Hundaníðingar á krossara

Hundar og krossarar1Hundar og krossarar2Hundar og krossarar 3Hundar og krossarar 4

  Ég var beðinn um að vekja athygli á framferði þessa 19 ára hafnfirska pilts sem myndirnar eru af og vinar hans.  Eftirfarandi texti um atburðarrás fylgdi myndunum.  Þar segir frá konu sem fór að venju með hundana sína tvo (rottweiler og íslenska fjárhundsblöndu) og var svo yndæl að taka Heru (blanda) hundinn með sér. 

  Konan lagði bílnum á vanalegum stað, um 400m frá fjörunni, tók hundana út úr bílnum í taum og gekk að fjörunni. Þar voru drengir að leika sér á krossara og fjórhjóli, en fjórhjólsmaðurinn hvarf fljótlega af vettvangi.
 
  Konan gekk framhjá drengjunum og lengst eftir fjörunni áður en hún ákvað að sleppa hundunum.
Hundarnir skiptu sér ekkert af drengjunum á krossurunum og leika sér, þefa og pissa hér og þar, eins og hundum er lagið.

  Gamanið fékk snöggan endi þegar drengirnir á krossurunum óku greitt í áttina að þeim, augljóslega til að ögra hundunum sem æstust allir upp og hófu að elta hjólin. Þeir stoppuðu hjólin, biðu þangað til að hundarnir voru komnir nálægt (þöndu vélina til að vekja athygli og æsa hundana) og gáfu að lokum allt í botn og spændu af stað. 

  Konan reyndi og reyndi að vekja athygli strákanna og biðja þá um að stoppa svo hún gæti náð hundunum en allt kom fyrir ekki!


  Það þarf varla að nefna hversu hættulegt er að keyra á ofsa hraða á krossara
með ÞRJÁ hunda allt í kring. Hundar eru ekki fyrirsjánlegir, og það er ALDREI hægt að fara of varlega þegar þeir eru annars vegar. Tek það líka fram að konan þurfti sjálf að snúa sér undan þegar ökumenn krossaranna spýttu sandi og sjó yfir hana sjálfa.

  Ég vil ekki hugsa dæmið til enda hefði annar hvor drengjanna keyrt á einhvern hundinn og skotist af krossaranum.....

  Loks urðu hundarnir þreyttir
og gáfust upp á þessum hættulega leik og eltu konuna í bílinn.
Hún átti svo langt samtal við drengina tvo (19 ára frá Hafnarfirði - megið lesa yfir þeim ef þið þekkið þá) sem virtust engan veginn gera sér grein fyrir því hversu hættulegt athæfið var.  Konan var mjög reið.

  ÞAR AÐ AUKI hafa þessir drengir eyðilagt mikla og erfiða þjálfun sem það er að fá hunda OFAN AF þeirri hugsun að elta ökutæki á fullri ferð. Flestum hundum er eðlislægt að elta það sem hratt fer, hægja á því, leika við það eða róa niður. Núna þurfum við  að byrja upp á nýtt að kenna hundinum sjálfstjórn í svona kringumstæðum.
  Þvílíkt ÖMURLEGT þegar sú mikla vinna sem maður hefur lagt í þjálfunina er eyðilögð af einhverjum bjánum á krossara.

  Drengirnir sögðust hafa verið ÍTREKAÐ KÆRÐIR fyrir vítaverðan akstur en ALDREI neitt verið gert í málunum!


mbl.is Lést eftir rifrildi í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein sona nett spurning þar sem þetta er náttlega heimskulegt hjá þessum strákum og allt þannig. En hvernig er það hefði konan ekki bara getað farið með hundana eithvað annað fyrst hún er að kenna þeim að elta ekki ökutæki og sér að þarna sé eins og þú segir að þeir hafi það í eðli sínu að elta það sem hratt fer. En ætla samt ekkert að skafa af þvi að þetta eru bara vitlisingar þarna á ferð.

Guðni G (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 18:52

2 identicon

Ertu ekki fulldramatískur að kalla þá hundaníðinga?  Ég býst nú passlega við að hundarnir hafi haft gaman af þessu enda mikill leikur í öllum vel uppöldum hundum.  Svo það er afar ósanngjarnt að kalla þá hundaníðinga.

Heimskulegt er athæfi drengjanna en það er óþarfi að saka þá um verri hluti en gjörningur þeirra gefur til kynna

jonas (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:21

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þessir ökuníðingar eiga heima í steininum.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 19:24

4 identicon

Það er nattla munur þar á þar sem þeir voru ekki þar þegar hún kom ?!

Og það er ólöglegt að vera á hjólum þar og þeir eiga sinn hjólastað annarstaðar, sem er of frosinn.....

María (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:49

5 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Maður á ekki að leika sér með eða að konum, börnum og dýrum annarra.

En þeir eru ekki hundaníðingar bara ökuníðingar.

Hringdi konan strax á lögregluna eða lét hún hana vita samdægurs og lagt fram kæru vegna dýraníðs, eða á bara að badmoutha þessa drengi á netinu?

Hjalti Sigurðarson, 31.3.2009 kl. 20:12

6 identicon

Þakka þér fyrir Jens að vekja athygli á þessu atviki og stuðla þannig að fólk sem stundar slík ökutæki fari í auknum mæli að taka tillit til annarra á svæðinu. Ég á einn hundanna sem elti krossarana, en vinkona mín var úti með sína hunda tvo og var svo indæl að taka minn með. 

Haft var samband við lögregluna samdægurs, og sagði lögreglan að ekkert væri hægt að gera í málunum þar sem við hefðum ekki myndir af drengjunum hjálmlausum, engin nöfn og ekki sæjust númer á ökutækjunum. Þeir voru samt augljóslega ólöglegir þarna þar sem þeir eru á númerslausum hjólum og á opnu svæði, en slík hjól verða að vera á lokaðri braut. Strákarnir tóku það líka fram þegar hún ræddi við þá að þeir hefðu verið "kærðir svona þúsund sinnum en löggan gerir sko bara ekki neitt í því!" (nánast orðrétt frá öðrum drengjanna)

Þannig að við tókum þá ákvörðun að vekja athygli á því hvað þetta getur verið STÓRhættulegt, í gegnum öflugasta miðil nútímans; Internetið. Það er ekki ætlun okkar að "badmoutha" þessa drengi sérstaklega (enda höfum við ekki nöfn né andlit), en að sjálfsögðu erum við að gagnrýna slíka hegðun!

Ef að e-mailar sem við höfum sent, blogg sem hafa birst á netinu eða umræður sem hafa skapast á spjallborðum internetsins verða til þess að EINN ökumaður slíks tækis hægir á sér, drepur jafnvel á vélinni og kemur í veg fyrir slíkan eltingarleik, er hálfur sigur unninn :)

Vafalaust hefði hún getað gert ýmslegt betur í þessum aðstæðum. Hún hefur margfarið yfir það sem gerðist og kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að hefðu drengirnir haldið sig á sínu svæði, og hún á sínu - hefðu engin vandamál orðið! Hundarnir sóttu ekki í hjólin, heldur hjólin í þá!! Auðvitað á að sýna tillitssemi, hvort sem maður er ökumaður, hestamaður eða hundamaður. Hver segir að ökutæki og hundar geti ekki deilt sömu RISA stóru fjörunni ef að allir taka tillit? 

Þetta var afskaplega, afskaplega leiðinlegt atvik og vona ég að allir sem þetta lásu taki upp umræðu um það við eldhúsborðið heima hjá sér og spyrji jafnframt sjálfa sig að því hvað þeir hefðu gert í slíkum aðstæðum. Þessir strákar eru þar að auki með bílpróf (að öllum líkindum) og ef þeir haga sér svona á krossara, þá vil ég ekki hugsa til þess hvernig þeir haga sér þegar þeir keyra um skólahverfi borgarinnar!!! 

Að kalla þá hundaníðinga er full gróft, en ökuníðingar eru þeir klárlega!!

Þrátt fyrir allt, er ég þakklát fyrir það að enginn slasaðist, hvorki hundar né menn.

Jóhanna (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:54

7 identicon

það er svona fólk sem á ekki að eiga krossara því þeir eru að skemma fyrir hinum sem eru ekki að þessu fólk sem er ekki að þessu þetta er að bitna á þeim mest !!

binni (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:08

8 Smámynd: Jens Guð

  Guðni,  ég veit ekkert meira um málið en það sem kemur fram í textanum.  Ég les út úr frásögninni að konan fari daglega á þennan stað með hundana.  Kannski hefur hún gert það til margra ára.  Og líkast til án þess að nokkuð líkt þessu hafi gerst.  Hún hefur verið grandalaus fyrir að strákarnir tækju upp á því að atast í hundunum.  Ég skil vel að hún hafi ekki séð það fyrir.  Enda eru engin smábörn og óvitar á krossurum.  Eða,  jú,  þó þessir drengir séu 19 ára og þar með harðfullorðnir menn eru þeir klárlega óvitar.

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 21:50

9 Smámynd: Jens Guð

  Jónas,  við höfum líkast til ekki alveg sama skilning á orðinu níðingur í þessu samhengi.  Ég er fæddur og uppalinn í sveit.  Þar voru þeir sem komu illa fram við dýr kallaðir níðingar.  Ef verið var að atast í dýrum að óþörfu (til dæmis siga hundum án ástæðu á kindur nágrannans),  rugla þau í ríminu,  spilla tamningu og svo framvegis voru gerendur kallaðir níðingar. 

  Þarna kemur fram að löng og ströng þjálfun á hundunum hafi verið eyðilögð.  Ég fletti upp í orðabókum.  Þar er meðal annars gefið upp að það að níða sé að rífa niður,  rjúfa,  skemma og nuggast við e-h.  Jafnframt að níðingur sé sá sem böðlast,  lætur dólgslega,  sýni óþokkaskap,  er lúalegur,  ódrengur og hákarl styttri en 5 álnir.

  Þetta á allt við um drengina og háttalag þeirra nema það síðasttalda.

  Það er jákvæð túlkun - en þó kannski rétt - að hundarnir hafi haft gaman að þessu.  Mér segir samt hugur að þeir hafi æst sig upp úr öllu valdi,  talið um óvinveitta framkomu að ræða og viljað hrekja óvininn á brott.  Verið reiðir og allt annað en glaðir í bragði.

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 22:12

10 identicon

Eg trui ad hundarnir hafi haft eitthvad gaman af thessu. En thetta snyst ekki um hvad hundi thykir hresst og hvad ohresst. Thetta snyst um gjordir og thankagang manneskjanna sem eiga i hlut; hundaeigendur og svo bifhjolagaurar.

Birkir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:50

11 identicon

þið eruð nú meiru vælukjóarnir! þið öll í steininn;)

HR. sigurgeir ólafsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:52

12 identicon

Ég á hund og ég á líka svona torfæruhjól eins og um ræðir í þessari grein, mig langar að benda á það að hún segir að uppeldið á hundunum sé nú ónýtt, en er ekki vandamálið bara það að uppeldið á hundunum var ekki alveg komið þar sem þeir hlupu af stað í upphafi en voru ekki kyrrir. svo langar mig nú líka að segja það að þessir piltar eiga að vera nógu þroskaðir til að átta sig á því að þeir voru að gera rangt með þessu athæfi. það er allt í lagi fyrir báða aðila í þessu tilviki að viðurkenna sín mistök og sína galla.

Dúi Ólafsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:52

13 identicon

Þetta er mjög hlægilegt, svo ekki sé meira sagt. Ég kannast við marga sem fara reglulega út með hundana sína á hjólum þar sem þau eru leyfð. Hvað með þá hunda, eru þeir ekki bara gjörsamlega skemmdir.

Væri ekki líka hægt að snúa þessu yfir á þig.. að vera með hunda í lausagangi sem eiga það til að hlaupa á eftir farartækjum/fólki á ferð. Væri ekki til í að vera þarna á skokkinu í fjöruni með þessa hunda á eftir mér.

Gunnar (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:12

14 identicon

Kannski vita það fáir, en þú elur upp hundinn þinn á hverjum einasta degi, alla hans ævi. Líkt og barnauppeldi, er því aldrei LOKIÐ eins og þú virðist halda, Dúi.

"En er ekki vandamálið bara það að uppeldið á hundunum var ekki alveg komið þar sem þeir hlupu af stað í upphafi en voru ekki kyrrir."

Auðvitað var það ekki "alveg komið" því slíkt er nokkurnveginn ómögulegt. Það sýnir hinsvegar hversu langt við vorum komnar í að þjálfa þá að ÞEIR hlupu ekki að hjólunum heldur komu HJÓLIN í þá og æstu þá upp í að elta sig (sbr myndin þar sem þeir stoppuðu og þöndu hjólin í þeim tilgangi að ögra og æsa dýrin). 

Að því leytinu til er uppeldið "ónýtt". Við þurfum að byrja aftur á byrjunarpunkti, ground zero. Afskaplega svekkjandi eftir mikla vinnu, allt út af svona hálfvitaskap...

Við erum langt því frá að vera fullkomnar manneskjur, mæður, hundauppalendur eða jafnvel kokkar. Við erum mannlegar og gerum auðvitað mistök líka. Þarna var hún hinsvegar "í rétti" og helvíti fúlt þegar þú ert búinn að gera upp eitt stykki bíl, bóna hann svo til og ferð með hann í smá rúnt um bæinn og BANG! Eitthvað fífl sem var að tala í gemsann dúndrar aftan á þig..

Svoleiðis líður mér nefninlega...

Jóhanna (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:16

15 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  það er undarlegt að mennirnir á krossurunum nánast hrósi sér af því að aldrei sé gert neitt í kærum á hendur þeim.  Þeir eru með kolröng skilaboð gagnvart hegðun sinni.

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:19

16 Smámynd: Jens Guð

  María,  ég þekki ekki til staðhátta.  En framferði mannanna er klárlega til skammar. 

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:23

17 Smámynd: Jens Guð

  Hjalti,  undir vissum tilfellum er í lagi að leika sér að konum annarra.  Það hefur að skaðlausu hent.  En má ekki vera regla.

  Þegar önnur úrræði bregðast er sjálfsagt og um að gera að nota netið til að taka á svona málum. 

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:28

18 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  takk fyrir að fylla upp í myndina.

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:31

19 identicon

Ég hef nú ekki verið í neinu svaka vísindalegu hundauppeldi en samkvæmt minni reynslu sé ég ekki alveg hvernig ein svona uppákoma getur rústað áralangri þjálfun. Ég kannast alveg við sjokkeraða hunda sem þarf að hlúa að andlega eftir áföll en ég hef ekki lennt í því að hundur gleymi öllu sem hann kann um hegðun af því að einhver kom illa fram við hann.

Gunnsi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:34

20 Smámynd: Jens Guð

  Binni,  þessir menn koma óorði á krossara.  Ég reyndar ekki með á hreinu hvað krossari er.  Reikna þó með að það séu menn á Rally Cross hjólum fremur en Gunnar Þorsteinsson og félagar í Krossinum.

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:35

21 Smámynd: Jens Guð

  Birkir,  það má vera að hundarnir hafi litið á þetta sem skemmtun.  Hafi jafnvel næstu nætur dreymt og endurupplifað í svefni ævintýrið.  Og glott í svefnrofa.  En eins og þú bendir á þá snýst málið ekki um það.

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:39

22 Smámynd: Jens Guð

  Til gamans:  Þegar hundur andar snöggt frá sér eins og hann sé að hnerra þá er hann að hlæja. 

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:41

23 Smámynd: Jens Guð

  Sigurgeir,  fangelsi landsins yrðu fljót að fyllast ef við sem deilum á dýraníð yrðum sett í steininn. 

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:44

24 Smámynd: Jens Guð

  Dúi,  breytir það nokkru í þessu tilfelli hvort hundarnir voru fullþjálfaðir eða langt komnir í þjálfun?

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:47

25 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  ljósi punkturinn er að þú varst ekki hlaupandi í fjörunni með þessa hunda á eftir þér.  Það er ástæða til að fagna því.  Þú ættir að halda upp á það með því að kveikja í vindli.

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:50

26 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  aftur takk fyrir að fylla enn betur upp í myndina.

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:52

27 Smámynd: Jens Guð

  Gunnsi,  eins og þú játar ertu ekki með yfirgripsmikla vísindalega þekkingu á hundauppeldi.  Þar skilur á milli.  Og munar miklu.  Hundur er eitt.  Tegund hundar er annað.  Bara svo ég hlaupi á hundavaði yfir þetta dæmi. 

Jens Guð, 31.3.2009 kl. 23:57

28 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það sem einum þykir glannalegt þykir öðrum ekki. Líklegt þykir mér að virðulegum hundakonum þyki allt í kringum akstur mótor- og torfæruhjóla glannalegt. Líklegra þykir mér að þessir hjólamenn hafi meiri stjórn á hjólum sínum en svo að hundarnir hafi verið í teljandi hættu.

Páll Geir Bjarnason, 1.4.2009 kl. 00:21

29 identicon

Ef hundarnir væru vel upp aldir þá ættu þeir að hlíða eigandanum þannig ég sé ekki skemmt uppeldi hér.

Páll Ingi Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 00:44

30 identicon

Liklegt thykir mer ad Pall leyfi Johonnu ekki ad njota naegilega mikis vafa, thvi eg veit ad hun hefur gaman af ad ferdast um a fjorhjoli og unnusti hennar er gefinn fyrir motorsport ymiskonar. Thannig ad eg tel nanast oruggt ad fullyrda ad hun se ekki i neinu andofi vid motorsportheiminn.

Birkir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 00:45

31 Smámynd: Jens Guð

  Páll,  hundarnir voru ef til vill í minni hættu en krossararnir.  Undir svona kringumstæðum eiga hundarnir til að reyna að glefsa í hjól ökutækisins.  Hundarnir þola nokkuð vel - fer reyndar eftir því hvernig það gerist - að lenda fyrir hjóli.  Það er spurning hvernig ökumenn hefðu ráðið fram úr því að aka yfir hund eða fá glefs í buxnaskálm.  Þegar hundur nær taki á buxnaskálm er hann ekki til í að sleppa.  Sama hvað gengur á.

Jens Guð, 1.4.2009 kl. 00:46

32 Smámynd: Jens Guð

  Páll Ingi,  eins og frásögnin hljómar hefur konan lent úr kallfæri við hundana.  Þá á ég við vegna hávaða mótorhjólanna.  Eftir það stjórnast hundarnir af eðlishvöt án þess að taka tillit til konunnar.

Jens Guð, 1.4.2009 kl. 00:55

33 Smámynd: Jens Guð

  Birkir,  það er rétt að undirstrika að ekkert í frásögn né umræðunni sem fylgt hefur beinist gegn krossurum né öðru fólki á mótorhjóli.  Hér er um einangrað fyrirbæri að ræða.  Og um að gera að halda því á lofti og undirstrika að kjánarnir í Hafnarfirði eru á engan hátt fulltrúar krossara almennt. 

Jens Guð, 1.4.2009 kl. 00:59

34 identicon

Svona til að koma með eina leiðinlega spurningu! Er ekki jafn mikil skylda að hafa hundana þarna í bandi og í miðborginni? (Bara til að hafa það á hreinu er ekki að kenna neinum um).

Hins vegar ef svo er: Þá er bara enginn í rétt, bara 50% á móti 50%.

En annars myndi ég nú held ég ef ég ætti svona hjól gef í í burtu þegar ég væri að fá svona scheffer hlunk á móti mér (sýnist það frá mynd 2 að þetta sé scheffer)

Helgi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 02:14

35 identicon

las aftur síðustu setninguna sem ég skrifað hér á undan og sá að hún var bara óskiljanleg. :) sorry

Hér kemur hún þýdd :)

En annars, ef ég ætti svona hjól held ég að ég myndi gef í, í burtu þegar ég væri að fá svona scheffer hlunk á móti mér. (sýnist það frá mynd 2 að þetta sé scheffer)

Helgi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 02:18

36 identicon

Halllóó er lausaganga hunda ekki bönnuð.

Þannig að þeir brutu ekki lög heldur hundaeigandinn, létu kannski eins og fífl en það er ekki bannað með lögum eins og lausaganga hunda er.

P (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:47

37 identicon

Lausaganga hunda bönnuð og hættiði að væla

Baldur (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:45

38 identicon

... og ökumenn vélknúnu farartækjanna fönguðu hundana í poka, lokuðu fyrir og hentu þeim ósjálfbjarga í sjóinn.

Krímer (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:19

39 identicon

P og Baldur: Rétt er það, lausaganga hunda er bönnuð INNAN BÆJARMARKA. Við höfum leyfi frá bæjaryfirvöldum hér fyrir því að sleppa hundunum lausum í þessari fjöru (og upp á Stapanum ef út í það er farið), þannig að "lögin" eru okkar megin.

Þeir eru hinsvegar ekki á lokaðri krossarabraut eins og slík hjól eiga að vera á (því að þeirra sögn var krossarabrautin of frosin til að geta leikið sér á henni, og notuðu þeir því fjöruna) og samkvæmt samtali við lögregluna vorum við "í rétti" en ekki þeir. 

Helgi:Takk fyrir góða þýðingu ;) Þetta er reyndar ekki Schaffer, aðeins 17kg mini-útgáfa af slíkum ef svo má segja (blendingur) og þú notar þetta orðalag "En annars, ef ég ætti svona hjól held ég að ég myndi gef í, í burtu þegar ég væri að fá svona scheffer hlunk á móti mér"

Og þar kem ég enn og aftur niður á sama punkt. HUNDARNIR HLUPU EKKI Í HJÓLIN HELDUR SÓTTU HJÓLIN Í HUNDANA!!!!! --- og þar liggur hundurinn grafinn ;)

Ég mæli með því að sá sem ætlar að kommenta næst, lesi frásögnina alla (en fari ekki yfir hana "á hundavaði") og einnig kommentin sem hér hafa komið fram. 

Ég efast ekki um, Jens og Birkir, að hundarnir hafi skemmt sér konunglega, og Heru hefur vafalaust dreymt kapphlaupið mikla, enda var hún algjörlega búin á því þegar hún kom heim. Það þýðir að næst þegar hún sér slíkt hjól eða fjórhjól mun hún ekki hugsa sig tvisvar um (eins og ég var að reyna að kenna henni: stoppa, hugsa, framkvæma rétt)  heldur einfaldlega vaða af stað beinustu leið á eftir hjólunum. 

Það að konan hafði ekki stjórn á hundunum, sbr orð Páls Inga hér að ofan, þá gafst henni einfaldlega ekki færi til að kalla á hundana, því ökumenn krossaranna keyrðu ítrekað á milli hennar og hundana, þöndu vélarnar og æstu hundana upp í meiri eltingarleik.

Satt er það sem Birkir segir, ég hef mjög gaman af krossurum og öðrum ökutækjum, skemmti mér konunglega á fjórhjóli og nýt þess að horfa á motorsport í sjónvarpinu. En tillitsleysi og KÆRULEYSI er eitthvað sem skemmir fyrir öllum aðilum!

Ég hef mjög gaman af þessari umræðu og vona að það sama eigi um ykkur. Ég er ekki að "rífast" og móðgast ekki þó önnur sjónarmið (hafa hunda í bandi, engin stjórn á dýrunum etc) komi fram. Eins og ég sagði hér að ofan, ef þessi umræða fær ekki nema EINN ökumann til að STOPPA næst þegar hann mæti hundafólki á förnum vegi, þá er hálfur sigur unninn :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:30

40 identicon

Undanfarandi texti um atburðarás, sem Jens Gud var beðinn um að vekja athygli á, er enn ein sönnun um heimsku ali-hunda.

Líkur sækir líkan heim.

Krímer (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:15

41 Smámynd: sur

Og versta ef eitthvað hefði komið fyrir drengina slasast eða skemd á hjólunum þá hefðu hundarnir og eigendur þeirra fengið alla sökina á sig, en ekki þeir sem áttu upptökina á þessum ljóta leik. 

Bara skil ekki svona.

Kveðja

sur, 1.4.2009 kl. 14:36

42 identicon

Ef eitthvað hefði komið fyrir heimsku hundana, þá hefðu heimskir hundavinir komist upp með að úthúða blásaklausa drengi á mótorhjólum.

Jafnvel þó ekkert hafi komið fyrir hundana, þá eru blásaklausir drengirnir á mótorhjólum úthúðaðir sem hundaníðingar.

Krímer (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:08

43 identicon

Vissulega er framferði strákanna á hjólunum óafsakanlegt, en það sem fer ekki minna í taugarnar á mér er að sjá þegar fólk með hunda sleppir þeim lausum og er jafnvel ekkert að fylgjast með þeim tímunum saman.

Það er einmitt algerlega óþolandi þegar tekinn er göngutúr eftir Ægissíðunni að þurfa stanslaust að vera að passa sig og sína á hundum sem virðast búnir að skilja eigendurna eftir og míga og skíta þar sem þeim sýnist.

Ef þessi ágæta kona þarf að sleppa hundunum sínum lausum þá getur hún bara einfaldlega farið með þá niður á Geirsnef og sleppt þeim þar

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:18

44 identicon

Mér finnast hundar ógeðslegir, þeir eru ljótir, heimskir og böggandi. Það á að senda alla hunda og eigendur þeirra á Suðurpólinn þar sem er nægilegt landsvæði fyrir þessi skrímsli að skíta og míga út um allt og helvítis geltið í þeim fer örugglega ekki í taugarnar á neinum þar.

Hundar eru líka hættulegir, meira að segja hættulegri en kannabis. Það hafa fleiri dáið eftir að hundar hafa ráðist á þá en úr kannabisneyslu. Það eru líka mörg þekkt dæmi þar sem hundar eru að ráðast á börn og drepa.

Fólk sem á hunda sýnir samfélagi sínu enga virðingu. Persónulega finnst mér að það eigi að banna allt hundahald.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 20:29

45 identicon

Já Maron, svo þoli ég heldur ekki þennan djöfulsins lausagang á hundum. Þetta á bara að vera kyrfilega bundið niður ekki hlaupandi um. Fullt af fólki sem er illa við þessi dýr og jafnvel skíthrædd með hundafóbíu. Hundaeigendum er alveg sama um þetta fólk og bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér og hundunum sínum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 20:32

46 Smámynd: ThoR-E

Já Bjöggi.. bönnum hunda.

Mér sýnist að þessir hundar hafi skemmt sér konunglega í þessum eltingarleik.

En þetta var gáleysislegt, því er ekki að neita.

ThoR-E, 1.4.2009 kl. 20:43

47 identicon

Heimski haus

Black has the game

Krímer (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband