Jólatiktúrur afa - Fyrsti hluti

  Afi var jólabarn.  Hann hlakkaði alltaf barnslega mikið til jólanna.  Var gífurlega spenntur.  Er jólapakkar tóku að berast í hús átti hann erfitt með að hemja sig.  Hann bar sína pakka inn til sín.  Þar þuklaði hann á þeim fram og til baka.  Aldrei leið á löngu uns við krakkarnir urðum varir við að afi hafði gægst í þá.  Reyndi hann þó að leyna því.  

  Þegar við sökuðum hann um þetta varð hann vandræðalegur og bar fyrir sig langsóttar ástæður.  Er hann gægðist í ferkantaða pakka sagðist hann hafa orðið að ganga úr skugga um að ekki væri um konfekt að ræða.  

  "Maður geymir ekki konfekt hvar sem er," útskýrði afi.  "Það gæti bráðnað ef pakkarnir eru nálægt ofninum." 

  Um rifu á mjúkum pökkum var afsökunin:  "Ég var að færa hann úr stað.  Tók í ógáti of fast á honum.  Bréfið brast.  Þegar ég skoðaði rifuna betur þá rifnaði hún meir.  Jólapappír er orðinn svo aumur nú til dags að það er hneisa!"

  Einstaka sinnum fékk afi konfekt í jólagjöf.  Hann hafði það út af fyrir sig.  Ég spurði af hverju hann biði ekki með sér.  Svarið var:  "Foreldrar þínir fengu líka konfekt í jólagjöf.  Við þurfum þess vegna ekkert að togast á um þessa fáu mola.  En ég skal gefa þér brjóstsykurmola."  Sem hann gerði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,, Tvisvar verður gamall maður barn ,, en hvað skyldi ríkisstjórnin svo gefa öldruðum í dag ? Helst einn á kjaftinn sýnist mér.

Seðlabankinn eyðir tæpum átta milljónum í jólagjafir handa sínu starfsfólki. Hvað vinna eiginlega margir í Seðlabankanum ?

Ef íslensku ruslkrónunni yrði hent út fyrir annan gjalmiðil, væri þá ekki hægt að loka Selabankanum ?

Stefán (IP-tala skráð) 9.12.2023 kl. 20:29

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Bíð spenntur eftir seinni hlutanum og grunar að sá gamli eigi eftir að koma á óvart!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.12.2023 kl. 22:16

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  fyrir ekki svo mörgum áratugum var Seðlabankinn aðeins lítil skúffa í skrifborði í Landsbankanum.  Í dag eru starfsmenn Seðlabankans um 300!   Töluvert fleiri en íbúar Hóla í Hjaltadal og Hofsós til samans! 

Jens Guð, 10.12.2023 kl. 04:22

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  afi kom stöðugt á óvart!

Jens Guð, 10.12.2023 kl. 04:23

5 identicon

Já, báknið stækkar og opinberum starfsmönnum fjölgar stöðugt. Ríkisstjórn Katrínar bætti við ráðuneyti og aðstoðarfólki við ráðherrana með gífurlegum kostnaði. Árangurinn skilar sér í meira aðgerðarleysi og stöðugri verðbólgu. Hvað í ósköpunum hafa 300 starfsmenn að gera í Seðlabankanum annað en að dansa í kring um jólatréð, seðlabankastjóra, trölli sem stelur jólunum.

Stefán (IP-tala skráð) 10.12.2023 kl. 09:31

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stefán, eins og Jens sagði þá eru starfsmenn Seðlabankans um 300, sem þýðir að jólagjafirnar handa hverjum og einum eru rúmlega 26.000 krónur.  að er passað upp  á að þær  lendi innan "SKATTLEYSISMARKA".  Ég get ekki með nokkru móti skilið hvers vegna menn eru að "agnúast", krónan er ekkert annað en GJALDMIÐILL  og gjaldmiðlar eru ekkert annað en gjaldmiðlar og hafa enga sjálfstæða hugsun ÞAÐ ER SLÆM EFNAHAGSSTJÓRNUN FRÁ LÝÐVELDISSTOFNUN SEM GERIR AÐ ÁSTANDIÐ Í EFNAHAGSMÁLUM ER EINS OG ÞAÐ ER EKKI KRÓNAN.  Það kostar mikið að skipta um gjaldmiðil og hvað halda menn að breytist??????

Jens hann af þinn hefur verið alveg sérstaklega sérvitur en mjög skemmtileg týpa og því miður virðist vera að svona menn séu ekki til lengur.  Það virðast flestir vera steyptir í sama mótið í dag........  

Jóhann Elíasson, 10.12.2023 kl. 09:39

7 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  afi var afar sérkennilegur.  Mér þótti hann mjög skemmtilegur.  Ýmsir aðrir höfðu önnur viðhorf.  Afi átti í útistöðum við marga.  Þurfti ekki alltaf mikið til. 

Jens Guð, 10.12.2023 kl. 11:35

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#5),  í Seðlabankanum fer fram ýmis starfsemi eins og í fjölmennum þorpum.  Þarna er eitt glæsilegasta mötuneyti landsins,  prentsmiðja (fyrir innanhússpóst),  þvottahús og allskonar.  Steingrímur Hermannsson sagði frá því í ævisögu að í Seðlabankanum fann hann sér fátt til dundurs.  Hann brá á það ráð að spila golf til að láta tímann líða. 

Jens Guð, 10.12.2023 kl. 13:36

9 identicon

Alltaf gaman að lesa skrif þín Jóhann og að hlusta á þig í útvarpi. Varðandi krónuræfilinn, þá heyrist mér að nánast allir hagfræðingar tali gegn henni í dag, jafnvel líka Lilja að einhverju leiti. Vextir í dag eru að sliga heimilin, bændur, verktaka og fyrirtæki nema einmitt þau 248 fyrirtæki sem eru búin að yfirgefa krónuna. Færeyska krónan er tengd dönsku krónunni sem er tengd evru. Íbúðavextir í Færeyjum eru 4,35 %, en hár á landi eru þeir 12,35 % !! Krónan er sögð stjórna þeim miklu sveiflum sem fara svo illa með allt hér. Vissulega hefur fjármálastjórn hér verið slæm í áratug og meira, enda ekki hagfræðingur setið í stól fjármálaráðherra.  

Stefán (IP-tala skráð) 10.12.2023 kl. 14:49

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stefán, ég veit BARA UM EINN HAGFRÆÐING SEM TALAR GEGN KRÓNUNNI OG ÞAÐ ER DAÐI MÁR KRISTÓFERSSON, sem er varaformaður VIÐREISNAR jú og svo hann Þórarinn Pétursson aðalhagfræðing Seðlabankans en aðra hagfræðing hef ég ekki heyrt tala gagn henni.  Ég hef sagt það áður og stend við það að VAXTAOKRIÐ hér á landi er alls ekki krónunni að kenna.  OG FJÁRMÁLASTJÓRNUNIN HÉR Á LANDI HEFUR EKKI VERÐ SLÆM EINGÖNGU SÍÐASTA ÁRATUGINN HELDUR ALVEG FRÁ LÝÐVELDISSTOFNUN (17. JÚNÍ 1945).....

Jóhann Elíasson, 10.12.2023 kl. 16:33

11 identicon

Ekki er ég hagfræðingur Jóhann, en ég þekki þá nokkra og hef miklar mætur á þeim. Hvað með hagfræðingana Heiðar Guðjónsson, Geir Zoega, Jón Daníelsson, Breka Karlsson, Katrínu Ólafsdóttir og skoðanir þeirra á krónunni ? Einhverjir þeirra komu fram í síðasta Kveiks þætti á RÚV sem var mjög svo áhugaverður og fór greinilega í taugarnar á ónefndum lögfræðingi. Fyrirtæki sem gera upp í erlendri mynt geta tekið lán erlendis á hagstæðum vöxtum, en almenningur situr eftir og borgar hærri vexti og heimilin brenna. Mikil verðbólga hefur alltaf fylgt krónunni og krónan ýtir undir fákeppni, t.d á bankaþjónustu, tryggingamarkaði, eldsneytismarkaði, í landbúnaði og sjávarútvegi. Fákeppni ýtir svo undir einokun, mismunun, hringamyndun og spillingu líkt og viðskiptahömlur. Svo hefur kaupmáttur hér dregist saman um 5,2 % á einu ári. Umræðu hér með lokið hjá mér.  

Stefán (IP-tala skráð) 10.12.2023 kl. 19:53

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Síðasti Kveiksþáttur var mjög umdeildur og ekki sá ég NEINN hagfræðing taka afgerandi stöðu gegn krónunni,  Auðvitað ýtir fákeppni undir einokun, hringamyndun og spillingu eins og þú segir réttilega EN ERU ÞESSIR ÞÆTTIR KRÓNUNNI AÐ KENNA?  Það geta ALLIR tekið lán erlendis en vissulega hafa stór fyrirtæki forskot í þeim málum.  VERÐBÓLGA OG MINNKANDI HAGVÖXTUR SKRIFAST EKKI Á KRÓNUNA HELDUR Á STJÓRNVÖLD SEM EIGA AÐ SJ´UM ALMENNILEGA EFNAHAGSSTJÓRNUN.  Og svo er ég líka hættur wink.......

Jóhann Elíasson, 10.12.2023 kl. 20:24

13 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jens. Af hverju eru menn að tala um krónuna þegar þú ert að skrifa um afa þinn???? Næ ekki þeirri tengingu!!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.12.2023 kl. 10:29

14 identicon

Góð spurning Sigurður. Jens svarar þessu klárlega, en ég svara því til að afar okkar allra notuðu krónur og þurftu margir hverjir að fara sparlega með aurinn og því þurfti að vanda til verka með jólagjafir sem alltaf hafa kostað sitt. Þar sem ég er ekki ,, afi minn ,, eins og Laddi komst að í kvæðinu, þá kann ég ekki að bera krónu gamla tímans saman við krónu nútímans, en afar okkar margra þurftu að þola gengisfellingar og verðbólgur sem kostuðu þá marga eignatap og gjaldþrot. Þannig tengist það beint inn í nútímann og erfið jól bíða margra, ungra sem aldraðra. Stutta svarið er því: Afi hans Jens hefur þurft að fara varlega með krónur við jólagjafakaup og hefur sennilega reiknað út í huganum hvað margar krónur hafi farið í hverja jólagjöf sem hann fékk. Það hefur svo leitt hann í freistingar við að gægjast í pakkana. 

Stefán (IP-tala skráð) 11.12.2023 kl. 11:15

15 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (#13),  vegir bloggsins eru órannsakanlegir!

Jens Guð, 11.12.2023 kl. 13:47

16 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Satt segir þú!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.12.2023 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband