Klósetttískan í dag - Já, og burt með spillingarliðið!

klósettfyrirfatlaða

  Heidi Strand benti mér á þessa skemmtilegu klósettaðstöðu fyrir fatlaða í Ranavík í Sunnhornlandi í Noregi.  Mér varð á að hlæja eins og fífl.  Fötluðum í Ranavík er hinsvegar ekki hlátur í huga.  Þeim þykir aðstaðan vera niðurlægjandi fyrir sig.  Einkum eru þeir fötluðu verulega ósáttir við gluggann á klósettherberginu.  Þeir hafna ábendingu um að glugginn sé mikilvægt öryggistæki.  Ef eitthvað kemur fyrir fatlaða á klósettinu,  til að mynda að þeir falli á gólfið og liggi þar ósjálfbjarga,  sé gott að vegfarendur geti séð það og kallað á aðstoð.

  klósettið í svefnherberginu

  Þetta klósett er í svefnherbergi í Hveragerði.  Frúin á heimilinu segir að þau hjónakornin hafi ekkert að fela.  Aðrar heimildir herma að gestir séu tregir til að nota þessa aðstöðu.

  klósett-gullfiskar

  Sá sem hannaði þetta klósett bendir á hagræðinguna við það að vatnið í fiskabúrinu endurnýi sig í hvert sinn sem sturtað er niður.  Það er fín sía í botni vatnskassans sem hindrar að fiskarnir sturtist niður með vatninu.  Hönnuðinum og framleiðandanum til mikilla vonbrigða hefur þetta klósett ekki náð þeim vinsældum sem vonast var til. 

klósett-tvö

  Þessi klósettaðstaða fyrir gesti er á veitingastað í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.  Ég hef ekki komið til N-Karólínu en vinafólk mitt sem er búsett þar segir að alvanalegt sé þar um slóðir að tvö til þrjú klósett séu staðsett hlið við hlið á þennan hátt á veitingastöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

WC

Ómar Ingi, 5.11.2008 kl. 20:20

2 identicon

Á kvennaklósettinu á Kaffi Kúltúra á Hverfisgötu eru tvö klósett hlið við hlið. Finnst það agalega hentugt, svona fyrir stelpurnar sem fara saman að pissa!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Skattborgari

Falleg klósett sérstaklega það í hveragerði og með gullfiskunum væri til í þannig heim til mín.

Þetta klósett fyrir fatlaða er bara fyndið.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 5.11.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég vorkenni nú fiskunum að búa í klósettkassa. Nóg er slæmt fyrir þá að kúldrast í búri hvað þá þessi ósköp.

Bæði munnvik lyftust við lesturinn, takk fyrir skemmtilegan klósettfræðslupistil.

Rúna Guðfinnsdóttir, 6.11.2008 kl. 00:05

5 Smámynd: Heidi Strand

Ný útgáfa af innlit og útlit.

Heidi Strand, 6.11.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.