Gullmolar

  Sagan segir að lagið Good Vibration hafi verið samið í sýrutrippi. Hið rétta er að ég samdi það í hassvímu! (Brian Wilson,  Beach Boys)

  Ég var eina manneskjan á Woodstock sem var ekki á sýrutrippi (Joe Cocker.  Hann var "bara" blindfullur). 

  Ég dópaði aldrei.  Djússaði bara.  Mér gast ekki að hugmyndinni að vera stöðugt í slagtogi með lögreglunni! (Robert Wyatt)

  Það skemmtilega við elliglöp er að maður rekst stöðugt á nýtt áhugavert fólk! (Paul McCartney) 

  Einhver líkti því við kynmök við górillu að prófa dóp.  Þú sleppur ekki fyrr en górillan ákveður það! (Peter Tork,  Monkees)

  Ef þú ert svalur þá veistu ekki af því! (Keith Richards)

  Keith gerir út á vorkunn.  Hann reddar sér oft fyrir horn með því að segjast vera heilaskaddaður! (Ronnie Wood,  Rolling Stones)

  Led Zeppelin keppti ekki við neina.  Við vorum besta hljómsveitin.  Enginn gat keppt við okkur! (Robert Plant).

  Lagasmíðar verða að vera mitt lifibrauð.  Ég kann ekkert annað! (Ray Davis,  Kinks)

  Ég verð að vera bjartsýnn.  Annars yrði ég að semja píkupopp og græða sand af seðlum! (Steve Earle).

  Ef þú verður að setja mig í bás þá er uppáhaldsbásinn minn ásatrú. (Neil Young)

  Í 4000 ár hafa skipulögð trúarbrögð reynt að fela þá staðreynd að tunglmánuðirnir eru 13.  Þau reyna að fela töluna 13 af því þau vilja ekki að náttúran sé samkvæm sjálfri sér. (Björk) 

 björk 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Að lesa blogg Jens Guð kemur manni í gott skap. (Sig.I.B.Guðmundsson)

Sigurður I B Guðmundsson, 8.5.2024 kl. 09:10

2 identicon

Þetta passar ekki alveg hjá Robert Wyatt sem flaug út um glugga í LSD vímu og lamaðist, eða hvað, því að þannig hefur sagan allavega verið sögð hingað til. Hitt kann þó að vera sannara að hann hafi frekar verið dauðadrukkinn. Wyatt hefur sagt að slysið hafi sennilega bjargað lífi sínu, að hann hafi verið á góðri leið með að drekka sig í hel eins og hans helsti drykkjufélagi Keith Moon. Nafni hans Robert Plant segir hinsvegar alveg satt að mínu mati, að enginn gat keppt við Led Zeppelin sem var besta hljómsveit í heimi í áratug og auk þess sú vinsælasta. 

Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2024 kl. 09:23

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir það.

Jens Guð, 8.5.2024 kl. 09:40

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  einhvertíma las ég að Wyatt hafi verið dópaður og ætlað að fljúga yfir London.  

Jens Guð, 8.5.2024 kl. 09:44

5 identicon

 Peter Tork  Monkeys hét fullu nafni Peter Halsten Thorkelson athyglisvert. 

Hörður (IP-tala skráð) 8.5.2024 kl. 12:29

6 Smámynd: Jens Guð

Hörður,  pabbi hans var norskur.

Jens Guð, 8.5.2024 kl. 16:23

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Og eins og svo oft áður hér á þessari síðu þinni Jens, er Sigurður með naglann.

Takk fyrir mig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.5.2024 kl. 17:27

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega, Jens! Gaman að fá fínar þýðingar á fleygum orðum rokkaranna, sem minnir mig á að eitt sinn hrópaði áhorfandi að Neil Young þegar hann var að spila með Crazy Horse: "Öll lögin þín hljóma nákvæmlega eins!" Þá mælti Njáll: "Þetta er allt sami söngurinn."

Wilhelm Emilsson, 8.5.2024 kl. 17:50

9 Smámynd: Jens Guð

Ómar,  ég tek undir það!

Jens Guð, 8.5.2024 kl. 18:21

10 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  takk sömuleiðis.  Sagan af Neil Young rifjar upp þegar blaðamaður sakaði Angus Young um að allar tíu plötur Ac/Dc væru alveg eins.  Angus mótmælti því sem algjöru bulli.  Plöturnar væru ellefu og allar eins.   

Jens Guð, 8.5.2024 kl. 18:39

11 identicon

Það má rifja upp að þegar Neil Young var kominn frá Kanada til LA og hljómsveitin frábæra Buffalo Springfield var að taka upp sína fyrstu plötu, þá vildi upptökustjórinn ekki að Neil syngi sín lög sjálfur, sagði hann hinsvegar flottan lagasmið og gítarleikara. Á annari af þremur plötum hljómsveitarinnar söng Neil sín lög svo sjálfur og hefur gert síðan. Betri gítarleikari en söngvari finnst mér, en ég kann samt vel við röddina. 

Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2024 kl. 19:47

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Neil Young er svo sem enginn stórsöngvari en hann hefur einhvern "sjarma" í röddinni og að mínu mati getur enginn túlkað lögin hans betur.  Það sama má segja um marga aðra eins og til dæmis Bob Dylan...

Jóhann Elíasson, 9.5.2024 kl. 11:00

13 identicon

Já, svo sannarlega syngur meistari Bob Dylan með sínu nefi og sést stundum á listum yfir bestu söngvara, jafnvel ofarlega. Meistari Neil Young sést meira á listum yfir bestu gítarleikara. Ringo Starr syngur líka með sínu nefi og George Harrison söng oft ágætlega með sína takmörkuðu rödd. Þá tvo hef ég ekki séð á listum yfir bestu söngvara öfugt við John og Paul sem oft tróna þar við toppinn. Alveg með ólíkindum að þessir tónsmíðameistarar hafi líka haft þessar líka mögnuðu söngraddir.  

Stefán (IP-tala skráð) 9.5.2024 kl. 11:29

14 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 11),  takk fyrir fróðleiksmolann.

Jens Guð, 9.5.2024 kl. 18:37

15 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  ég er sammála þér. 

Jens Guð, 9.5.2024 kl. 18:38

16 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 13),  frábærar söngraddir Johns og Pauls lágu líka ótrúlega vel saman.  Þó annar syngi efri rödd og hinn neðri er víða erfitt í fljótu bragði að greina hvor söng hvað (nema hlusta sérstaklega vel eftir því).  Í einhverjum tilfellum vígsluðu þeir röddum svo lítið bar á er leið á lag.   

Jens Guð, 9.5.2024 kl. 18:49

17 identicon

I prefer handsome man, but for you I make exception. Janis Joplin to Leonard Cohen.

Þau áttu sínar nætur á Chelsea hotel í New Yorke, þar sem (mögulega) Sid myrti Nancy.  Sögufrægt  hótel.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.5.2024 kl. 19:08

18 Smámynd: vaskibjorn

Fu.. you cafteinn tom,sagði Frank Zappa við David Bowie þegar sá síðarnefndi spurði hvort hann fengi lánaðan gítaristann Adrian Belew í ca.2-3 vikur í upptökur á Lodger.

kv.Björninn

vaskibjorn, 9.5.2024 kl. 22:10

19 identicon

En svo fór að (Kapteinn Tom) David Bowie náði gítarsnillingnum Adrian Belew til að spila í sjö lögum á Lodger og í framhaldi af því túraði Belew með Bowie á hljómleikaferðinni Isolar II Tour. Tólf árum seinna túraði Belew svo aftur með Bowie á hljómleikaferðinni Sound+Vision Tour. 

Stefán (IP-tala skráð) 10.5.2024 kl. 08:20

20 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 10.5.2024 kl. 08:49

21 Smámynd: Jens Guð

Vaskibjörn,  Zappa góður!

Jens Guð, 10.5.2024 kl. 08:50

22 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 19),  þú veist allt um Bowie!

Jens Guð, 10.5.2024 kl. 08:52

23 Smámynd: vaskibjorn

Frank Zappa var að útdeila nótnablöðum á tónl.æfingu,trymbillin Terry Bozzio fanst sýn blöð eitthvað tómleg og kvartaði.Tveimur dögum seinna rétti okkar maður Bozzio tvö þétt skrifuð nótnablöð.Bozzio lítur á þau og segir,this is just a black page,gott svarar Zappa þá er komið nafn á verkið.Bozzio æfði þetta verk 15 min. à dag í tvær vikur þar til hann náði því,seinna spilaði gítarsnillingurinn Steve Vai þetta verk og einhverjir örfáir hafa lagt í það á píanó.

Kv.Björninn

vaskibjorn, 10.5.2024 kl. 10:11

24 Smámynd: Jens Guð

Vaskibjörn (# 23),  takk fyrir skemmtilegan fróðleik.

Jens Guð, 10.5.2024 kl. 10:42

25 identicon

Ég var einmitt að hlusta í gærkvöldi á snilldarverkið Hot Rats með Frank Zappa, náði líka að sjá hann á hljómleikum. Mikill meistari sem oft klippti hljómleikaútgáfur inn í studio upptökur með góðum árangri, ekki síst frábær gítarsóló sín frá hljómleikum. Þannig er t.d. hið magnaða tvöfalda albúm Sheik Yerbouti að mestu live upptökur sem hljóma eins og studio upptökur. Frank Zappa var einn af þeim sem sendi frá sér of margar plötur að mínu mati, stundum þrjár plötur á ári og sumar þeirra hefðu aldrei átt að koma út. 

Stefán (IP-tala skráð) 10.5.2024 kl. 12:47

26 Smámynd: vaskibjorn

Hot Rats er algjört meistaraverk og þá er Over-Nite sensation ekki síðri,en við upptökur á þeirri plötu var hann með þrjár,guggur,í bakröddum,þær stóðu sig fyrna vel,sérstaklega ein sem lagði sig mikið fram um að gera hlutina rétt og vel.Hún varð seinna meir frekar fræg og hét Tina Turner

ps.Að hafa séð meistara Zappa á tónleikum verður ekki toppað Stefán,ég hefði viljað ná því.

Kv.Björninn

vaskibjorn, 10.5.2024 kl. 15:49

27 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ha ha ha. Frábær saga af Angusi Unga (0:

Wilhelm Emilsson, 10.5.2024 kl. 20:18

28 identicon

Ég get sagt vaskabirni að ég hef líka verið á AC/DC hljómlikum, en fyrir minn smekk var Frank Zappa helmingi skemmtilegri. Af öðrum ofantöldum hef ég líka verið á hljómleikum með Rolling Stones, Robert Plant, Ray Davies, Neil Young, Björk, Bob Dylan þrisvar og David Bowie tvisvar, en vá hvað ég hefði viljað vera á hljómleikum með Paul McCartney. 

Stefán (IP-tala skráð) 11.5.2024 kl. 12:45

29 Smámynd: vaskibjorn

I am just a singer in rock band,trying to make it.Sagði Mick Jagger við vegfaranda á Isafirði hérna um árið...

Kv.Björninn

vaskibjorn, 13.5.2024 kl. 13:12

30 identicon

,, I walked in on David Bowie and Mick Jagger naked in bed together and I said, did you guis have a good night ,,   Angie Bowie

Stefán (IP-tala skráð) 13.5.2024 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband