Viðbjóðslegasta grilluppskrift sumarsins

  pizzur

  Þessa dagana eru dagblöðin full af grilluppskriftum og tillögum um sitthvað varðandi grill.  Fyrirsagnirnar eru: "Tilvalið að grilla pitsur með banönum,  ís og súkkulaði" eða "Tilvalið að grilla pitsur með súra þorramatnum".  Ógeðslegasta uppskriftin er í dagblaðinu Sólarhring (24 stundum) í dag (fimmtudag).  Ég hef ekki taugar í að lesa nánar hvernig lagt er til að uppskriftin sé framkvæmd en fyrirsögnin er:  "Tilvalið að grilla pitsur með börnunum".

  Að vísu er kreppa, börnin dýr í rekstri og það má alltaf búa til önnur börn þegar kreppunni lýkur.  En samt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Það er nú kreppa !!!

Röggi (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Heidi Strand

Ég hef borðað ömmupitsu .
Einu sinni keyptum við ömmusteik og hún stóð undir nafni, hún var svo seig.

Heidi Strand, 28.5.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ítölsk kreppa kom til íslands fyrir allmörgum árum síðan

Ómar Ingi, 29.5.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Skattborgari

haha grilla pítsu með börnunum góður þessi ekki myndi ég vilja borða hana. Bestu pítsunar í stórmörkuðunum eru án efa Chicaco town.

Skattborgari, 29.5.2008 kl. 00:55

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Það má reyna að bjóða kreppu-fólki upp á allan fjandann.... hana, takið þetta og étið´a svo.....

Lilja G. Bolladóttir, 29.5.2008 kl. 01:57

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Eigum við að giska á að það sé svona ca ár síðan Jens borðaði pizzu síðast, og svona ca 2 dagar síðan hann borðaði sviðakjamma á BSÍ.

S. Lúther Gestsson, 29.5.2008 kl. 08:36

7 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 29.5.2008 kl. 10:46

8 Smámynd: Róbert Tómasson

Það er sagt að syndir feðrana bitni á börnunum, en er þetta ekki fulllangt gengið.

Róbert Tómasson, 29.5.2008 kl. 11:57

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Áttu börnin að vera heil eða niðursneidd á pizzunni? Það spaugilegasta við grill er þegar karlmenn sem aldrei snerta á neinu í eldhúsinu heima hjá sér og gætu ekki hitað vatn án þess að brenna það við, spretta fram sem fullskapaðir grillmeistarar og meina öðrum aðgang að grillinu.  Það er líklegt að grillið kæmi í hlut húsmóðurinnar ef það stæði ekki út í garði heldur væri hluti af græjunum í eldhúsinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2008 kl. 12:21

10 identicon

Pitsa með börnum............. jahérna.......nei takk æ veistu ég er bara saddur.............fyrir lífstíð.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:37

11 Smámynd: Líney

Barnapizzur eru ábyggilega betri undir tönn en ömmupizzur;)

Líney, 29.5.2008 kl. 13:02

12 identicon

Mér fannst best að það átti að byrja að grilla botninn og bæta svo álegginu ofan á. Hjá mér fá börnin ekki að koma nálægt heitu grillinu.

þetta er allt sé gott grillað er misskilningur á háu stigi. Ég man fyrir nokkrum árum þá kom út matreiðslumappa sem maður bætti í uppskriftum einu sinni í mánuð. Þar var allt borið fram með pasta eða grillað. Meðal annars grilluð kindabjúgu, og á næstu síðu var steikt lifur með pasta. Æi ég féll aldrei fyrir þessum tveimur réttum, kannski hef ég fari á mis við mikið

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:44

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og bestu kveðjur yfir til þín elsku Jensinn minn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.5.2008 kl. 20:17

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

 ég hélt að það væru bara góðærið og byltingin sem borðuðu börnin sín....

Haraldur Davíðsson, 29.5.2008 kl. 20:26

15 identicon

Búa til ný þegar kreppunni líkur! Dæmigerður karl, veistu ekki að þá þurfa karlarnir kannski að yngja upp, konur fara nefnilega ólíkt körlum úr barneign með tímanum?

ha ha (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 21:00

16 identicon

er ekki í lagi eða varst þú að sleppa af hæli.Ég held að þetta með að þú ættir að hugsa hvað þú ert að skrifa og segja

Solla (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:59

17 Smámynd: Jens Guð

  Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið og innlegg í umræðuna. 

  Ha ha,  kreppan varir ekki það lengi að konur fari umvörpum úr barneign.  Þar fyrir utan verða þær óléttar 9 mánuðum fyrir fæðingu.

  Solla,  það er ekki allt í lagi.  Bara svo það sé á hreinu.  Varðandi spurninguna um hæli þá vitna ég í Engla alheimsins:  "Kleppur er víða."  En er ekki til of mikils mælst að þegar fólk skrifar og segir eitthvað þá þurfi það líka að hugsa?  Hvernig væri að slá aðeins af kröfunum?   

Jens Guð, 30.5.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband