Jólatiktúrar afa - Annar hluti

  Ađferđir afa viđ ađ bjarga ótímabćrum jólagjöfum báru ekki alltaf besta kost.  Eitt sinn fékk hann ílangan jólapakka.  Hann bankađi í kassann,  hristi og kreisti.  Hann taldi sig heyra undarleg hljóđ úr pakkanum.  Ţví fastar sem hann bankađi í kassann ţeim mun undarlegri voru hljóđin.  Á ađfangadag var afi ađ springa úr forvitni.  Er hann opnađi pakkann komu í ljós ţrjár stórar og glćsilegar jólakúlur.  Ţćr voru mölbrotnar eftir barsmíđar afa. Afi kenndi Póstinum um.  

  Er ég var 10 - 11 ára fól afi mér ţađ hlutverk ađ lesa upp úr jólakortum hans.  Sjón hans var ekki nógu góđ.  Ég snéri út úr textanum.  Ţađ var sama hvađ ég "las" undarlegan texta;  afi trúđi öllu.     

  Af einu korti ţóttist ég lesa:  "Viđ óskum ţér međ hálfum huga farsćls komandi árs."

  Afa var hvergi brugđiđ.  Hann útskýrđi:  "Ţarna er Fríđu rétt lýst.  Hún er svo mislynd.  Skelfilega mislynd."

  Úr öđru korti las ég":  "Farsćlt komandi ár en ţökkum ekki fyrir liđiđ."  Afi útskýrđi:  "Ţetta er Jón sonur ţeirra sem skrifar ţetta.  Honum er strítt í skólanum.  Ţess vegna lćtur hann svona."  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Afi minn ţóttist oft ekki heyra hvađ var sagt viđ hann t.d. Ţađ er kominn matur. Ţá sagđi hann: Nć ţví ekki. Ţó svo ađ viđkomandi hćkkađi róminn kom hjá honum: Nć ţví ekki. En ef hvíslađ var: Má ekki gefa ţér einn koníak fyrir mat? Ţá náđi hann ţví!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 17.12.2023 kl. 12:11

2 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  takk fyrir skemmtilega sögu!

Jens Guđ, 17.12.2023 kl. 13:32

3 identicon

Jólalagiđ sem var aldrei jólalag, heldur rifrildi hjóna sem áttu ekki samleiđ.

Fyllbyttan Shane Macgowan á meira sér til ágćtis en ţetta eina lag.

Bjarni (IP-tala skráđ) 17.12.2023 kl. 20:08

4 Smámynd: Jens Guđ

Bjarni, Shane var snilld!  Hann samdi ţetta sem jólalag,  skv wiki.

Jens Guđ, 18.12.2023 kl. 09:44

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurđur I.B, afi ţinn hefur veriđ međ svokallađa "HENTIHEYRN".................. wink

Jóhann Elíasson, 18.12.2023 kl. 13:40

6 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Góđur!

Sigurđur I B Guđmundsson, 18.12.2023 kl. 16:54

7 identicon

Ţađ hafa allir átt afa ( sumir reyndar bara látna ) og margir minnast látinna afa međ söknuđi. Sjálfur er ég svo heppinn ađ vera orđinn afi. Í dag 18 Desember fagnar sjálfur fađir og fyrirmynd Jack Sparrow 80 ára afmćli. Man reyndar ekki hvort Jack Sparrow átti afkomendur, en fyrirmyndin á allavega fimm afkomendur ( fyrir utan Jack Sparrow ) og fimm afabörn. Ţegar hann hefur ekki veriđ ađ sinna börnum, barnabörnum eđa flćkjast um međ sjórćningjum, ţá hefur hann veriđ ađ dunda sér viđ ađ semja mörg bestu og frćgustu lög rokksins, líklega oftast undir einhverskonar áhrifum - Hann lengi lifi ! 

Stefán (IP-tala skráđ) 18.12.2023 kl. 17:59

8 Smámynd: Jens Guđ

Jóhann,  ţetta er frábćrt orđ:  Hentiheyrn!

Jens Guđ, 18.12.2023 kl. 20:52

9 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ég hef ekki séđ myndirnar međ honum en áttrćđur Keith er sprćkur sem lćkur!

Jens Guđ, 18.12.2023 kl. 20:55

10 identicon

Ţađ er mikill sprengikraftur í gítarleik og tónlist Keith og typiskt ađ Reykjanesiđ sprakk á afmćlisdaginn. 

Stefán (IP-tala skráđ) 18.12.2023 kl. 23:31

11 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (#10),  mikiđ rétt!

Jens Guđ, 19.12.2023 kl. 08:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband