Brosleg fjölbreyttni á flugvöllum

  Mannfólkið er (næstum því) eins misjafnt og það er margt.  Það sést oft á skemmtilegan hátt á flugvöllum.  Þar birtist fjölbreytt mannlíf í öllum hornum.  Ekki síst þegar kemur að því að hvílast vel og lengi fyrir langt flug;  nýta tímann sem best.  Þá kemur sér vel að hafa hengirúm í farangrinum. 

  Háaldraðir flugfarþegar gera sér ekki alltaf grein fyrir því hver staða þeirra er á rennibeltinu.  Þeir taka sér plássið sem þarf og hafa ekki hugmynd um að þeir séu að stífla beltið.  Palli er einn í heiminum.

  Mörgum flugfarþegum reynist kúnst að hafa ung börn með í för.  Börn sem eru á ókunnugum slóðum og langar til að fara út um allt.

  Önnur börn leyfa sér að sofna á ferðatöskunni.  Enn önnur dunda sér við að líma miða á sofandi pabba.  Gott á hann.  Það er óábyrgt að halda sér ekki vakandi þegar ferðast er með ung börn.  

  Út um glugga á flugstöðvum má stundum sjá vonda meðferð á flugvélum.  Svona eins og þegar rennihurð slær flugvél niður.  

  Árlega kemst upp um flugfarþega sem tíma ekki að borga fargjald heldur lauma sér í tösku og borga yfirvigt fyrir miklu lægri upphæð.

  Að venju eru myndirnar skýrari og skilmerkilegri ef smellt er á þær.    

 

flugvellir 1flugvellir 2flugvellir 3flugvellir 4flugvellir 5flugvellir 6flugvellir 7flugvellir 8flugvellir 9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Snyrtipinni, fór úr skónum til að óhreinka ekki hengirúmið!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.4.2022 kl. 13:40

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þetta er til fyrirmyndar!

Jens Guð, 18.4.2022 kl. 16:52

3 identicon

Jens, þú getur kannski fundið sniðugar myndir af ríkisstjórninni að fela sig fyrir fréttamönnum og stjónarandsöðunni. Gætu t.d. leynst á flugvöllum erlendis, jafnvel dulbúin. 

Stefán (IP-tala skráð) 20.4.2022 kl. 12:35

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ef ég rekst á svoleiðis mynd þá birti ég hana hér.

Jens Guð, 20.4.2022 kl. 17:19

5 identicon

Lenti eitt sinn í flugferð við hliðina á manni sem var næstum eins og sá herðabreiði á mynd 8. Sem betur fer hafði ég sætið við ganginn, en kona hans gluggasætið. En hann hefði þurft 2 venjuleg sæti. - Í ferð á Ítalíu var farið suður til Napólí með rútu. Þar var svona mjög stór maður, og hann FÉKK bæði sætin, og þurfti að sitja á ská til að fá pláss f. hnén. Ekki séns að hann kæmist í eitt sæti í þröngri ítalskri rútu, þar er ekki gert ráð f. svona gaurum.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 25.4.2022 kl. 17:16

6 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  fólk í mikilli yfirstærð ætti að kaupa 2 eða 3 flugsæti af tillitssemi við farþega sem annars lenda við hliðina á þeim.

Jens Guð, 25.4.2022 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband