Óvćntustu krákur sögunnar

  Vefmiđillinn WeirdWorm hefur tekiđ saman lista yfir óvćntustu (eđa undarlegustu) krákur (cover songs) sögunnar.  Í inngangi segja ţeir ađ ţetta séu krákur sem fá hlustandann til ađ hrökkva viđ og hrópa furđu lostin/n:  "Hvurn djöfulinn eru ţeir eiginlega ađ pćla?"

  Hér er listinn:

1.  Raggi Bjarna:  Smells like Teen Spirit

  Ţeir hjá WeirdWorm völdu reyndar krákuna međ Paul Anka.  En afgreiđsla ţeirra Ragga og Pauls er á svipuđu róli.  Raggi ađ vísu alltaf flottari.  Hér fyrir neđan er upphaflega útgáfan af laginu međ höfundum ţess,  bandarísku grugg-sveitinni Nirvana.

2.  Sid Vicious:  My Way

  Sid var skráđur bassaleikari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols.  Sjálfur hélt hann ađ hann vćri bassaleikari Kynhólkanna.  Hiđ rétta er ađ Chris Spedding spilađi á bassann án vitneskju Sids.  Sid kunni ekki á bassa en var hafđur á sviđinu af ţví ađ hann var svo klikkađur.  Sid sótti bassagítarnám hjá Lemmy (Motorhead).  Lemmy hefur aldrei kynnst nemanda sem var jafn gjörsneyddur skilningi á bassaleik.

  Hér syngur Sid sjálfur lagiđ  My Way.   Skömmu síđar stakk hann auga úr bróđir tónlistarkonunnar Patti Smith,  myrti kćrustu sína og dó af of stórum skammti af heróíni.

  My Way  er gamalt franskt lag en iđulega skráđ á Paul Anka sem samdi enska textann.  Paul ţann hinn sama og á krákuna í 1. sćtinu. My Way  er sennilega ţekktast í flutningi Geirs Ólafs eđa Franks Sinatra.  Fyrir neđan flytur Frank ţetta lag međ ađstođ Pavarotti(s):

3.  Rolf Harris:  Stairway to Heaven 

  Rolf Harris er ástralskur söngvari,  ţekktastur fyrir lagiđ  Walzing Mathilda (á Íslandi ţekktara sem  Ísland úr Nató!).  Fyrir neđan er lagiđ í flutningi höfundanna,  bresku folk-blús sveitarinnar Led Zeppelin.

4.  Pat Boone:  Enter Sandman

  Á myndbandinu fyrir ofan er búiđ ađ blanda saman frumflutningi dansk-bandarísku málmsveitarinnar Metallica,  höfunda lagsins,  og hörmulegum flutningi raularans Pat Boone.  Reyndar er hljóđfćraleikurinn fínn.  Lagiđ vćri áheyrilegt í ţessari útsetningu án söngs.

  Pat var á sjötta áratugnum ţekktur fyrir ađ misţyrma sprćkum rokk og ról lögum međ ţví ađ fletja ţau út í gelt skallapopp.

5.  Scissor Sisters:  Comfortably Numb

  Hommapopp er músíkstíll sem,  ja...  Sko,  ţađ er bara svona.  Scissor Sisters,  Bee Gees,  Village People,  Bronski Beat... Kynhneigđ fólks skiptir ekki máli frekar en húđlitur eđa... Andúđ á píkupoppi hefur ekkert ađ gera međ viđhorf til smástelpna eđa andúđ á skallapoppi til sköllóttra.  Fyrir neđan er frumútgáfa Pink Floyd á ţessu ágćta lagi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ein óvćnt http://www.youtube.com/watch?v=qDFmNgmaEe0 og svo ein sú frćgasta af ţessu lagi. http://www.youtube.com/watch?v=odcJ-vS22rI

Björn Jónsson (IP-tala skráđ) 27.12.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Jens Guđ

  Björn,  bestu ţakkir fyrir ţessa hlekki.  Ég var eitt spurningarmerki til ađ byrja međ er ég horfđi á fyrra myndbandiđ.  En svo hrökk ţar skemmtilega í gang.  Dúndurflott.

Jens Guđ, 27.12.2009 kl. 14:32

3 identicon

Ţađ var ekki Chris Spedding sem spilađi á bassann á Never Mind the Bollocks, heldur Steve Jones gítarleikari.  Ţetta hefur margsinnis veriđ leiđrétt. 

Jones kunni ekki hinar melódísku bassalínur sem forveri Sid Vicious, Glen Matlock, hafđi samiđ.  Hann spilađi ţví bara rótartóna gítarhljómanna međ stöđugum áttundapartsnótum.  Ţessi einfaldi bassastill átti etv ekki sístan part í ađ skapa hiđ klassíska pönksánd sem margir urđu til ađ stćla og stćla enn ţó ţađ sé sjaldnast kallađ pönk lengur.

 (Afsakađu ađ ég setti ţessa athugasemd viđ rangan póst).

Helgi Briem (IP-tala skráđ) 30.12.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Jens Guđ

  Helgi,  takk fyrir ţennan fróđleik.

Jens Guđ, 30.12.2009 kl. 12:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband