Skúbb! Færeysk tónlistarhátíð

  budamangelikaYggdrasil1_0405

  Fyrstu helgina í október verður haldin viðamikil færeysk tónlistarhátíð á Stokkseyri.  Fjöldi helstu færeyskra hljóðfæraleikara,  söngvara og hljómsveita munu troða upp.  Þar á meðal verða djasshljómsveitin Yggdrasil undir forystu píanistans Kristian Blak,  þjóðlagahljómsveitin Kvönn með fiðlusnillinginn Angeliku Nielsen í fararbroddi og rokksveitin Búdam.  

  Eivör og Kári Sverrisson hafa skipst á að syngja með Yggdrasil.  Ég veit ekki hvort þeirra sér um sönginn í þetta skiptið.  Búdam hefur verið líkt við blöndu af Tom Waits og Nick Cave

  Ég reyndi að finna á netinu eitthvað um þessa færeysku tónlistarhátíð á Stokkseyri.  Án árangurs.     

  Plötur með Yggdrasil,  Kvönn og Búdam fást í versluninni Pier í glerturninum við Smáratorg - og eflaust víðar.  Í Pier var líka að koma ný sending af tveimur plötum Viking Bands saman á einni geislaplötu.

  Í tónspilaranum á www.bless.blog.is eru nokkur lög með Búdam.

  Á www.myspace.com/angelikanielsen eru nokkur lög með Angeliku Nielsen.

  Á www.kristianblak.com er heilmikill fróðleikur um Yggdrasil. 

Efsta ljósmyndin er af Búdam.  Fyrir neðan eru myndir af Angeliku Nielsen (til vinstri) og Yggdrasil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, væri gaman að setja þetta í Vikuna, á dagskrársíðuna en þar er vakin athygli á ýmsum uppákomum, leiklist, myndlist, nýjum sjónvarpsþáttum og slíku. Á morgun byrja ég að vinna vikuna 2. okt. - 8. okt. og væri frábært að fá eitthvað meira um tónlistarhátíðina, m.a. tímasetningar. Ég er með netfangið gurri@birtingur.is ef þú nennir að senda mér eitthvað.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.9.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Sæll Jens. Ertu að skúbba stokkseyri.is ?   Athyglisverð færeysk veisla framundan, - þess virði að bregða sér yfir Hraunsána. kv. Lýður

Lýður Pálsson, 22.9.2008 kl. 23:58

3 Smámynd: Jens Guð

  Lýður,  takk fyrir að benda mér á stokkseyri.is.  Ég vissi ekki að sú bloggsíða væri til.  Ég var bara að sækja færeyska diska í Fjörkrána í Hafnarfirði þegar mér var sagt lauslega frá þessari færeysku hátíð.  Nú hef ég aflað mér betri og nákvæmari upplýsinga um færeysku veisluna og blogga um hana á morgun (þriðjudag).

Jens Guð, 23.9.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband