Best í Færeyjum

  Flestallt er best í Færeyjum.  Ekki aðeins í samanburði við Ísland.  Líka í samanburði við önnur norræn lönd sem og þau helstu önnur lönd sem við erum duglegust að bera okkur saman við.  Nægir að nefna að meðalævilengd er hæst í Færeyjum;  atvinnuleysi minnst;  atvinnuþátttaka mest;  hjónaskilnaðir fæstir;  fátækt minnst og jöfnuður mestur;  sjálfsvíg fæst;  krabbameinstilfelli fæst;  glæpir fæstir;  barneignir flestar;  fóstureyðingar fæstar;  hamingja mest;  heilbrigði mest og pönkrokkið flottast.  Bara svo örfá atriði séu tiltekin.

  Ekki nóg með það heldur eru færeyskar kindur frjósamastar.  Hérlendis og víðast eignast kindur aðallega eitt til tvö lömb í einu.  Færeyskar kindur eru meira í því að bera þremur lömbum og allt upp í sjö!  Það er heimsmet.  

kindur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get alveg tekið undir það sem hér er skrifað svo get ég bætt því við að mér hefur alltaf liðið vel í Færeyjum og fundið fyrir miklum velvilja þar, þau skipti sem ég hef komið þangað, sem er bara nokkuð oft.........

Jóhann Elíasson, 16.4.2023 kl. 13:22

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  ég kvitta upp á hvert orð hjá þér.  Strax og komið er inn í flugstöðina í Vogum hellist yfir mig vellíðan og afslöppun.  

Jens Guð, 16.4.2023 kl. 13:32

3 identicon

Eðlilega eru kindur þrílemdar í landi sem heitir Fjáreyjar og vonandi drepur ekki riðuveiki fjárstofna þar eins og hér. Það virðist vera lenska hjá þeim sem stjórna hverju sinni á Íslandi að vilja ekki taka sér gott stjórnarfar annara til fyrirmyndar. Við gætum t.d. lært margt gott af færeyingum en gerum ekki. Ég var reyndar hissa þegar ég heyrði nýlega í fréttum um talsverðan fjölda heimilislausra í Þórshöfn. Hugsanlega svipuð prósenta og er í Reykjavík ?

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2023 kl. 13:34

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það eru alveg til ógæfumenn í Færeyjum.  Menn sem glíma við andleg veikindi og hafa misst fóta í áfengisfíkn.  Eitthvað svoleiðis er í öllum þjóðfélögum en er í lágmarki í Færeyjum.  Færeyingar eru alveg að detta í 55 þúsund.  Ógæfumennirnir eru langt undir 0,1%.   

Jens Guð, 16.4.2023 kl. 14:21

5 identicon

Búinn að vera að reyna að finna eitthvað slæmt að segja um Færeyinga, eina sem mér datt í hug var mamma bekkjabróður míns sem rak mig úr vinnunni fýrir 40 árum, hún var Færeyingur, búsett á skérinu.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.4.2023 kl. 16:04

6 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  góður!

Jens Guð, 16.4.2023 kl. 16:17

7 identicon

Samherji og ,, Samherjamálið ,, teigja sig til Færeyja og virðist sem dótturfélög þeirra þar hafi verið notuð / misnotuð sem einskonar leppar ?: Samherjafélagið Framherji í Færeyjum millifærði ( var látið millifæra ) peninga til félaga Samherja á Kýpur. Dótturfélagið Tindhólmur í Færeyjum mun hafa tekið við millifærslum upp á hálfa milljón bandaríkjadala til að greiða starfsfólki Samherja í Namibíu. Færeyskir fjölmiðlar og sjónvarpið þar gerðu mikið úr þessum málum og ég er viss um að þar ríkir meira fjölmiðlafrelsi en á Íslandi. Já, það er dapurlegt og til háborinnar skammar hvað lítið fjölmiðlafrelsi rikir hér á landi. Það gerir kláarlega að verkum að spilling fær að blómstra hér.  

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2023 kl. 17:02

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Í gamla daga var stundum sagt: Færingur á hvolfi! En í dag er það Ísland sem er á hvolfi en ekket í Færeyjum. Við gætum svo sannalega lært mikið af þeim. 

Sigurður I B Guðmundsson, 16.4.2023 kl. 17:48

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#7),  þetta hafði eitthvað með það að gera að færeyskir sjómenn njóta skattafríðinda.  Samherji skráði þess vegna namibíska sjómenn sem færeyska sjómenn - þó að þeir namibísku hefðu aldrei til Færeyja komið.  Eitthvað fleira svindl var í gangi.  

Jens Guð, 16.4.2023 kl. 17:55

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  alveg rétt:  Íslendingar gætu svoooo margt lært af Færeyingum.  

Jens Guð, 16.4.2023 kl. 17:57

11 identicon

Er að fylgjast með spennandi glæpaseríu í DR1 sem heitir Trom og gerist í Færeyjum. Íslendingar koma að framleiðslu þáttanna sem eru í sex hlutum og klárast í kvöld á DR1. 

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2023 kl. 20:35

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jens Guð og Brimkló eiga ekki margt sameiginlegt, en eru samt sammála um að Færeyjar eru frábærar 😄

Þar þrífst enginn skríll

Yfir þjóðinni er stíll

Þótt Frón sé kær eyja

langar mig samt til Færeyja.

Brimkló, "Færeyjar."

yfir 

Gþjóðinner Emstíll,

þótt AFrón sé kær eyja, langar mig Dsamt til FæreyjAa.  

Wilhelm Emilsson, 16.4.2023 kl. 22:01

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þarna átti broskarl af fylgja með smile

Wilhelm Emilsson, 16.4.2023 kl. 22:02

14 identicon

Það er kosturinn við sð hanga á spena þeirra Dönsku. Við slitum okkur frá 1944 og höfum þurft að fjármagna okkur sjálf síðan. En það fylgja því ókostir að vera ekki ölmusumaður.

Vagn (IP-tala skráð) 16.4.2023 kl. 22:43

15 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#11),  því miður er ég ekki með DR1.  Í danskri glæpamynd sem heitir Blinkende lugter (eða eitthvað svoleiðis) er apal brandarinn að versti glæpamaðurinn og mesti hrottinn er Færeyingur.

Jens Guð, 17.4.2023 kl. 06:29

16 Smámynd: Jens Guð

Vilhelm,  takk fyrir ábendinguna.  

Jens Guð, 17.4.2023 kl. 06:30

17 Smámynd: Jens Guð

Vagn,  það er ofsögum sagt að Færeyingar séu á spena Dana.  Þegar allt er reiknað fara meiri peningar frá Færeyjum til Danmerkur en öfugt.  Ég man ekki nákvæma prósentu - hún lækkar ár frá ári - en hlutur danskra peninga í fjárlögum Færeyja er í námunda við 5%.  

Jens Guð, 17.4.2023 kl. 06:38

18 identicon

5% í góðæri og aukafjárveitingar í stór verkefni. Góð 20% þegar illa árar eða hrun verður á heimsvísu. Það er ekki vont að vera tryggður gegn áföllum.

Vagn (IP-tala skráð) 17.4.2023 kl. 08:05

19 Smámynd: Birgir Loftsson

Svo eru Færeyingar með besta vegakerfi í heimi. Jarðgöng eða brýr milli allar eyjarnar í byggð. Nú er bara Suðurey eftir þegar Sandoy tunnilin fer í gagnið í desember. Sem yrði svipuð göng og til Vestmannaeyjar.

Þessi uppbygging hefur kostað sitt en hver jarðgöng borga sig upp á 15 árum. Ferjusigling mun leggjast af þá nánast.  Í raun þurfa þeir enga peninga frá Danmörku þegar þessari uppbyggingu er lokið. Af hverju geta Íslendingar ekki lært af frændum sínum?

Birgir Loftsson, 17.4.2023 kl. 08:28

20 identicon

Birgir, Færeyingar hafa vasa Dana. Hvað getum við lært af því? Í hvaða vasa getum við sótt pening til framkvæmda?

Vagn (IP-tala skráð) 17.4.2023 kl. 09:31

21 Smámynd: Jens Guð

Vagn (#18),  það hefur ekki árað illa í Færeyjum síðan upp úr 1990.  

Jens Guð, 17.4.2023 kl. 09:37

22 Smámynd: Jens Guð

Birgir,  ég tek undir hvert orð hjá þér.

Jens Guð, 17.4.2023 kl. 09:38

23 Smámynd: Jens Guð

Vagn (#20),  Færeyingar fjármagna sjálfir allt sitt gatnakerfi.  Danir koma þar hvergi nærri.

Jens Guð, 17.4.2023 kl. 09:40

24 identicon

Það er ekki rétt að jarðgöng eða brú tengi hverja eyju í byggð þegar Sandeyjargöngin verða tekin í brúk. Þá eru eftir Stóri-Dímon, Skúfey, Hestur, Mykines, Nólsey, Kalsey, Svíney og Fugley. Jafnvel mætti taka Koltur með.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2023 kl. 10:20

25 Smámynd: Birgir Loftsson

Þorvaldur, ég er að tala um byggðar eyjar. Og ég tók einnig fram að Suðurey væri eftir. 

Hér er listi yfir göng í Færeyjum. Nú eru fimm jarðgöng í uppgrefri. Fyrirhuguð göng sem eftir eru, eru gæluverkefni utan Suðureyjagöng. Sjá listann hér að neðan:

List of tunnels of the Faroe Islands - Wikipedia

Birgir Loftsson, 17.4.2023 kl. 11:33

26 identicon

Eylíft góðæri í boði Dana.

Vagn (IP-tala skráð) 17.4.2023 kl. 12:34

27 identicon

Minni á að Færeyingar lánuðu íslenska ríkinu 6,6 milljarða eftir hrunið 2008, fyrstir allra þjóða. Færeyingar voru okkur mjög hjálplegir með peninga sem þeir söfnuðu vegna snjóflóðanna á Flateyri og Súðavík, einnig eftir Vestmannaeyjagosið. Færeyingar eru okkar bestu bandamenn og vinir þegar á reynir. Ég myndi treysta færeyingum betur til að stjórna Íslandi í dag en aðgerðalausri og ráðalausri ríkisstjórn. 

Stefán (IP-tala skráð) 17.4.2023 kl. 19:03

28 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mæl þú manna heilastur Jens.

Aumingja Vagn veit um allt þar sem hann hefur aldrei komið. Það sem skilur t.d. á milli er að Færeyingar halda ekki upp flottræfilshætti á við utanríkisþjónustu. Hvað heldur þú að utanríkisráðherfan sé búin að kosta Íslendinga stór jarðgöng bara á þessu ári?

Og fyrirgefðu Jens að ég skuli rífa kjaft á þinni síðu, en ég þoli ekki þegar fábjánar hælbíta Færeyinga.

Magnús Sigurðsson, 17.4.2023 kl. 20:03

29 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Magnað með "Dragúlavagninn" (hann þolir ekki dagsljósið) að það eina sem kemur frá honum er neikvætt!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.4.2023 kl. 21:42

30 Smámynd: Jens Guð

Birgir (#25),  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 18.4.2023 kl. 06:15

31 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#27),  gott að minna á og rifja þetta upp!

Jens Guð, 18.4.2023 kl. 06:17

32 Smámynd: Jens Guð

Magnús,  takk fyrir það. 

Jens Guð, 18.4.2023 kl. 06:18

33 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (#29),  hehehe!  laughinglaughinglaughing

Jens Guð, 18.4.2023 kl. 06:19

34 identicon

Það tók ekki langan tíma fyrir Sigurð og Magnús að fara í manninn. Og Magnús ég hef komið til Færeyja. Þar er margt gott en sjálfstæða þjóð með eigin gjaldmiðil ekki að finna og ekki allt Færeyingum að þakka. Krónan okkar og sjálfstæðið kostar. Allur samanburður er því ósanngjarn.

Vagn (IP-tala skráð) 18.4.2023 kl. 08:04

35 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er ekki hægt að fara í "manninn" ef enginn er á bak við athugasemd nema einhver "vagn" sem þolir ekki dagsljósið og er í felum alveg eins og Dragúla. 

Sigurður I B Guðmundsson, 18.4.2023 kl. 10:12

36 Smámynd: Geir Ágústsson

Færeyingar stóðu líka í lappirnar á veirutímum skilst mér. 

Geir Ágústsson, 18.4.2023 kl. 10:18

37 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, hver er maðurinn á bakvið Vagn? Getur þú Vagn upplýst okkur? 

Birgir Loftsson, 18.4.2023 kl. 12:32

38 identicon

Ég veit ekkert hversu ruglaðir, ofbeldisfullir og siðblindir þið eruð, þó mig gruni ýmislegt. Þannig að það er bara grundvallar öryggisatriði að veita ykkur ekki upplýsingar sem þið hafið ekkert að gera með og kemur umræðuefninu ekkert við.

Vagn (IP-tala skráð) 18.4.2023 kl. 13:13

39 Smámynd: Jens Guð

Geir,  það er rétt hjá þér.

Jens Guð, 18.4.2023 kl. 15:18

40 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú fór "Vagninn" út af og á hvolf. 

Sigurður I B Guðmundsson, 18.4.2023 kl. 15:59

41 identicon

Tölur frá Færeyjum segja annað en ætla má að Geir eigi við. En þar voru skimanir í heimsmetsgildum (14 per íbúa) ásamt bólusetningum niður í 12 ára, nokkuð sem Geir kvartaði mikið yfir og taldi aumingjaskap og óþarfa hræðslu þar sem þó minna var gert af því, fjöldi fólks sett í einangrun og dauðsföll hlutfallslega fleiri en hér. Geir hefur sennilega lítið sem ekkert frétt frá Færeyjum og ályktað út frá því að allt hafi gengið sinn vana gang.

Snerti ég viðkvæma taug Sigurður?

Vagn (IP-tala skráð) 18.4.2023 kl. 17:05

42 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Held að þú ættir bara að vera utanvegar og halda áfram að vera í felum. Nenni ekki að eyða meiri tíma í nafnleysingja. 

Sigurður I B Guðmundsson, 18.4.2023 kl. 17:34

43 identicon

Og það þó þú virðist ekki hafa áhuga á neinu öðru Sigurður. Þú minnist ekki einu orði á Færeyjar þó þær séu umræðuefnið hér.

Vagn (IP-tala skráð) 18.4.2023 kl. 20:07

44 identicon

Bíð spenntur eftir næstu glæpaseríu af Trom sem gerist í Færeyjum. Greinilega má sjá þar stælingar á glæpaseríunni Shetland. Burtséð frá glæpum sem þessar seríur snúast um, þá eru lagðar miklar áherslur á að sýna fallegt og fjölbreytt landslag Færeyja, og Hjaltlandseyja sem vissulega má kalla nágrannaeyjar. 

Stefán (IP-tala skráð) 18.4.2023 kl. 21:06

45 identicon

Reyndar er ég búinn að taka eftir því núna að þessi Færeyska ( dansk / íslenska ) TROM glæpasería er öll á Vodinu hjá RÚV og ég mæli mjög með henni. Held að ég horfi þá bara aftur á hana með íslenskum texta, því að ég náði ekki allri færeyskunni sem ekki var þýdd yfir á dönsku. Svo er bara að bíða eftir næstu sex þátt framhaldsseríu af TROM. Gaman að þessar þjóðir vinni svona saman að kvikmyndun. Samnorrænar seríur finnast mér alltaf vel heppnaðar. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.4.2023 kl. 21:21

46 Smámynd: Jens Guð

Vagn (#41),  Færeyingar voru duglegir við skimanir - sem var/er kostur.  Sömuleiðis voru þeir duglegir að bólusetja - hvaða augum sem við lítum á það í dag.  Framan af faraldri stóðu Færeyingar flestum framan.  Er á leið og takmörkunum var aflétt kom bakslag,  líkt og gerðist hjá fleirum.  Varðandi dauðsföll ber að hafa í huga að fólk sem dó úr hvaða sjúkdómi sem var það var skráð covid-fórnarlamb ef það greindist með covid.   

Jens Guð, 20.4.2023 kl. 15:55

47 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#45),  ég er ekki með Premium-áskrift hjá Símanum.  Ég horfi lítið á sjónvarp.  Árs áskrift kostar 90000.  En það er freistandi að kíkja á Trom.  Mig minnir að Eivör eigi einhverja músík í þáttunum.  

Jens Guð, 20.4.2023 kl. 15:59

48 identicon

Uppáhalds útvarpsþátturinn minn er Fuzz með Óla Palla á Föstudagskvöldum. Er að hlusta á þáttinn þegar ég skrifa þetta. Gestastjórnandi í kvöld er ,, utangarðsmaðurinn ,, Mikki Pollock með svakalega flott lagaval eins og Óli Palli. Ég nefni þetta vegna þess að í upphafi þáttarins spilaði færeyjavinurinn Óli Palli færeyska tónlist og ræddi færeyskt tónlistarfólk. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.4.2023 kl. 21:28

49 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#48),  ég var að hlusta á þetta núna í Rúv-spilaranum.  Dúndur flottur þáttur:  https://www.ruv.is/utvarp/spila/fuzz/23856/7hctga

Jens Guð, 22.4.2023 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.