23.3.2009 | 21:34
Hatrömm og illvíg deila, skemmdarverk og eignaspjöll
Í Vogum er stærsta og fallegasta vatn Færeyja (jú, vatn getur víst verið mis fallegt. Það fer eftir umgjörð þess). Flestir kalla það í daglegu tali einfaldlega Vatnið. Aðrir kalla það Leitisvatn. Enn aðrir kalla það Sörvogsvatn. Vegna sívaxandi straums erlendra ferðamanna til Færeyja var fyrir ári síðan gripið til þess ráðs að merkja vegvísi með nafninu Leitisvatn og setja upp skammt frá flugstöðinni í Vogum.
Íbúar í Sörvogi brugðust ókvæða við. Þeir eru harðir á því að ef vatnið heiti eitthvað annað en Vatnið þá sé það Sörvogsvatn. Þeir áköfustu ganga svo langt að þeir hafa ítrekað fjarlægt vegvísinn. Hann er jafnharðan settur upp aftur og hafður þeim mun sterkbyggðari sem hann er oftar fjarlægt. Ekkert dugir samt skiltinu til verndar. Skemmdarvargarnir nota greinilega öflugri tækjabúnað eftir því sem skiltið er stöndugra.
Svo rammt kveður að þessu að skiltið fær aldrei að standa óáreitt lengur en í hæsta lagi viku. Oftar er það þó horfið 3 - 4 dögum eftir að það er sett upp. Lögreglan sinnir málinu illa sem ekkert og liggur undir grun um að vera hlutdræg.
Íbúar Sörvogs vita hverjir standa að hvarfi skiltisins, hverjir fjármagna vinnuna við að fjarlægja það og hverjir framkvæma. En þeir standa saman og kjafta ekki frá. Þeim verður heitt í hamsi þegar málið ber á góma. Þykir merkingin vera ófyrirgefanleg svívirða.
Nafnið Sörvogsvatn kemur fyrir í eldri heimildum en Leitisvatn. Leitisvatn kemur fyrst fyrir í skráðum gögnum 1898. Síðan hefur það nafn notið stöðugt vaxandi vinsælda í skráðum gögnum og menn vilja meina að sé í dag ráðandi nafn á vatninu, hvort sem er á landakortum, ferðabæklingum eða öðru.
Færeyski þjóðarsnapsinn heitir Lívsins vatn. Þar er um orðrétta þýðingu á Ákavíti að ræða. Það þarf enginn að deila um Lífsins vatn.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Ferðalög, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 79
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 1454
- Frá upphafi: 4118981
Annað
- Innlit í dag: 64
- Innlit sl. viku: 1118
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Mætti ekki leysa þetta með því að skrifa á skiltið, "Sörvogsvatn á næsta Leiti".
Róbert Tómasson, 23.3.2009 kl. 22:18
Takk fyrir síðast, Róbert. Það hafa komið fram uppástungur um málamiðlun, til að mynda að hafa bæði nöfnin á skiltinu. Því er algjörlega hafnað af deilendum. Kannski getur þín uppástunga verið lausn. Hehehe!
Jens Guð, 23.3.2009 kl. 22:58
Skondin saga.
Minnir á Mývetninga í deilum um Hverfell/Hverfjall. Seinast þegar ég kom þar var búið að krota yfir -ja- og setja e f. ofan. HverfEll skal það heita. (enda eldra formið víst)
Frænka mín í Svíþjóð keypti jörð á Skáni f. nokkrum árum, býr þar í raun nú (en líka í Lundi), jörðin hét Onslunda en henni fannst sniðugt að hafa líka skilti með beinni þýðingu á íslensku, eða Óðinslundur. Það var umsvifalaust fjarlægt af heimamönnum á laun. Þýddi ekkert að reyna aftur að setja það upp aftur.
p.s. reddaðu mér einni svona Lívsins vatn þegar þú kemur næst frá Fjáreyjum gamli. ;)
Ari (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 00:05
Ari, ég skal bjóða þér upp á Lívsins vatn áður en árið er á enda. Ég veit ekki hvort ég fer á G!Festival í ár eða Ólavsvöku. Íslenska krónan er óhagstæð gagnvart ferðalagi til Færeyja. Ég á pening í færeyskum banka og get brúkað hann. Í gær fékk ég upphringingu frá færeyskum tónlistarmönnum sem vill setja upp færeyska hátíð á Íslandi í ágústbyrjun. Þeir geta gripið með sér Lífsins vatn. Þetta er nokkuð bragðsterkur en bragðgóður snaps. Ég heiti þér snaps af Lívsins vatni á þessu ári.
Jens Guð, 24.3.2009 kl. 01:09
Geri ráð fyrir því að Lívsins vatn sé einnig góður fægilögur og afskaplega sótthreinsandi.
S. Lúther Gestsson, 24.3.2009 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.