12.11.2008 | 23:58
Samanburður á veitingastöðum
- Réttur: Beikon og egg
- Staður 1: Fitjagrill í Njarðvík
- Einkunn: ***
- Verð: 980 krónur
- Staður 2: Vitaborgarinn, Ármúla 7, Reykjavík
- Einkunn: **
- Verð: 850 krónur
- Staður 3: Flugterían, Reykjavíkurflugvelli
- Einkunn: *
- Verð: 1150 krónur
Eðli málsins samkvæmt fær málsverðurinn egg og beikon ekki hærri einkunn en 3 stjörnur af 5 mögulegum. Þetta er ekki merkilegur matur. Með þeirri afmörkun fær hann svo gott sem fullt hús, 3 stjörnur, eins og hann er afgreiddur í Fitjagrilli í Njarðvík: 2 spæld egg, vænn skammtur af beikonsneiðum, franskar kartöflur, 2 hálfskornar vel ristaðar fransbrauðssneiðar, smjör og hrásalat í sósu.
Beikonið er steikt þannig að það krullast upp og er stökkt. Fyrir bragðið sýnist það á disknum vera meira en það er. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort beikonsneiðarnar eru 10 eða 12. Þær vefjast saman í benduflóka. Franskar kartöflur eru ekki merkilegur matur en passa þokkalega vel með eggi og beikoni. Það er alveg nóg að hafa þessar 2 hálfskornu brauðsneiðar með. Það léttir á sterkju beikonsins að fá hrásalatið með.
Í Vitaborgaranum eru beikonsneiðarnar 12 steiktar þannig að þær eru mjúkar (ekki uppkrullaðar). Spældu eggin eru 2, ristaðar hálfskornar og þokkalega ristaðar brauðsneiðar 4 með smjöri og 2 sneiðar af skornum tómati.
Í Flugteríunni eru hálfskornu brauðsneiðarnar sömuleiðis 4 og illa ristaðar. Ekkert smjör. Beikonsneiðarnar eru 7 og temmilega steiktar mjúkar. Tvö spæld egg. Þessi skammtur jaðrar við að vera okur. Í flugteríunni á Akureyri er ekki boðið upp á egg og beikon en mér virðist sem þar sé verðlag gegnum gangandi um 30% lægra en í flugteríunni í Reykjavík. Og margt á Akureyri áhugaverðara. Svo sem pönnukökur, rosalega góðar og matmiklar kjötlokur og rúgbrauð með reyktum laxi.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Samgöngur | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 33
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1055
- Frá upphafi: 4111616
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 884
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég er farinn að hafa verulegar áhyggjur af matarræðinu hjá þér.
S. Lúther Gestsson, 13.11.2008 kl. 00:10
Mikill er nú heiður minn að koma í kjölfar þessara tveggja miklu grínista hér að ofan, fer bara hjá mér!
En lyfti nú aðeins brúnum yfir þessum skemmtilega samanbuðri félagi Jens, hef aldrei á minni löngu ævi upplifað að borða franskar með egginu og svínafleskinu!Hef reyndar ekki látið hið síðasttalda inn fyrir mínar varir í mörg herrans ár, kann mun betur að meta eggið með góðu hangiáleggi eða skinku.En þá helst heima hjá mér, hef held ég aldrei keypt mér spælt egg nema einu sinni í kóngsins Köbenhavn, í útisjoppu! Kalt með brauði og þykkri skinku, eiginlega svona einhvers lags smurbrauðsdæmi, ef hægt er að kalla það slíkt. Snæddi svo sneiðina með vænum vatnssopa af himnum ofan, gerði þennan svaka skúr á meðan snætt var!
Þú verður brátt gerður að sérstökum áróðursmeistara fyrir Akureyri með þessu áframhaldi hehe, en satt segir þú annars, rosalegt verðlag er þetta!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.11.2008 kl. 00:32
Örn, jú, ég er að grínast. En öllu gríni fylgir dramantísk alvara.
Sigurður Lúther, fátt passar betur með fylleríi en egg og beikon. Bæði á meðan á fylleríi stendur og ekki síður daginn eftir.
Maggi, ég get með góðri samvisku mælt með Flugteríunni á Akureyri. Að vísu er verðlagið á bjórnum þar í hærra lagi. Annað er hinsvegar þar á góðu verði og í háum gæðaflokki. Kemur jafnvel vel út í samanburði við bestu flugteríur erlendis.
Jens Guð, 13.11.2008 kl. 01:29
Maturinn á flugteríunni í Reykjavík hefur verið 30-50% dýrari en annarstaðar og fjörutí frósent dýrari en á Akureyri. Það má með sanni segja að þetta er okurbúlla, en ekki nóg með það bæði matur og kaffi eru virkilega vont. Ótrúlegt að Flugfélagið grípi ekki inn í taumana. Mér er kunnugt að Flugterían hefur verið á lista hjá neitendasamtökunum fyrir okur. Sleppum bara að versla þar.
Pálmi Óskarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.