7.10.2008 | 21:43
Kvikmyndarumsögn
Handrit: Óskar Jónasson og Arnaldur Indriðason
Leikstjórn: Óskar Jónasson
Helstu leikendur: Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Lilja Nótt og Jörundur Ragnarsson
Einkunn: **** (af 5)
Myndin segir frá blönkum fjölskyldumanni (Baltasar) sem smyglar spíra til landsins að undirlagi fláráðs "vinar" (Ingvar E.). Framvindan er að mestu fyrirsjáanleg en blönduð óvæntum atburðum. Einhversstaðar sá ég myndinni lýst sem spennu-grínmynd. Grínið fór framhjá mér. Ég veit ekki hvar það átti að vera. En spennan var í fínu lagi.
Samtöl eru óvenju eðlileg miðað við aðrar íslenskar kvikmyndir. Leikur, persónur og senur eru trúverðugar. Samt var ég ekki alveg að kaupa vonda kallinn, hrottann (Jóhann, ég man ekki hvers son). Hann er aðeins of vinalegur á svipinn. Ég var heldur ekki að kaupa upprisu konu smyglarans (Lilja Nótt) eftir að hún átti að hafa verið myrt.
Smygl á spíra hljómar eins og eitthvað sem er komið framyfir síðasta söludag. Er einhver að smygla spíra í dag? Er spíri ekki of fyrirferðarmikill til að slíkt borgi sig á tímum landabruggs og nettra dóppakkninga?
Þessar aðfinnslur mega ekki hljóma eins og mínus er skiptir einhverju máli. Alls ekki. Þetta eru léttvæg atriði. Myndin er góð skemmtun; hröð, æsileg, viðburðarík og vel heppnuð í flesta staði. Ég mæli eindregið með henni sem góðri haustupplyftingu í efnahagsþrengingum Jóns Ásgeirs og Björgólfs.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 8.10.2008 kl. 00:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
Nýjustu athugasemdir
- Hlálegt: Jósef, það er margt til í þessu hjá þér! jensgud 25.7.2025
- Hlálegt: Það heitir Opal fyrir norðan en Obal fyrir sunnan. jósef Ásmundsson 25.7.2025
- Hlálegt: Guðjón, góður! jensgud 25.7.2025
- Hlálegt: Það á að banna fólki að rifja upp bláa Ópalinn á svo laumulegan... gudjonelias 24.7.2025
- Hlálegt: Ingólfur, bestu þakkir fyrir þennan góða fróðleik. jensgud 24.7.2025
- Hlálegt: Ég get heldur betur komið með upplýsingar úr innsta hring um þe... ingolfursigurdsson 24.7.2025
- Hlálegt: Sigurður I B, margir eru sama sinnis. Vandamálið er að það in... jensgud 24.7.2025
- Hlálegt: Sakna ennþá bláa Opalsins. sigurdurig 24.7.2025
- Hlálegt: Stefán, fólk þarf að passa sig á líminu! jensgud 24.7.2025
- Hlálegt: Stjórnarandstaðan límdi sig saman með heimskulegu og tilgangsla... Stefán 24.7.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 8
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 963
- Frá upphafi: 4151176
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 756
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Jens.. 4 stjörnur af 5 og þú náðir ekki gríninu... rólegur karlinn ;)
Óskar Þorkelsson, 7.10.2008 kl. 21:47
2 og hálf af 4 stjörnum , ekkert að því að kíkja á hana en ekki nærri eins góð og vel gerð eins og Mýrin
Ómar Ingi, 7.10.2008 kl. 21:51
Hvernig endar hún?
S. Lúther Gestsson, 8.10.2008 kl. 00:51
Óskar, ég varð lítið var við grínið. En það er allt í lagi. Þetta er spennumynd og virkaði fín sem slík.
Ómar, ósköp ertu spar á stjörnurnar. En ég er sammála að Mýrin sé betri. Reyndar ein besta mynd íslensku kvikmyndasögunnar.
Sigurður Lúther, ég held að það sé allt í lagi að kjafta frá endinum. Ég reiknaði strax honum eins og hann er: Að smyglið á spíranum tekst.
Jens Guð, 8.10.2008 kl. 01:12
Jensguð auli, takk fyrir að eyðileggja myndina fyrir mér.
Fáviti.
Einar (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:26
Hlakka til að sjá þessa mynd.
Mér finnst Mýrin ofmetin og tilgerðarleg á köflum þrátt fyrir að hún sé vel gerð og umfangsmikil.
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:57
Bíddu. Hvaða bygging er þetta hægra megin við hausinn á Balta, frá okkur séð?
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:58
Einar, þú ert einstakur! Að það eyðileggi fyrir þér myndina að hið augljósa sé upplýst: Spírasmyglið lukkast. Þú ert ekki kröfuharður. Eins gott að þú sért ekki búinn að lesa bókina.
Birkir, byggingin er Hús verslunarinnar við Kringluna.
Jens Guð, 10.10.2008 kl. 16:30
Ertu viss? Gnæfir það svona svakalega? Alla vega, þá er þetta krúttleg viðleitni til a búa til Reykjavík skyline.
hehehehe
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.