5.11.2008 | 00:51
Veitingahús - umsögn
- Staður: Bautinn, Akureyri
- Réttur: Svartfugl
- Verð: 2620 krónur
- Einkunn: **** (af 5)
Bautinn er einn af bestu veitingastöðum landsins. Þar hefur í áranna rás verið á boðstólum spennandi réttir á borð við kengúrukjöt, hreindýr, krókódíll og fleira sem ekki er á borðum Íslendinga dags daglega. Ætíð matreitt á óaðfinnanlegan hátt.
Með svartfuglinum mátti einnig greina nokkrar þunnt skornar sneiðar af gæsabringu. Kjötið var meirara, safaríkara og mýkra en ég hafði reiknað með. Virkilega gott. Meðlæti var bragðgóð villibráðarsósa - að ég held með soði úr svartfuglskjötinu - brúnaðar (sykraðar) kartöflur, smjörsteiktur laukur, sveppir og gulrætur, svo og, ja, ég held títuberjasultu.
Allt matreitt eins og best var á kosið. Ferska salatið var ekki spennandi: Iceberg og smávegis af rauðrófum. Á móti kom að með aðalrétti fylgir salatbar. Hann er veglegur. Í minningunni var hann ennþá meira spennandi fyrir 15 - 20 árum. Þá var hann besti salatbar landsins. Ég átta mig þó ekki á muninum. Man bara að hann var alveg meiriháttar.
Köldu sósurnar á salatbarnum eru gráðostasósa, kotasælusósa og appelsínusósa. Ég sakna þúsundeyjasósu og franskrar sósu (þessarar bragðgóðu appelsínugulu). Sem betur fer passar (heldur þunn) appelsínusósan mjög vel við svartfugl. Ef ég hefði fengið mér eitthvað annað en svartfugl hefði ég lent í vandræðum með að velja sósu við hæfi.
Ferska salatið með svartfuglinum var iceberg og rauðkál. Meðlætið úr salatbarnum var áhugaverðara.
Með aðalrétti fylgir val á rjómalagaðri sveppasúpu og/eða glærri grænmetissúpu. Ég fékk mér grænmetissúpu. Hún var bragðgóð með skörpu karrýbragði. Með henni var hægt að velja úr góðu úrvali af brauði. Ég er ekkert að maula brauð með svona veislumat. Þannig að það skipti ekki máli.
Með svartfulgi á að þamba rauðvín. Og helst mikið. Flaska af spænsku rauðvíni kostaði 3210 kr.
Ljósmyndin efst er ekki frá Bautanum.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 00:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 861
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Ég fer oftast á greifann þegar ég fer norður enda snilldarstaður.. en ég prufaði Bautann síðast og var ekki svikinn.. það kæmi mér ekki á óvart að veitingastaðirnir fyrir norðan séu almennt betri en fyrir sunnan.. miða við höfðatölu að sjálfsögðu ;)
Óskar Þorkelsson, 5.11.2008 kl. 00:55
Óskar, ég hef oft snætt á Greifanum og alltaf verið sáttur. Hlutfallslega eru akureyrskir veitingastaðir betri en sunnlenskir. Í þessari ferð fór ég ekki á Friðrik V. Það er meiriháttar toppstaður. En aðeins of dýr fyrir mitt peningaveski.
Jens Guð, 5.11.2008 kl. 01:07
það er fínn thaistaður þarna sem ég álpaðist á síðast.. fékk svakalega fína tom yum pla súpu þar.. betri en sú sem ég fékk í Bangkok um árið :)
Óskar Þorkelsson, 5.11.2008 kl. 01:14
Óskar, ég fór á tailenskan stað á Akureyri sem heitir, ja, að mig minnir Krue Siam. Alveg snilldar staður. Ég ætti kannski að skrifa færslu um þann stað.
Jens Guð, 5.11.2008 kl. 01:21
endilega, það er staðurinn :)
Óskar Þorkelsson, 5.11.2008 kl. 01:28
Krua siam þýðir ekkert annað en thailensk eldhús :D gaman að því.. krua thai er í rvk og er einnig mjög góður.. en umhverfið er margfalt betra fyrir norðan.. en höldum okkur við Bautann núna :)
Italski staðurinn undir Bautanum tilheyrir Bautanum, sömu eigendur.. alltaf troðið þar þegar ég hef farið norður.
Óskar Þorkelsson, 5.11.2008 kl. 01:33
Óskar, ég hef ekki kíkt á ítalska staðinn fyrir neðan Bautann. Er ekkert fyrir ítalskan mat. Ég man eftir þessum stað fyrir mörgum árum þegar hann gerði ekki út á ítalskan mat. Mig hálf minnir að hann hafi heitið Smiðjan og var veislulegri en Bautinn.
Hvar er Krua Siam í Reykjavík? Ég er alveg til í að kíkja þangað eftir að hafa fengið góða máltíð á Krua Siam á Akureyri.
Jens Guð, 5.11.2008 kl. 02:11
Hef fengið mér lunda á Bautanum og verð að hrósa þeim fyrir þennan eðalrétt, sem var samt talsvert ódýrari fyrir ekki svo löngu. Annars finnst mér þetta ekki mikið fyrir svona díryndis mat. Það eina sem var antiklæmax var skyndibitafílingurinn í salnum sjálfurm. Ég hefði viljað soldið meira prívat og kósíheit í stíl við matinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 02:22
Greifinn var líka klassastaður þegar ég heimsótti hann fyrir nokkrum árum. Hann hefur vafalaust farið í gegnum einhver eigendaskipti síðan. Kannski að maður kíki þangað næst þegar maður skottast yfir Lágheiðina.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 02:25
Krua Siam er bara á Akureyri, Krua Thai er í Reykjavík.
Svartfuglinn á Bautanum hefur mér alltaf þótt einstaklega góður réttur og verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég smakkaði hann þar fyrst. Svo hefur nú Bautasneiðin aldrei svikið mig, namm, namm.
Guðmundur A. (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 09:11
Ég hef oft farið með kettinum mínum á andskothans Bauthann og hann hefur alltaf gefið gengilbeinunum þar fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
Og eitt sinn var ég með skagfirskri stelphu, sem vann á helvíthis Bauthanum. Gef henni fjóra og hálfa stjörnu.
Þorsteinn Briem, 5.11.2008 kl. 12:29
Vissulega laga þeir þokkalegan mat á Bautanum en mannasiðirnir og viðskiptahættirnir eru ekki nógu góðir. Ég bauð minni heittelskuðu í mat þar á liðnu sumri og við pöntuðum rjómalagaða humarsúpu. Við fengum hana en í henni var nákvæmlega enginn humar, bara smávegis rækjudrasl. Við kvörtuðum við þjónustustúlkunar sem voru þægilegar og fríðar sýnum, en þær þráuðust við og sögðu að svona væri þetta bara - hún er "humarlöguð" sögðu þær, litlu skinnin. Við ítrekuðum óánægju okkar og þá viðurkenndu þær að fjöldi gesta hefði kvartað yfir þessari ósvífni en kokksi vildi hvorki breyta mat né matseðli. Vörusvik, Jens, þetta heita vörusvik - og stilltu hóli þínu í hóf.
Baldur Hermannsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:20
Noh! Ég sýni gott fordæmi og tek hálfa stjörnu af þessari skagfirsku.
Ég er humar, sagði rækjan í buxunum.
Þorsteinn Briem, 5.11.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.