1.4.2009 | 13:39
3 kjötfarsbollur á 2699 krónur
Ég fór í Nóatún til að kaupa Malt. Þegar ég skokkaði léttilega framhjá kjötborðinu glenntu nýsteiktar kjötfarsbollur sig framan í mig. Þegar maður hefur ekki borðað nýsteiktar kjötfarsbollur í nokkur ár sprettur upp óviðráðanleg löngun í kjötfarsbollur undir þessum kringumstæðum. Þið kannist við þetta.
Þar fyrir utan heyrði ég því nýlega haldið fram að íslenska kjötfarsið (eða kjötfaxið eins og afi minn heitinn hélt að það héti) sé alveg sér íslenskt og allt öðru vísi en kjötfars í útlöndum. Þetta íslenska sé mun bragðbetra, hollara, mýkra, meðfærilegra og miklu fallegra. Íslenskt kjötfars á heima í upptalningunni á að Ísland eigi sterkustu menn í heimi, fallegustu konur í heimi, besta vatn í heimi og þar til fyrir nokkrum vikum versta seðlabankastjóra í heimi.
Með þetta í huga gusaðist yfir mig þjóðernisrembingur. Áður en ég náði andlegu jafnvægi hafði ég keypt 3 nýsteiktar kjötfarsbollur. Glaður í bragði skokkaði ég léttilega með þær að kexrekkanum til að kaupa íslenskar súkkulaðibitakökur úr íslensku súkkulaði svo ég hefði eitthvað fleira en íslenskan lakkrís að maula með kjötfarsbollunum.
Skyndilega sá ég út undan mér að kjötfarsbollurnar voru verðmerktar á 2699 krónur. Það er reisn yfir svona verði. En ég reiknaði í huganum að kíló af kjötfarsi er á 300 - 400 krónur. 3 steiktar kjötfarsbollur vega um fjórðung úr kílói. Það blasti við að þetta væru alveg sérstakar kjötfarsbollur. Til að klúðra engu skokkaði ég léttilega aftur að kjötborðinu og spurði: "Er málsháttur í þessum kjötfarsbollum?"
Afgreiðslumaðurinn svaraði alvarlegur, ábúðafullur og með allt á hreinu: "Nei, það er nautahakk, svínahakk, hveiti, kartöflumjöl, laukur, egg, pipar og salt í þessum bollum."
"Hvað gerir bollurnar svona dýrar?" spurði ég og benti á verðið.
"Mistök," útskýrði afgreiðslumaðurinn, vigtaði þær upp á nýtt, skellti á umbúðirnar nýjum verðmiða upp á 507 krónur og bauðst til að setja nokkrar grænar baunir með. Sem ég afþakkaði að sjálfsögðu. Grænar baunir eru ekki íslenskar.
----------------------------
Myndin efst er af starfsmanni Hafró. Hann var í miðri setningu um haffræðilegar aðstæður til stofnmælinga botnfiska að haustlagi þegar þetta lykilorð skaust upp úr honum - án samhengis.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 4.4.2009 kl. 13:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 4111579
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 883
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Frábær saga, sem nær hápunkti að mínum dómi þegar spurt er: ,,Er málsháttur í þessum kjötfarsbollum?"
Skemmtileg lesning.
Kveðja að vestan.
Gústaf Gústafsson, 1.4.2009 kl. 15:05
Jens, hvernig voru bollurnar svo á bragðið ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.4.2009 kl. 15:49
Heheheh hér garga ég. Er næstum viss um hver hefur verið búðarmaðurinn á bak við borðið hehehhe það er bara einn sem færi að telja upp allt hráefnið sem ég þekki og veit að vinnur í Nóatrúni.
En ég spyr nú eins og Guðrún Þóra hvernig smakkaðist?
Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2009 kl. 16:13
Þú ert alveg miljarður Jens! Það verður kjötsúpa í Skerjakoti á laugardag þú ert velkomin.
Rannveig H, 1.4.2009 kl. 18:18
Fylgdi hvítkál með?
Sigurður Þórðarson, 1.4.2009 kl. 18:19
"Skokkaðir léttilega framhjá kjötborðinu"....Jee wright!!
S. Lúther Gestsson, 1.4.2009 kl. 18:44
Lúter: ljótt..ha ha
hilmar jónsson, 1.4.2009 kl. 19:29
Bíldudals grænu baunirnar hafa sem sagt verið búnar í Nóatúni.
"Mér er sérstaklega minnisstæð ein útihátíð í Húsafelli, en þá var ég að vinna í fyrirtækinu Matvælaiðjan hf. á Bíldudal, en þar voru m.a. framleiddar hinar frægu "Bíldudals grænu baunir ofl. niðursuðuvörur".
Áður en farið var í Húsafell fengum við nokkur leyfi hjá verkstjóranum til að nota lokunarvélina eitt kvöld. Þá fylltum við úr fimm vodkaflöskum í dósir og lokuðum og límdum síðan miða á dósirnar. Ýmist grænar baunir, kjötbollur og svið. Það var ekki laust við að maður skammaðist sín þegar leitað var í bílnum og við fengum sérstakt hól frá lögreglunni fyrir að vera með svona mikinn niðursoðinn mat."
Jakob Falur Kristinsson.
Þorsteinn Briem, 1.4.2009 kl. 20:02
Ómar Ingi, 1.4.2009 kl. 20:40
Sigurbjörg, ég var ekki búinn að fatta að það væri 1. apríl. Annars hefði sá möguleiki komið til greina. Annars var kjötafgreiðslumaðurinn eitthvað samviskusamur og hrekklaus á svipinn að ég á bágt með að trúa þeim manni til að bregða á leik.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 21:32
Gústaf, takk fyrir innlitið. Það er oft þannig að atburðir sem gerast í raunveruleikanum eru skemmtilegri en skáldaðar sögur. Sjálfum þótti mér fyndnast hvað kjötafgreiðslumaðurinn tók hlutverk sitt alvarlega og án þess að taka þátt í gríninu hjá mér. Grín var honum greinilega ekki í huga heldur einbeittur vilji til að upplýsa viðskiptavininn. Ég held að mér hafi ekki tekist að koma þeirri stemmningu nógu vel til skil.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 21:41
Guðrún Þóra, kjötfarsbollur eru svo sem enginn veislumatur. Þannig lagað. Þess vegna borða ég þær ekki nema á nokkurra ára fresti. Það er samt eitthvað við nýsteiktar kjötfarsbollur sem gerir það að verkum að maður afskrifar þær aldrei alveg. Ég hef einmitt á bloggsíðum nokkrum sinnum rekist á færslur þar sem fólk nefnir skyndilega löngun í kjötfarsbollur. En undir flestum kringumstæðum kýs ég frekar íslenska kjötsúpu - ef um kjötrétt er að ræða.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 21:49
Ingibjörg, umræddur samviskusami og fróði kjötafgreiðslumaðurinn er góðlegur karl um sextugt á að giska eða þar í grennd. Dálítið gráhærður. Ég tók svo sem ekki mikið eftir útliti hans að öðru leyti.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 21:54
Rannveig, mikið ertu frábær. Ég er byrjaður að hlakka til.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 21:55
Siggi, nei, hvítkál fylgdi ekki með. Þetta voru steiktar bollur. Er kálið ekki frekar haft með soðnum kjötfarsbollum. En það var eitthvað í boði með bollunum. Í það minnsta grænar baunir og gott ef ekki hrísgrjón líka. En mér þykir þær passa betur með súkkulaðibitakökum og lakkrís.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 21:59
S. Lúther, ja, skokkaði léttilega er kannski ekki alveg nákvæm lýsing. Þetta var meira eins og að líða áfram í einskonar léttum ballett stökkum. Enda var ég í ballett skóm. Eða eitthverju líkt þeim.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 22:03
Hilmar, hann Sigurður Lúther er á lúmskan hátt að gefa í skyn að ég hafi þrammað þunglamalega líkt og ég væri að trampa í krapi. Svoleiðis hefði verið óvirðing við nýbónað búðargólfið.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 22:06
...krapa skulum við hafa það.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 22:07
Steini, tilvitnunin í Jakob er frábær. Ég hef komið til Bíldudals oftar en einu sinni og skimað eftir baunagrasi. Án árangurs. Ég hef líka lesið bók Jóns Kr. Ólafssonar. Þar minnist hann ekki á baunagras en gerir móðurbróður mínum, Jóni Kr. Ísfeld, þeim mun betri skil.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 22:12
Ómar, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 22:13
Sjaldan hefur þú farið á eins miklum kostum Jens - og er þá mikið sagt!
Bestu kveður,
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:48
Jens þú nefnir þarna Íslenska Kjötsúpu,þá langar mig að benda þér á stað sem selur albestu Íslensku kjötsúpuna,og það er á Grandakaffi.(ruglist ekki við kaffivagninn) Fékk mér kjötsúpu þar í gær og fékk mér fiskibollur þar í dag,alveg meiriháttar heimilislegur matur á boðstólum þarna,fæ mér oft kjötsúpuna þarna og svo fær maður ábót af henni í þokkabót,sjáumst á Grandakaffi.
Númi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:13
Guðmundur minn kæri, eins og þú segir: Og er þá mikið sagt.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 23:16
Númi, bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar. Sjáumst á Grandakaffi.
Jens Guð, 1.4.2009 kl. 23:21
það er engin sem þú...hahahha...þú ert gull.
Halla Rut , 2.4.2009 kl. 01:57
Skemmtileg færsla.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2009 kl. 02:16
Erum örugglega að tala um sama manninn Gott að fá svona hressar færslur frá þér Jenni minn.
Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2009 kl. 02:42
Hefðu þær verið gullslegnar hefði kannski mátt réttlæta verðið á þann hátt :) Mér finnst 507 krónur reyndar glæpsamlega mikill peningur fyrir þrjár kjötbollur, en mun bærilegra en það fyrra þó! :)
Þorgerður Þ. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 07:53
Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:21
Halla Rut, ég er furðulegur.
Jens Guð, 2.4.2009 kl. 20:21
Jóna Kolbrún, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 2.4.2009 kl. 20:22
Ingibjörg, ég tel það fullvíst fyrst lýsingin passar. Fyndið að þú skulir kannast við kauða af þessari litlu sögu.
Jens Guð, 2.4.2009 kl. 20:25
Þorgerður, það þarf að taka með í reikningsdæmið að það var búið að steikja kjötfarsbollurnar. Og sömuleiðis að mér buðust grænar baunir og soðin hrísgrjón með.
Jens Guð, 2.4.2009 kl. 20:27
Linda mín, knús á þig.
Jens Guð, 2.4.2009 kl. 20:28
Mér finnst myndin af honum Jóa frekar slök. Jens ! hvaða samhengi er á kjötbollum og Jóa Sigurjóns ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.4.2009 kl. 22:32
þar sem tveir menn eru sammála vex heimskunni ásmegin..
Siggi Lee Lewis, 2.4.2009 kl. 22:38
Guðrún Þóra, það er ekkert samhengi á milli kjötfarsbolla og þessa manns. Annars veit ég ekkert um það. Ég þekki manninn ekki neitt. Hinsvegar virðist ég hafa verið í kjánalegu bullstuði þegar ég afgreiddi þessa færslu. Ég fór framúr mér í aulahúmor og er hneykslaður.
Jens Guð, 2.4.2009 kl. 22:51
Siggi Lee, þess vegna erum við svo oft ósammála. Það er ómeðvituð viðleitni til að halda heimskunni í lágmarki. En það vill svo sem verða misbrestur á. Eins og gengur. Eins og gengur.
Jens Guð, 2.4.2009 kl. 22:56
Jói hjá Hafró ætti frekar heima með hvalabuffinu Jens
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.4.2009 kl. 22:57
Guðrún Þóra, hvalabuff hljómar vel. Það er langt síðan ég hef smakkað það. Hinsvegar finn ég stundum súran hval í Nóatúni. Þá er veisla.
Jens Guð, 2.4.2009 kl. 23:29
Dálítið sýrt.
Sveinn (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 00:43
Kommon Jens!!
Þessi saga er ekki sönn.
Þú ert bógur mikill og myndir aldrei láta 3 kjötfarsbollur duga
Ekki sjéns!!
Hallgrímur (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:44
Sveinn, eiginlega súrrealískt.
Jens Guð, 3.4.2009 kl. 23:10
Hallgrímur, sá sem drekkur mikið af bjór er alltaf hálf lystarlaus á mat. Og sparar þar með mikinn pening.
Jens Guð, 3.4.2009 kl. 23:14
Ég tek undir með Gústafi að toppurinn á sögunni er þetta með málshátt í kjötbollunum.
Þór (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:16
Þór, þetta var það fyrst sem mér datt í hug með að kjötfarsbollurnar væru sérlega merkilegar. Fremur en að þær væru gullhúðaðar.
Jens Guð, 3.4.2009 kl. 23:55
Ég veit ég er smámunasamur en það er eitt sem pirrar mig alveg sérstaklega við hvernig við Íslendingar tölum og hvernig þú talar í þessari bloggfærslu...
Þegar þú segist vera búinn að kaupa eitthvað þá þýðir það að þú hefur greitt fyrir vöruna og ert kominn fram hjá þeim stað sem greiðsla er innt af hendi.
Að grípa hlut eða hluti úr hillu er ekki sá verknaður "að kaupa hlutinn", við getum kallað það mörgum nöfnum en það eru ekki kaup.
Ömurleg smámunarsemi hjá mér og nöldur (konan mín segir það alltaf) en amma mín er ein af þeim sem barði alltaf í borðið þegar ég talaði vitlaust eða notaði röng orð í setningu og því situr þetta alltaf í mér. Ég gæti kannski kennt uppeldinu um.
Eddi (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 12:30
Eddi, takk fyrir ábendinguna. Sögnin að kaupa er ekki bundin við að greitt sé fyrir vöru. Né heldur þýðir að e-h hafi verið kept þegar greiðsla hefur verið innt af hendi. Að kaupa getur alveg eins átt við um að eiga viðskipti, semja um e-h, afla sér o.s.frv.
Þegar eitthvað er pantað úr kjötborði er um kaup að ræða þó varan sé greidd síðar og annarsstaðar en við kjötborðið.
Jens Guð, 4.4.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.