15.12.2008 | 23:18
Upphaf bresku pönkbyltingarinnar III
1. desember 1976 komst breska pönkið óvænt rækilega upp á yfirborðið. Það var þegar hljómsveitin Queen forfallaðist á síðustu stundu er hún átti að spila í beinni útsendingu á sjónvarpsþættinum Today. Í tímahraki var pönksveitin Sex Pistols fengin í viðtal í staðinn.
Viðtalið fór fljótlega úr böndum og innan skamms var klippt á útsendinguna. Orðbragð liðsmanna Sex Pistols og söngkonunnar Siouxie (& The Banshees) þótti fara yfir strikið. Ég er ekkert að setja hér inn klippu af viðtalinu. Það er ekkert merkilegt. Nema fyrir þær sakir að grandvör breska þjóðarsálin fékk hland fyrir hjartað. Það greip um sig allsherjar móðursýki. Daginn eftir loguðu símalínur fjölmiðla vegna innhringinga hneykslaðra sem voru í áfalli. Forsíður dagblaðanna voru undirlagðar hneykslunarorðum.
Nú vissi breskur almenningur af Sex Pistols og pönkinu. Næstu daga kepptust fjölmiðlar við að uppfræða almenning ennþá betur um pönkið. Allir töluðu um pönkið allsstaðar. Nýjar pönksveitir spruttu upp eins og gorkúlur. Velsóttum pönkhljómleikum fjölgaði hratt.
Síðustu helgina í janúar 1977 komu út smáskífan (Get a) Grip (on Yourself) með The Stranglers og 4ra laga plata með The Buzzcocks. Lagið með The Stranglers er hér að ofan en lagið Breakdown með The Buzzcocks er hér fyrir neðan.
Liðsmenn helstu pönksveitanna voru ein stór fjölskylda. Eða þannig. Einn stór kunningjahópur. Margir höfðu áður spilað saman í öðrum hljómsveitum eða áttu eftir að spila saman í öðrum hljómsveitum. Þetta lið hélt hópinn bæði á sameiginlegum hljómleikum og í frítíma.
The Stranglers stóðu fyrir utan þennan hóp og voru ekki eiginlegir pönkarar. Og þó. The Stranglers voru hluti af pönkbyltingunni og settu sterkan svip á hana.
Hljómsveitin The Buzzcocks gaf sjálf út plötuna sína. Á þann hátt varð hún fyrirmynd ótal annarra pönksveita sem töldu Gerðu-það-sjálf/ur (Do It Yourself) hugmyndafræði pönksins ná yfir plötuútgáfu.
Fyrsta breska pönklagið: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999
Upphaf bresku pönkbyltingarinnar II: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949
Þessi mynd er af The Buzzcocks. Undir myndbandinu með The Stranglers er mynd af The Stranglers.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt 16.12.2008 kl. 00:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég á mjög erfitt með að skilja munin á því sem er pönk og ekki pönk. Mér finnst mörkin eitthvað svo óljós. Madness voru nú einhvern tíman titlaðir ska pönkarar og Smith en báðar þessar hljómsveitir eru með hljóðfæraleikara innanborðs sem eru vandaðari en gengur og gerist með pönkhljóðfæraleikara. Strangles voru alltaf pönkarar í mínum augum ... allaveganna er lagið Nice and sleasy fyrir mér dæmigert pönk og hvernig þeir framkvæmdu það þegar þeir mótmældu ágangi feminista með því að fá nektarfyrsætur til að strippa fyrir sig á tónleikum.
Brynjar Jóhannsson, 16.12.2008 kl. 06:20
Ég á mjög erfitt með að skilja munin á því sem er pönk og ekki pönk. Mér finnst mörkin eitthvað svo óljós. Madness voru nú einhvern tíman titlaðir ska pönkarar og Smith en báðar þessar hljómsveitir eru með hljóðfæraleikara innanborðs sem eru vandaðari en gengur og gerist með pönkhljóðfæraleikara. Strangles voru alltaf pönkarar í mínum augum ... allaveganna er lagið Nice and sleasy fyrir mér dæmigert pönk og hvernig þeir framkvæmdu það þegar þeir mótmældu ágangi feminista með því að fá nektarfyrsætur til að strippa fyrir sig á tónleikum.
Brynjar Jóhannsson, 16.12.2008 kl. 06:20
Stranlers voru sko ekki vandaðar kveðjurnar í 24 Hr. Party People - voru kallaðir "wankers" af einhverjum...
Breska pönkið, í mínum augum, er svona í hnotskurn:
70's: Wire voru langbestir
1980-1985: Fall voru langbestir
Ég meina: Wire voru orðnir 'post-punk' strax árið 1977. Gerðu 3 næstum því fullkomnar plötur og HÆTTU svo. Voru hataðir af pönkurum fyrir það eitt að vera á Pink Floyd labelinu 'Harvest'. Mesta pönk í heimi er auðvitað að pönka á móti pönki!
Það er svo varla hægt að finna vonda sekúndu frá og með 'Grotesque' (1980) til og með 'This Nation's Saving Grace' (1985). Var eitthvað annað í gangi á Englandi en The Fall, sem tekur því að minnast á, á þessu tímabili? Ég held bara ekki...
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:54
Ég held samt að þú sért að fara með smá fleypur hérna. Siouxie Sioux talaði ekkert í viðtalinu, en stjórnandinn (sem var fullur, að vanda) reyndi við Soo Catwoman sem einnig tilheyrði fylgdarliði Pistols, 'The Bromley Contingent'. Í því voru meðal annara Sid Vicious og Billy Idol.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.12.2008 kl. 13:18
Það er hárrétt hjá þér Jens að kyrkjararnir voru ekki pönkarar, enda má flokka þeirra afurðir undir músík (sbr. þetta frábæra lag sem þú settir þarna inn) ólíkt þessu ömurlega sexpistols fyrirbæri. Að kalla Nice and Sleasy dæmigert pönk er að mér að öllu leyti óskiljanlegt. Þar heyri ég hljóðfæraleik, laglínu og söng, en ekki rafmagnstruflanir og skaðræðisöskur.
Sveinn (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:09
Var það Siouxie?
Oh well. Þið munið þetta betur en ég, ég var nú ekki fæddur. ;-)
Á þennan þátt einhverstaðar á tölvutæku formi.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.12.2008 kl. 20:19
Brynjar, mörkin voru og eru ekki skörp á milli pönks og þeirra sem voru í útjaðri pönkbylgjunnar. Í sumum tilfellum réðist staðsetningin af því í slagtogi með hvaða öðrum hljómsveitum viðkomandi voru og hvaða afstöðu þeir sjálfir höfðu til þess sem þeir voru að gera. Það er að segja hvort þeir flokkuðust sem pönkarar eða nýbylgjurokkarar.
Það hefur verið aðeins of langt seilst að kenna Madness við pönk. En þar voru mörk líka óljós. Á pönkárunum spruttu upp hljómsveitir sem spiluðu pönkað ska og pönkað reggí. Sumar hljómsveitir byrjuðu sem pönk en færðu sig yfir í ska-rokk eða reggí-rokk. The Police var dæmi um slíkt. Í verulega mörgum tilfellum spiluðu helstu pönksveitir einnig ska og reggí. Hérlendis voru og eru Fræbbblarnir gott dæmi um þetta og reyndar verulega gott dæmi um þverskurð af pönksenunni.
Færni á hljóðfæri ekki útgangspunktur í pönki. Á hinn bóginn hefur góður hljóðfæraleikur eða söngur aldrei verið nein hindrun fyrir því að menn spili eða syngi pönk. Fjarri því. Ótal marga góða hljóðfæraleikara og söngvara er að finna í sögu pönksins.
Óskar, það var margt fleira áhugavert í gangi á þessum tíma en Wire og The Fall. Til að mynda PIL, Killing Joke, XTC, The Jam, Dead Kennedys, Crass...
Einar, þetta er rétt hjá Helga Briem. Þar fyrir utan er ekki margt sem ég klikka á í þessum kafla rokksögunnar. Þegar þarna var komið í sögu fékk maður framvinduna beint í æð. Ja, miðað við þeirra tíma aðstæður: Ekkert internet, bresku poppblöðin komu frekar seint í búðir og íslenskir fjölmiðlar fjölluðu ekki um pönk nema til að halda því fram að pönkið væri dautt.
Sveinn, án Sex Pistols hefði ekki orðið til þessi dásamlega breska pönkbylting. Og án Sex Pistols hefðu Kyrkjararnir tæplega náð þeim árangri sem raun varð á. Ég er ósammála því að Sex Pistols hafi verið ömurleg hljómsveit. Þvert á móti var þetta mögnuð hljómsveit og ein sú merkasta í rokksögunni. Fyrsta - og eina alvöru - plata Sex Pistols, Never Mind the Bollock, er ofarlega á mínum lista yfir bestu plötur sögunnar. Flott lög og yndisleg músík.
Ég á líka nokkra "bútlegg" diska með Sex Pistols þar sem Johnny Rotten átti til að öskra glæsilegar en á nefndri plötu.
Jens Guð, 16.12.2008 kl. 20:59
Sex Pistol og The Clash voru þær hljómsveitir sem mörkuðu það sem varð dæmigert pönk. The Stranglers voru ekki dæmigert pönk. En pönk fyrir því.
Sveinn (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.