31.12.2008 | 14:20
Gjöfulasta tímabil íslensku rokksögunnar - Úrslit í skoðanakönnun
Að undanförnu hef ég haldið úti skoðanakönnun um besta og frjóasta tímabil íslensku rokksögunnar. Röðin á tímabilunum hefur ekkert breyst frá því greidd atkvæði voru innan við 100. Nú hafa 580 atkvæði skilað sér í hús og engin ástæða til að halda könnunni lengur í gangi. Niðurstaðan er þessi:
1. Bubba-byltingin/Rokk í Reykjavík (Utangarðsmenn, Fræbbblarnir, Tappinn...) 32,2%
2. Hippatímabilið (Trúbrot, Náttúra, Eik...) 20,9%
3. Bítlatímabilið (Hljómar, Dátar, Óðmenn...) 18,4%
4. Upphafsárin á sjötta áratugnum (KK, Siggi Johnny, Þorsteinn Eggerts, Raggi Bjarna...) 14,8%
5. Harðkjarninn (Mínus, Bisund, I Adapt, Gyllinæð...) 5,2%
6. Gruggið (Botnleðja, Noise...) 4,8%
7. Rappið (Rottweiler, Quarashi, Sesar A...) 3,6%
Þarna var ekki verið að velja hljómsveitirnar sem slíkar heldur tímabilið. Nöfn hljómsveitanna eru einungis höfð með til að auðvelda kjósendum að staðsetja tímabilið. Gaman væri að heyra viðhorf ykkar til útkomunnar.
Næst set ég inn skoðanakönnun um besta íslenska jólalagið. Þið ykkar sem hafið ekki þegar komið með tillögu um besta jólalagið megið endilega nefna uppáhalds jólalagið ykkar. Lagið verður að vera íslenskt. Lög úr nýafstaðinni jólalagakeppni rásar 2 eru ekki gjaldgeng.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
Nýjustu athugasemdir
- Erfiður starfsmaður: Þegar ég las um þennan erfiða starfsmann fannst mér ég kannast ... Stefán 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Bjarni, góður! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Starfsmaður var ráðin til vinnu og stóð sig þokkalega. Það var ... Bjarni 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Jóhann, Nonni lærði sína lexíu af þessu. Nú tortryggir hann a... jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Sigurður I B, takk fyrir skemmtilega sögu! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Nonni hefði átt að athuga með manninn sem átti að vera rafvirki... johanneliasson 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Vinur minn sem var að vinna við lyftu á Kleppi var mikill grall... sigurdurig 5.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður Þ, heldur betur! jensgud 4.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Mikið djöf sem þetta er flott lag með Jerry Lee Lewis og Náru ... Sigurður Þórólfsson 3.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður I B, svona fyndinni skemmtisögu hendi ég ekki út! jensgud 29.10.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 4
- Sl. sólarhring: 963
- Sl. viku: 1681
- Frá upphafi: 4108902
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1440
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það er einhver mótsögn í þessari niðurstöðu. Hvernig getur fæðing rokksins, ekki verið frjóasta djöfulasta tímabil rokksögunar? Án fæðingar er ekkert líf. Rokkið fæddist kannski ekki hér á Íslandi, en rokkið á Íslandi gerði það.
Siggi Lee Lewis, 31.12.2008 kl. 15:10
gjöfulasta ætlaði mér að tjá yður.
Siggi Lee Lewis, 31.12.2008 kl. 15:10
þetta tímabil hjá bubba og co er það gjöfulasta því aldrei hafa komið fram á sjónarsviðið jafnmargar hljómsveitir og þá.. þetta ætti að svara spurningunni þinn SLL
Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 15:13
Bubba æðið var bara loftbóla. Bubbi og félagar hefðu aldrey orðið þekktir fyrir rokktónlistarflutning ef rokkið hefði aldrey byrjað. Svo einfalt er það félagi Óskar.
Siggi Lee Lewis, 31.12.2008 kl. 15:48
ég veit ekki alveg hvernig þú skilur þetta kæri félagi SLL.. en það var talað um tímabilið.. Bubbi var bara einn partur af þessu tímabili því tugir ef ekki hundruðir hljómsveita spruttu upp á þessum tíma og spilaði ég meðal annars í 3 eða 4 sveitum á stuttum tíma. Slepptu bara bubba út úr jöfnunni ef þér líður eitthvað betur .. útkoman er samt hin sama..
Óskar Þorkelsson, 31.12.2008 kl. 16:00
Félagi Óskar: Þín útkoma dvínar töluvert ef þú sleppir Bubbinu, svo ég myndi ríghalda í það.
Siggi Lee Lewis, 31.12.2008 kl. 22:06
Til SLL: Það er ekki samasemmerki á milli frumkvöðla á einhverju sviði og þess hvenær viðkomandi svið er í mestum blóma. Það sést glöggt þegar saga lista og menningar er skoðuð. Frjósmasta tímabil í bókmenntum var ekki þegar fyrstu bækurnar voru skrifaðar. Frjósamasta tímabil í kvikmyndasögu var ekki þegar fyrstu kvikmyndir voru framleiddar. Til að skýra þetta betur skulum við taka dæmi úr öðru:
Það er ekki hægt að segja að brauðmenning Íslendinga hafi náð hæstum hæðum þegar fyrstu bakaríin voru opnuð á Íslandi. Úrval og framboð á brauðmeti hefur verið miklu meira síðar
Sveinn (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 23:54
Sveinn (eða Svenni sem mér finnst nú flottara): Ég set samasemmerki við frumkvöðla og rokkara að sjálfsögðu. T.d er Elvis Presley konungur rokksins að flestra mati. Ég get sett samansemerki á milli hans og upphaf rokksins. Hann hefði í fyrsta lagi aldrey sungið rokk, ef rokkið hefði ekki verið komið til sögunnar.
Ég reyndar skil ekki hvers vegna ég er að útskýra þetta fyrir ykkur Svenni minn og félagi Óskar. Þetta er eitthvað svo borðliggjandi...
Siggi Lee Lewis, 1.1.2009 kl. 13:33
Svenni: Bókmenntir og Rock n Roll eru andstæður, svo ekki koma með bókmennta líkingu inn í þessa umræðu...Í bæ guðanna
Siggi Lee Lewis, 1.1.2009 kl. 13:35
og brauð? ? Gleðilegt ár Svenni minn!
Siggi Lee Lewis, 1.1.2009 kl. 13:36
SLL ertu ekki að rugla saman orðaskilning ?
Gjöfult = eitthvað sem gaf mikið af sér, sbr gjöful mið.
frjósamt = eitthvað sem getur gefið af sér.. en er ekkert endilega að gefa af sér..
mér finnst þetta svo borðliggjandi að ég skil ekki afhverju þú skilur þetta ekki SLL
Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 13:51
SLL upphaf tónlistarstefnu segir ekki til um hvenær tónlistarstefnan nær hámarki í vinsældum eða gefur mest af sér á annan hátt. Þetta er mismunandi á milli landa. Rappið byrjaði í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum en varð ekki útbreitt og vinsælt fyrr en á níunda áratugnum. Hérlendis varð ekki til rappbylgja fyrr en 2000/2001.
Jóhannes (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:18
Trommuleikarinn Svavar heitinn Gests upplifði upphafsár rokksins, bítlaæðið, hippaárin og Bubbabyltinguna. Hann skrifaði mikið um rokkmúsík í blöð og tímarit, gaf út plötur, var með hljómsveit, gerði útvarpþætti og svo framvegis. Ég kynntist honum vel þegar ég var að byrja að skrifa um músík á áttunda áratugnum. Kom oft við á skrifstofu SG-hljómplatna og naut þess að ræða við hann um músík. Með okkur tókust góð kynni. Meðal annars hringdi hann ósjaldan í mig og spilaði fyrir mig upptökur af plötum sem hann var að fara að gefa út. Eða sendi mig til Sigurðar Árnasonar, upptökustjóra hans, til að hlusta á upptökur.
Svavar fékk mig meðal annars til að hanna plötuumslag fyrir fyrstu sólóplötu Bjögga Gísla, gítarsnillings. Bjögga þótti mitt umslag þó vera of galgopalegt og fékk Alfreð Flóka til að afgreiða umslag meira í þeim stíl sem Bjöggi leitaði eftir. Gott umslag út af fyrir sig en seldi ekki plötuna. Öfugt við það sem mitt umslag hefði gert.
Förum ekki nánar út í það. Bjöggi Gísla er frábær og Svavar var líka merkilegur maður í rokksögu Íslands. Svavar fullyrti við mig að Bubba-byltingin/Rokk í Reykjavík hafi verið mesta æði = frjóasta tímabil íslensku rokksögunnar. Svavar ítrekaði þessa skoðun sína í blaðagrein í tímaritinu Mannlífi.
Jens Guð, 3.1.2009 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.