýr gera sama gagn.

 Samkvæmt þessum orðum Erlings er vænlegra fyrir býflugnabændur að leita að býflugum í sjó fremur en á þurru landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Já, nú veit ég hvaðan fiskiflugan kemur!!

Sigurður I B Guðmundsson, 21.2.2022 kl. 10:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Býflugur eru auðvitað hvorki fugl né fiskur og þar liggur fiskur undir steini, eins og hjá miskunnsama samherjanum. cool

Þorsteinn Briem, 21.2.2022 kl. 11:28

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  maður lærir alltaf eitthvað nýtt í landafræði!

Jens Guð, 21.2.2022 kl. 11:58

4 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  svo rétt!

Jens Guð, 21.2.2022 kl. 11:59

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kannski eru býflugur fiskar. Það myndi a.m.k. skýra orðtakið flýgur fiskisagan.

Theódór Norðkvist, 21.2.2022 kl. 16:28

6 identicon

Ég met þessi orð skordýrafræðingsins þannig að það séu fleiri fiskar í sjónum en býflugur og það er klárlega rétt hjá honum, nema að horfnu býflugurnar í Bandaríkjunum hafi stökkbreyst í sjávardýr. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.2.2022 kl. 17:00

7 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  góður punktur!

Jens Guð, 21.2.2022 kl. 17:45

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  maður spyr sig.

Jens Guð, 21.2.2022 kl. 17:45

9 identicon

Já Jens, það getur nefnilega svo margt annað stökkbreyst en kórónaveirur og hugsanlega býflugur ?  Við höfum t.d. horft upp á heilan stjórnmálaflokk sem kallast Vinstri græn stökkbreytast í forhertan íhaldsflokk.

Stefán (IP-tala skráð) 21.2.2022 kl. 18:37

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 9),  merkilegt hvað það gekk hratt fyrir sig.

Jens Guð, 22.2.2022 kl. 15:02

11 identicon

Já, VG er hentistefnuflokkur af verstu gerð og formaðurinn eins og suðandi býfluga sem enginn botnar í lengur, en hverfur svo væntanlega eins og býflugurnar í bandaríkjunum. 

Stefán (IP-tala skráð) 22.2.2022 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.