Frábær hönnun - hagkvæm og snjöll

uppfinning 1uppfinning 7uppfinning 19

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já þú gætir sómað þig vel hjá IKEA

Ómar Ingi, 25.10.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stigaskúffurnar eru snilld. Merkilegt að þetta skuli ekki sjást víða, einfalt og hagkvæmt. Verið að gjörnýta dautt pláss

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En rúmið...hmmm. Ég sé það fyrir mér hoppa eins og kengúra við ákveðnar athafnir

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  það er ekki óska djobbið hjá mér að vinna hjá IKEA.  En vissulega myndi ég sóma mér vel þar.  Og geri það reyndar stundum.  Í borðsalnum að snæða lax eða Londonlamb.

  Gunnar,  ég er sammála undrun yfir því að stigaskúffurnar skuli ekki vera algengar á heimilum.  Hinsvegar sýnist mér gormarnir undir rúminu vera það stöndugir að lítil hætta sé á öðru en þeir gefi smá hossing.  Ja,  en sennilega fer það eftir því hvað læti í rúminu geta farið úr böndunum. 

Jens Guð, 26.10.2008 kl. 00:23

5 identicon

Sæll

Þar sem þú ert tónlistar-gúrú langar mig til þess að vita hvort þú þekktir eitthvað danskar rokkhljómsveitir frá

ca. 1965. Á óljósar minningar um hljómsveit sem var nafn hennar var eitthvað tengt aðalsnafni. (Lord, Baron......) ?

Hvar er best að náægast plötuna Krákuna með Eyvöru ? Getur þú hjálpað ? Kveðja Árni

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:40

6 Smámynd: Jens Guð

  Árni,  ég var 9 ára 1965 og uppteknari af því að leika mér að leikfangabílum en fylgjast með dönsku rokki.  Ég ár reyndar einhversstaðar hnausþykka bók um danska rokkmúsík eftir Jan Sneum.  Ég skal á næstu dögum vita hvort ég finn hana.

  Ég er ekki tónlistargúrú.  Samt veit ég að "Krákan" með Eyvöru fæst í versluninni 12 Tónum á Skólavörðustíg.  Það er flott plata. 

Jens Guð, 26.10.2008 kl. 01:02

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Æðislegar myndir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.10.2008 kl. 01:06

8 identicon

Mér finnst stigaskúffurnar rosalega sniðugar, fæ mér svoleiðis þegar ég kaupi mér hús...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 01:54

9 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  ég er sammála.

  Ása,  fyrst kaupirðu stigaskúffurnar og þá áttu þær til þegar þú kaupir hús.  Bíddu hinsvegar í nokkra mánuði.  Íbúðarverð er að hrynja þessa dagana.  Þú sparar milljónir á að bíða í örfáa mánuði.

Jens Guð, 26.10.2008 kl. 02:34

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já þetta með rúmið.... ég gaf mér það nú að það væri hnikkt almennilega á. Fálmkennt og hikandi fikt er ekkert að virka  

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.