Hefur eignast lög sín eftir hálfrar aldar illindi og málaferli

  Forsagan er þessi:  Á sjöunda áratugnum haslaði bandarískur drengur,  Tom Fogerty,  sér völl sem söngvari.  Til undirleiks fékk hann "instrúmental" tríó yngri bróður síns,  Johns.  Samstarfið gekk svo vel að Tom og tríóið sameinuðust í nýrri hljómsveit sem hlaut nafnið Creedence Clearwater Revival. 

  Framan af spilaði hún gamla blússlagara í bland við frumsamin lög bræðranna.  Í ljós kom að John var betri lagahöfundur en stóri bróðir, betri söngvari og gítarleikari.  Að auki var hann með sterkar skoðanir á útsetningum og stjórnsamur.  Frábær söngvari og gítarleikari.  Frábær lagahöfundur.  Spilaði líka á hljómborð og saxafón.  

  Tom hrökklaðist úr því að vera aðalkall í að vera "aðeins" rythma gítarleikari á kantinum.  Ekki leið á löngu uns hann hætti í hljómsveitinni og hóf lítilfjörlegan sólóferil.  Á meðan dældi CCR út ofursmellum.  Að því kom að hryn-par (bassi, trommur) hennar bar sig aumlega undan ofurríki Johns og var með ólund.

  Hann bauð hryn-parinu að afgreiða sín eigin lög á næstu plötu CCR,  "Mardi Grass".  Það varð þeim til háðungar.  

  Í framhaldinu vildi John hefja sólóferil.  En hann var samningsbundinn plötufyrirtæki sem liðsmaður CCR.  Hann reyndi allra leiða til að rifta samningnum.  Án árangurs.  Hryn-parið og Tom stóðu þétt við bak plötufyrirtækisins.  Seint og síðar meir tókst John að öðlast frelsi með því að framselja til plötufyrirtækisins höfundarrétt vegna CCR katalógsins.  Þar með átti hann ekki lengur sín vinsælustu lög.  Allar götur síðan hefur hann barist fyrir því að eignast lögin sín.  Á dögunum upplýsti hann að loksins væri hann orðinn eigandi allra sinna laga eftir langar og strangar lagaflækjur.     

          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég samfagna John Fogerty með þessi ánægjulegu málalok. Tom kom virkilega ómerkilega fram við hann og lést svo úr AIDS árið 1990. Hafði fengið HIV smitað blóð við blóðgjöf á sjúkrahúsi. Varðandi bræðradeilur í hljómsveitum má t.d. nefna hljómsveitirnar The Kinks, Dire Straits og Oasis, en betra bræðrasamband var innan t.d. Beach Boys, Bee Gees, Allman Brothers Band, Van Halen og Black Crowes. CCR var alveg mögnuð og afkastamikil hljómsveit með sjö LP plötur á fjórum árum. Uppáhaldsplatan mín með þeim er Pendulum, sem er ekki endilega besta plata þeirra, en fjölbreittust og kraftmest. Þar spilar John Fogerti á gítara, hljómborð og saxófóna auk þess að syngja og öskra úr sér raddböndin. Eldri plötur þeirra voru nokkuð gamaldags miðað við tíðarandann, en það kom þó ekki niður á gæðum. CCR sóttu meira í roots rock en aðrar hljómsveitir úr San Francisco flóanum á þessum árum, þar sem hipparokk réð ríkjum. 

Stefán (IP-tala skráð) 5.2.2023 kl. 12:31

2 identicon

Þess má geta að mesta bræðraband Íslands er/var örugglega Ponik...nema Einar.

Már Elíson (IP-tala skráð) 5.2.2023 kl. 12:45

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 5.2.2023 kl. 12:54

4 Smámynd: Jens Guð

Már,  þetta vissi ég ekki.  Takk fyrir fróðleiksmolann.

Jens Guð, 5.2.2023 kl. 12:54

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir þennan fróðleik og hvet aðdáendur CCR að hlusta á lagið "I wiss I could hideaway". 

Sigurður I B Guðmundsson, 5.2.2023 kl. 13:02

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var flottur pistill hjá þér Jens og tek ég undir hvert orð hjá þér og þá sérstaklega umsögn þína um "dauðaplötuna MARDI GRASS, sem að mínum dómi er sorglegur endir á annars glæstum ferli CCR.....

Jóhann Elíasson, 5.2.2023 kl. 13:34

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  við samfögnum með kappanum og hlustum á "(Wish I Could) Hadeway".

Jens Guð, 5.2.2023 kl. 14:20

8 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir það.

Jens Guð, 5.2.2023 kl. 14:21

9 identicon

Það sem trommusnillingurinn Már Elíson nefnir hér að ofan ,, mesta bræðraband Íslands ,, er að í langri sögu hljómsveitarinnar Pónik komu við sögu Sigmarssynirnir Úlfar hljómborðsleikari og Kristinn gítarleikari. Einnig Svavarssynirnir Erlendur trommari, Kristinn saxófónleikari og Hallberg bassaleikari. Spurning hvort að Már geti svarað því hvort satt sé að Magnúsi Eiríkssyni hafi verið vikið úr Pónik eftir að hafa spilað Jimi Hendrix gítarsóló á balli ? Svo tek ég undir með Sigurði I B hér að ofan varðandi lagið frábæra I Wish I Could Hideaway af plötunni mögnuðu Pendulum. 

Stefán (IP-tala skráð) 5.2.2023 kl. 14:51

10 identicon

Það er stórkotlekt myndband af ccr ( john Fogerty ) og einum meðmlima ZZ Top á youtube, vel þess vvirði að skoða. Bara að leita eftir ccr og zztop

Bjarni (IP-tala skráð) 5.2.2023 kl. 15:21

11 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 9), Takk fyrir fróðleikinn.  

Jens Guð, 5.2.2023 kl. 16:49

12 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  takk fyrir ábendinguna:  https://www.youtube.com/watch?v=HqEqPvJ_cP0

Jens Guð, 5.2.2023 kl. 16:53

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fór á tónleika með John Fogerty í Kaupmannahöfn 2019, var frábær. Bestu lög CCR finnst mér vera Hey Tonight og Down On The Corner. Almennt líkar mér ekki við hart rokk eða þungarokk, en það er eitthvað við Fortunate Son, sem höfðar til mín, hrár krafturinn sennilega og auðvitað skerandi rödd Johns. Undanfarin ár hef ég sennilega oftast sett á Lookin Out My Back Door þegar ég hef sest niður til að hlusta á tónlist. Lagið er hálfgert kántrílag, en ég hef lært að meta það mikils. Kannski að hluta til af því að það er ekki eins útspilað og hin vinsælu lögin frá CCR.

Theódór Norðkvist, 6.2.2023 kl. 14:30

14 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Tónlistin sem ól mann upp á traktornum í sveitinni, þá loksins að mér tókst að fá segultand í Zetorinn.

Vissi ekki þessa sögu.

Guðjón E. Hreinberg, 6.2.2023 kl. 22:15

15 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  gaman að heyra þessa pælingu.

Jens Guð, 7.2.2023 kl. 04:47

16 Smámynd: Jens Guð

Guðjón,  ég ólst líka upp með CCR í eyrunum á traktornum. 

Jens Guð, 7.2.2023 kl. 04:48

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var búinn að heyra að John Fogerty stæði í þessum málaferlum. Gilbert O Sullivan stóð í svipuðum deilum við fyrrum umboðsmann sinn m.a. Svona málaferli eru erfið og taka mjög mikið á sálina, að ekki sé minnst á fjárhagshliðina. Ég las einhvers staðar að þetta lagastapp hefði lamað sköpunargetu Gilberts verulega, þó hann hafi haft sigur í lokin.

Theódór Norðkvist, 7.2.2023 kl. 10:48

18 Smámynd: Jens Guð

Theódór (# 17),  það er töluvert um svona eða hliðstæð dæmi.  Lennon & McCartney töpuðu höfundarrétti fyrstu laga sinna og hann náðist ekki til baka fyrr en löngu eftir fráfall Johns.  Fogerty var í áfalli eftir að hafa misst höfundarréttinn.  Hann er í geðshræringu þessa dagana yfir að hafa eignast lög sín á ný.  Lengi vel hafði hann ekki geð í sér að syngja vinsælustu lög sín á hljómleikum.   

Jens Guð, 7.2.2023 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband