Ókeypis! Ókeypis! Sunnudagur til sælu

burger

  Fólk er alltaf tilbúið að fara þangað sem því býðst eitthvað ókeypis.  Þetta benti sjálfur Davíð Oddsson á þegar fréttir bárust af aukinni ásókn fátækra í matarstyrk hjá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd og súpueldhús Samhjálpar.  Sjálfur lætur Davíð sig ekki vanta þegar honum býðst eitthvað ókeypis.  Þannig lagði hann á sig ferð úr Skerjafirði austur til Suðurlandsbrautar er honum bauðst ókeypis hamborgari í McDonalds.

  Næsta víst er að á morgun verði aftur lagt upp í ferðalag úr Skerjafirði.  Fólk sem heitir Davíð og getur sannað það með skilríkjum fær ókeypis Metró-hamborgara á morgun.  Ef Davíð leggur snemma af stað getur hann náð þremur sveittum:  Einum á Suðurlandsbraut,  öðrum í Kringlunni og þeim þriðja við Smáratorg.   

borgari

  Hér fyrir ofan getur að líta smáborgara.  Fyrir neðan er kennslumyndband af því hvernig bera á sig að við að snæða hamborgara.  Þeir sem aldrei hafa reynt geta ekki gert sér í hugarlund hversu erfitt er að slafra í sig einum sveittum.  Algjörlega bannað er að nota hnífapör.  Enda var hamborgari upphaflega aðferð iðnaðarmanna í Hamborg í Þýskalandi til að nærast á kjötbollu án þess að taka sér hlé frá vinnu.

  Það er sjálfur Davíð sem fer með aðalhlutverk í kennslumyndbandinu.  Hann er þýskur og gegnir eftirnafninu Hasselhoff (með sterkri áherslu á HOFF í framburði.  Heppilegast er að tuldra Hassel svo lágt að varla heyrist og hrópa síðan HOFF!).  Þessi gutti er þekktur fyrir hlutverk í sápuóperunni Sundvörðum með Pa-mellu Andersen.


mbl.is Davíð fær ókeypis borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahahahahaha, snilld hjá þér gamli, bjargar alveg deginum hjá mér!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Ómar Ingi

Gervigrasið að drepa þig ?.

Ómar Ingi, 31.10.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Þetta er snilldar myndband af Hasselhoff........

Siggi Lee Lewis, 1.11.2009 kl. 15:04

4 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Vorkenni nú kallinum,hann ætti bara að fá sér eina yoint betra en áfengið.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 1.11.2009 kl. 15:32

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Var það ekki Pétur Blöndal sem minntist á að allt sem væri ókeypis væri vinsælt?

Ingvar Valgeirsson, 1.11.2009 kl. 18:06

6 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  gott að deginum var bjargað.

Jens Guð, 1.11.2009 kl. 19:11

7 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  gervigrasið reynir að drepa mig á hverjum degi.  Það hefur sjaldnast tekist. 

Jens Guð, 1.11.2009 kl. 19:14

8 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  aldeilis frábært.  Mér skilst að dóttir hans hafi sett þetta á youtube.

Jens Guð, 1.11.2009 kl. 19:18

9 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  hann gerir það líka.  Blandar þessu öllu saman og borðar að auki e-pillur eins og sælgæti.

Jens Guð, 1.11.2009 kl. 19:21

10 Smámynd: Jens Guð

Ingvar, það má alveg vera að Pétur Blöndal hafi einnig tekið svona til orða.

Jens Guð, 1.11.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband