21.2.2024 | 21:56
Ánægjuleg kvikmynd
- Titill: BOB MARLEY: One Love
- Einkunn: **** (af 5)
Bob Marley ólst upp í mikilli fátækt á Jamaica. Hann vann sig upp í að verða skærasta, stærsta og í raun eina ofurtónlistarstjarna þriðja heimsins. Súperstjarna ofarlega á lista yfir merkustu tónlistarmenn sögunnar. Kvikmynd um 36 ára ævi hans var fyrir löngu tímabær.
Kvikmyndin stendur undir væntingum. Í og með vegna þess að músíkin er yndisleg. Hljóðheimur (sánd) Kringlubíós er frábær. Sérlega skilar hann bassagítar flottum.
Einstaka sena er allt að því full róleg. Þannig er það með myndir sem byggja á raunverulegum söguþræði. Enski leikarinn Kingslay Deb-Adir túlkar Marley. Hann er ágætur. Honum tekst þó ekki fullkomlega að fanga sjarma Bobs. Það er ómöguleiki.
Blessunarlega upphefur myndin Bob ekki sem breyska guðlega veru. Né heldur ofhleður hana með rasta-trúarbrögðum hans. Sem samt voru stór þáttur í lífi hans.
Margt má segja um myndina gott og misgott. Eftir stendur að ág mæli með henni sem skrepp í kvikmyndahús og upplifa "feel good").
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 7.3.2024 kl. 17:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 1160
- Frá upphafi: 4120979
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1032
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Takk fyrir ritdóminn, Jens. Orðið goðsögn er ofnotað en Bob Marley er goðsögn sem stendur undir nafni.
Wilhelm Emilsson, 21.2.2024 kl. 22:03
Wilhelm, ég kvitta undir þín orð.
Jens Guð, 21.2.2024 kl. 22:22
Alltaf fundist þessi rastafari trúarbrögð stórfurðuleg og hvernig Halle Selassie er svo blandað inn í þetta.
30 ár síðan ég eyddi eða fjárfesti öllu frekar í nokkrum dögum í Nontego Bay. Andi Jamaica er sérstakur svo ekki sé meira sagt, þar voru ákveðnir staðir fyrir útvalda sem áttu skítnóg af peningum, restin var fyrir okkur hin. Það hentaði mér reyndar vel, hef engan áhuga að umgangast þotuliðið.
En eins og þú segir, Marley er LEGEND.
Bjarni (IP-tala skráð) 22.2.2024 kl. 00:13
Átti að vera Montego Bay.
Bjarni (IP-tala skráð) 22.2.2024 kl. 00:14
Ég er sammála því, Bjarni, að rastafari trúarbrögðin eru undarleg en þau eru svosem ekkert undarlegri en önnur trúarbrögð. En það sem máli skiptir er að Bob Marley notaði þau sem efnivið í tónlist sem mun endast jafnlengi og verk Dylans og Shakespeares.
Wilhelm Emilsson, 22.2.2024 kl. 03:12
Bjarni, takk fyrir innleggið.
Jens Guð, 22.2.2024 kl. 08:48
Wilhelm (# 5), ég óttaðist að myndin reyndi að kafa ofan í rastafarian. Einkum vegna þess að ekkja Bobs, Rita, og elsti sonur þeirra, Ziggy, eru meðhöfundar myndarinnar. Sem betur fer duttu þau ekki í þann pytt - þó að oft í myndinni beri rasta á góma.
Jens Guð, 22.2.2024 kl. 08:56
Bob Marley var svo frábær og vinsæll tónlistarmaður að vinsældir raggae tónlistar utan Jamaica snar minnkaðu eftir dauða hans. Reyndar getum við þakkað Eric Clapton það að nafn og tónlist Bob Marleys fór að vekja athygli utan Jamaica. Það gerði Clapton með flutningi sínum á laginu I Shot the Sheriff sem komst á toppinn í Bandaríkjunum árið 1974. Lagið hafði komið út á Wailers plötunni Burnin árið 1973 og þá án vinsælda. Og skrifandi um Eric Clapton, þá kom hann líka bandaríska tónlistarmanninum JJ Cale á kortið með flutningi sínum á lagi hans After Midnight árið 1970 og svo seinna með laginu Cocaine. Lögin urðu bæði mjög vinsæl í flutningi Claptons. Hvað sem svo fólki finnst svo um bítlalagið OB-La-Di-Ob-La-Da, þá samdi Paul það og flutti í ska/raggae takti sem var óþekkt hjá vestrænum tónlistarmönnum þarna árið 1968. Það beindi mörgum forvitnum eyrum að þessari merkilegu tónlistarstefnu frá Jamaica. Bob Marley er auðvitað risi á Jamaica og á hverju ári er afmæli hans haldið hátíðlegt. Það má því búast við miklum hátíðarhöldum á Jamaica þann 6 Febrúar á næsta ári,en þá verða 80 ár liðin frá fæðingu meistarans.
Stefán (IP-tala skráð) 22.2.2024 kl. 10:14
Á eftir að sjá þessa mynd en sá "Fullt hús" og mæli með henni.
Sigurður I B Guðmundsson, 22.2.2024 kl. 10:37
Stefán, takk fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 22.2.2024 kl. 12:15
Sigurður I B, takk fyrir ábendinguna. Ég á eftir að sjá "Fullt hús".
Jens Guð, 22.2.2024 kl. 12:16
Ég skil, Jens. Það væri sennilega ómögulegt að gera góða mynd um Bob Marley án þess að minnast á rastafarian en ánægjulegt að heyra að trúarbrögðin fengu ekki of mikið vægi.
Þegar ég var yngri skildi ég ekki af hverju Bob Marley var alltaf að syngja um Babýlon :) Ég skil þetta aðeins betur núna. "Babylon system is the vampire, yea!"
Wilhelm Emilsson, 22.2.2024 kl. 20:59
Wilhelm (# 12), talsmáti Marleys vakti spurningamerki þegar maður byrjaði að hlusta á hann. Öll þessi orð: Babýlon, I & I, baldhead...
Jens Guð, 23.2.2024 kl. 08:43
Takk fyrir svarið, Jens. Nákvæmlega!
Wilhelm Emilsson, 23.2.2024 kl. 20:56
Mér skilst að Hrafn Gunnlaugsson hafi neitað því að fá Bob Marley á Listahátíð árið 1978 ??? Aftur á móti skilst mér að Örnólfur Árnason hafi reynt að fá Bob Marley á Listahátíðir bæði árin 1979 og 1980 ??? Svo skilst mér að ráðherra úr Framsóknarflokknum hafi haft eitthvað með það að Bob Marley kom aldri til Íslands ??? Nánari upplýsingar óskast ???
Stefán (IP-tala skráð) 25.2.2024 kl. 18:57
Stefán (# 15), ég man eftir þegar þreifingar voru um að fá Mareley á Listahátíð. Mig minnir að þær hafi strandað á kröfu Marleys um að fá að hafa hass með sér.
Jens Guð, 26.2.2024 kl. 08:53
Bob Marley var háður marijuana reykingum og þurfti því að hafa slíkt nesti með sér hvar sem hann fór. Ísland mun hafa verið eina landið sem setti heimsóknar bann á hann vegna þess og þar mun þáverandi dómsmálaráðherra Framsóknarflokksin hafa komið við sögu. Sem betur fer náði ég hljómleikum með Bob Marley þegar ég bjó erlendis og það voru sko frábærir hljómleikar.
Stefán (IP-tala skráð) 26.2.2024 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.