Einn léttur

  Afi og amma sátu saman í stofusófanum.  Þau sögðu yfirleitt ekki neitt við hvort annað nema þegar þau þurftu að nöldra yfir einhverju.  Þess í stað sátu þau þegjandi og létu tímann líða.  Skyndilega slær amma afa utan undir með flötum lófa.  Afa er brugðið og horfir í forundran á ömmu.  Þegar hann hefur jafnað sig spyr hann:  "Hvað átti þetta að þýða?"

  Amma svarar ofur rólega:  "Þetta er fyrir að hafa aldrei veitt mér almennilegt kynlíf í öll þau 60 ár sem við höfum verið saman frá fermingaraldri.  Bara alltaf þetta sama lélegasta kynlíf í heimi."

  Afi þegir niðurlútur og skömmustulegur.  Að nokkrum tíma liðnum slær hann ömmu utan undir með flötum lófa.  Amma hrekkur við og spyr:  "Hvað er að þér maður?  Ertu orðinn vitlaus?  Hvað á þetta að þýða?"

  Afi svarar:  "Þetta er fyrir að þú skulir þekkja muninn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já gömlu góðu dagarnir haha.... það er þó eitt sem ekki hefur kannski breyst; að karlmaðurinn ber bæði ábyrgð á ánægju beggja í kynlífi? ;)

Ari (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband