28.5.2023 | 14:27
Rangur misskilningur
Til margra ára var sjoppulúgan á BSÍ umferðamiðstöðinni fastur áfangastaður á djamminu. Þegar skemmtistöðum var lokað á nóttunni var notalegt að renna upp að lúgunni og fá sér kjamma með rófustöppu undir svefninn. Á skemmtistöðunum neytti fólk ekki fastrar fæðu en þeim mun meira af fljótandi vökvum. Oft áfengum.
Á daginn var veitingastaður inni í umferðamiðstöðinni. Þar var boðið upp á gamaldags heimilismat á ágætu verði. Líka hamborgara.
Eitt sinn var ég staddur á veitingastaðnum. Þangað inn kom par, á að giska 17-18 ára. Parið fór skoðunarferð um staðinn. Svo spurði stelpan: "Eigum við að fá okkur hamborgara?" Strákurinn svaraði: "Við skulum frekar fá okkur hamborgara í bílalúgunni."
"Viltu frekar borða út í bíl?" spurði hún undrandi.
"Borgararnir eru miklu betri í lúgunni," fullyrti kauði.
Stelpan bendi honum á að þetta væru sömu borgararnir. Strákur þrætti. Hélt því fram að lúgan væri á allt öðrum stað í húsinu. Hann gekk út af staðnum en ekki stelpan. Eftir nokkra stund kom hann aftur inn og spurði afgreiðslumanninn: "Það eru ekki sömu hamborgarar seldir hér og í lúgunni, er það?"
Afgreiðslumaðurinn útskýrði: "Þetta er sama eldhúsið og sömu hamborgarar."
Pilturinn horfði undrandi og afsakandi á stelpuna og tautaði: "Skrýtið. Mér hefur alltaf þótt borgararnir í lúgunni miklu meira djúsí."
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
Nýjustu athugasemdir
- Niðurlægður: Wilhelm, góður! jensgud 29.3.2025
- Niðurlægður: Ég ætlaði að koma með IKEA brandara en ég get ekki sett hann sa... emilssonw 29.3.2025
- Niðurlægður: Guðjón, takk fyrir góða ábendingu. jensgud 27.3.2025
- Niðurlægður: Maður á aldrei að láta sjást að maður eigi monning, og úlpan og... gudjonelias 27.3.2025
- Niðurlægður: Stefán (#7), ég tek alltaf stóran sveig framhjá Mjóddinni. jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: Farðu bara varlega ef þú átt leið í Mjóddina Jens, krakkaskríll... Stefán 26.3.2025
- Niðurlægður: Sigurður, þarna kemur þú með skýringuna! jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: Þarftu ekki bara að fara í klippingu og að raka þig!!! sigurdurig 26.3.2025
- Niðurlægður: Jóhann, heldur betur! jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: "Það margt skrýtið í kýrhausnum"......... johanneliasson 26.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 88
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 2130
- Frá upphafi: 4133019
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 1772
- Gestir í dag: 78
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Á einhverjar afar óljósar minningar um lúguna hjá BSÍ, held ég hafi einhvern tíman ratað þangað til að kaupa síkó, ekki kjamma eða borgara. Sama sagan með læragjá, fór þangað í von um að sjá berrassaðr stelpur, gékk ekki eftir.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 15:01
Það var annar staður sem var líka vinsæll eftir lokun skemmtistaða en það var Geitháls og var þar oft mikið fjör á nóttunni en ég vann þar fyrir "nokkrum" árum síðan en þangað þótti líka mjög langt að fara og vegurinn oft óheflaður.
Sigurður I B Guðmundsson, 28.5.2023 kl. 15:05
Bjarni, ég man eftir Læragjá í Nauthólsvík. Einhvertíma fórum við nokkur þangað. Bæði kyn. Sátum þar í heitu vatni, sungum, sprelluðum og supum landa. .
Jens Guð, 28.5.2023 kl. 15:20
Sigurður I B, ég kannast við nafnið en man ekki eftir að hafa farið þangað.
Jens Guð, 28.5.2023 kl. 15:23
Einhverjir hafa eflaust fengið á kjammann þarna yfir kjammaátinu.
Stefán (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 16:10
Stefán, í minningunni voru flestir glaðir og jákvæðir í röðinni við bílalúguna.
Jens Guð, 28.5.2023 kl. 16:24
Erlendur lögga virtist allavega alltaf sáttur við sína kjamma á BSÍ.
Stefán (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 17:04
Stefán (#7), því miður er kjammi ekki lengur seldur á BSÍ.
Jens Guð, 28.5.2023 kl. 17:27
Bjarni snæðingur mælti með kjömmum og kóki í útilegur þegar hann sá um veitingasöluna þarna.
Stefán (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 17:47
Man eftir að þetta var eini staðurinn í Reykjavík sem seldi (með helgarálagi og í gegnum lúgu) eitthvað á föstudaginn langa
Grímur Kjartansson, 28.5.2023 kl. 19:19
Mér fannst bjórinn alltaf áfengari á börunum heldur en í ríkinu. Kannski vegna þess að mér fannst betra að hanga á barnum en í ríkinu ?
Loncexter, 28.5.2023 kl. 20:15
Stefán (#9), ég man eftir slagorði hans "Kjammi og kók". Það hljómaði betur en "Kjammi og rófustappa."
Jens Guð, 29.5.2023 kl. 03:07
Grímur, ég mundi ekki eftir þessu. Áreiðanlega er þetta samt rétt hjá þér.
Jens Guð, 29.5.2023 kl. 03:08
Loncexter, góður!
Jens Guð, 29.5.2023 kl. 03:09
Hvað gátu nú menn gert eftir djammið fyrir bílalúgurnar? Afi bjó í Eyjum, fór þangað í fóstur, enda systkynin 17. Lenti á góðu heimili hjá tveim einhleypum systrum og bróður. Hann sagði oft sögur af Eyjalífinu. Eitt sitt var frændi hans í heimsókn. Þetta gæti verið kringum 1920-1925 ca. Þeir fara út á djammið á laugardagskvöldi og koma glorsoltnir heim um nóttina. Finna sviðakjamma inni í búri, sem þeir fá sér fyrir svefninn. Sviðin suðu systurnar fyrr um daginn og var ætlað í sunnudagsmatinn. Daginn eftir drattast þeir á lappir um hádegi. Þegar þeir mæta eldhúsið situr heimilisfólkið að snæðingi. Restin af sviðunum í matinn. Önnur systirin segir bara: "Strákar mínir, þið eruð búnir að borða."
Sem sagt: málið útkljáð. Það var ekkert verið að kjafta í karlinn, bróðurinn, það sem hafði gerst um nóttina. Annars hefði hann líklega gert allt vitlaust.
Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2023 kl. 00:13
Ingibjörg, takk fyrir skemmtilega sögu!
Jens Guð, 30.5.2023 kl. 08:10
Þetta er nú ekkert Ingibjörg, Kata Jak og co éta allt jafnóðum frá þeim sem varla hafa til hnífs og skeiðar, öldruðum og öryrkjum, fá aldrei nóg og græðgin er ógurleg.
Stefán (IP-tala skráð) 30.5.2023 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.