Ævintýri í Húsdýragarðinum

  Fésbókar vinur minn sagði frá heimsókn sinni og barna í Húsdýragarðinn.  Þar var jólasveinn að túlka kvæði Jóhannesar úr Kötlum um Stekkjastaur sem læddist í bóndans fé og saug úr því mjólk.  Þetta var mikið ævintýri fyrir krakkana þegar jólasveinninn þóttist vera að sjúga mjólk úr kindunum í Húsdýragarðinum.  En svo hrópaði illa upp alinn strákur til hans:  "Tottaðu frekar hrútinn!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

hahaha, allt of langt síðan ég hef farið í Húsdýragarðinn.

Ég var að ræða "heimsbókmenntirnar" við vinnufélaga minn.  Heiðubækurnar bar á góma, vinnufélagi minn taldi að ef þessar bækur væru skrifaðar í nútímanum, þá hefðu Heiða og Pétur gert sitthvað fleira en sitja fullklædd úti í móa að gæta geitanna.  Ég leiðrétti hann, ef þessar bækur væru skrifaðar í dag, þá myndi Heiða að sjálfsögðu koma að Pétri með geitunum...

Hjóla-Hrönn, 13.12.2009 kl. 13:26

2 identicon

hvar hefur drengurinn verið í sveit?

sæunn (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn, ég veit ekkert hvaða bækur þessar Heiðubækur eru.  Hef grun um að þær séu stelpubækur.  Sem krakki las ég aðallega bækur um Tom Swift flugkappa. 

Jens Guð, 13.12.2009 kl. 23:56

4 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  einhversstaðar fyrir vestan grunar mig.

Jens Guð, 13.12.2009 kl. 23:57

5 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Drengur þessi hefur örugglega ekki verið í sveit í Húnaþingi eða Skagafirði  enda læra börn ekki svonalagað þar.

En sveinki var fljótur að svara stráksa að það væri nú lítil mjólk í hrútnum.

Hafsteinn Björnsson, 14.12.2009 kl. 18:29

6 identicon

Jens! þú hefur látið fara illa með þig!  Bækurnar um Tom Swift jr., sem komu út hér, voru skaptar af kvenmanni!!!  Svona er nú hægt að laumast aftan að saklausum sveitapiltum í útjaðri Hóla, jafnvel þótt pabbi hans hafi verið hringjari þar.

Tobbi (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 22:39

7 Smámynd: Jens Guð

  Hafsteinn,  flott hjá sveinka að afgreiða málið svona.

  Tobbi,  það er áfall að saklaus sonur hringjara Hólakirkju hafi verið leikinn svona illa. 

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband