7.5.2023 | 14:07
Dvergur étinn í ógáti
Þetta gerðist í Norður-Taílandi. Dvergur var með skemmtiatriði í sirkuss. Hann sýndi magnaðar listir sínar á trampólíni. Eitt sinn lenti hann skakkt á trampólíninu úr mikilli hæð. Hann þeyttist langt út í vatn. Næsta atriði á dagskrá var að flóðhestur í vatninu átti að kokgleypa melónu sem var kastað til hans úr töluverðri fjarlægð. Við skvampið frá dvergnum ruglaðist flóðhesturinn í ríminu. Hann gleypti dverginn undir dynjandi lófaklappi 2000 áhorfenda. Þeir héldu að þetta væri hápunktur skemmtunarinnar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
,, Naktar kýr negldu rósir,
syfjaðar á niðursuðudósir
og flóðhestur með falskan góm,
færði kúnum lasin blóm ,,
Sveinn Guðjónsson, Roof Tops
Stefán (IP-tala skráð) 7.5.2023 kl. 18:26
Stefán, Þorsteinn Eggertsson orti þennan ágæta öfugmælatexta. Lagið er eftir Svein Guðjóns. Texti Þorsteins er flottari en þekkt öfugmælakvæði Tómasar Guðmundssonar. Var Tómas þó gott skáld. En Steini betri húmoristi.
Jens Guð, 7.5.2023 kl. 18:59
Mikið rétt, Sveinn samdi lagið, en Þorsteinn textann. Lagið heitir Sjúkur Draumur Um Lasið Blóm - Roof Tops voru þarna í miklum soul gír. Flott hljómsveit og vinsæl.
Stefán (IP-tala skráð) 7.5.2023 kl. 19:19
Svo hann var ekki klappaður upp????
Sigurður I B Guðmundsson, 7.5.2023 kl. 20:25
Já ,það var einhver frétt í blaðinu þar sem fyrirsögnin var: Stjarna gleypir plánetu. Var það þetta ? En annars, til hamingju með afmælið. Ef mig misminnir ekki þá varstu að ná lögaldrinum.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.5.2023 kl. 07:03
Stefán (#3), ég tek undir það. Roof Tops var flott hljómsveit. Svenni kynntist soul er hann var við nám erlendis og kolféll fyrir þessum músíkstíl.
Jens Guð, 8.5.2023 kl. 07:24
Sigurður I B, það fylgdi ekki sögunni!
Jens Guð, 8.5.2023 kl. 07:25
Jósef Smári, takk fyrir afmæliskveðjuna!
Jens Guð, 8.5.2023 kl. 07:26
Ofannefnd fjögra laga soul skotna ,, flóðhestsplata ,, Roof Tops kom út 1969, en árið áður kom út önnur LP plata Hljóma og þar eru þau heldur betur í soul gírnum. Engilbert og Shady syngja þar Wilson Pickett og Arethu Franklin lög. Þarna er líka lagið Ég Elska Alla eftir meistara Gunnar Þórðarson, sem ég held að hljóti að vera fyrsta frumsamda íslenska soul lagið. Líka er þarna lagið Lífsgleði eftir Gunnar, sem kannski má líka kalla soul lag. Og skrifandi um frumkvöðlana Hljóma, þá söng Rúnar heitinn Júl ( blessuð sé minning hans ) fyrstur íslendinga reggae lag inn á plötu, Jimmy Cliff lagið Come Into My Life - Bestu afmæliskveðjur Jens, njóttu dagsins.
Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2023 kl. 09:35
Stefán(#9), takk fyrir5 fróðleiksmolana og afmæliskveðjuna!
Jens Guð, 8.5.2023 kl. 12:08
Til hamingju með daginn Jens. Bítlarnir og Hljómar höfðu mjög mikil áhrif á mig og þá var ég ekki nema 7-10 ára, áður en ég fór að hlusta á Bubba Morthens, Bob Dylan og alla þá meistara. Þegar ég kom heim úr skólanum vildi ég oft frekar hlusta á tónlist en gera eitthvað annað. Ég hlustaði jafnt á barnaplötur og fullorðinsplötur.
Alveg eins og fyrst þegar ég hlustaði á Megas og Drög að sjálfsmorði 1982 og fannst þetta fyrst leiðinlegt og framandi, en varð svo gríðarlega hrifinn, þá fannst mér Strawberry Fields með Bítlunum og Heyrðu mig góða, Ég elska alla og þannig Hljómalög þannig að þau hálfhræddu mig sem krakka, en síðan fór ég að dýrka svona tónlist, með skrýtnum hljómum, taktbreytingum og einhverju sem er krefjandi.
Sjaldan eða aldrei hefur popptónlistin orðið eins góð og á Bítlatímanum, hún breyttist eiginlega í klassík. Það sem kallað er sýrupopp eða framsækið rokk, það var bara eins og synfóníur.
Njóttu dagsins og þökk fyrir alla góðu pistlana.
Ingólfur Sigurðsson, 8.5.2023 kl. 23:41
Ingólfur, takk fyrir þessar áhugaverðu vangaveltur - og fyrir afmæliskveðjuna!
Jens Guð, 9.5.2023 kl. 08:10
Þú er það fundvís á furðufréttir að maður spyr sig, er hann ekki bara að ljúga þessu?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2023 kl. 23:26
Þorsteinn, við getum kallað það að stundum sé skáldað í skörðin eða einhverju hagrætt svo það hljómi betur.
Jens Guð, 11.5.2023 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.