Íslenska er málið

  Það er vel til fundið hjá Samtökum móðurmálskennara að veita Samfési og Söngkeppni framhaldsskólanna viðurkenningu fyrir að keppendur í Söngkeppni Samfés og Söngkeppni framhaldsskólanna syngja á íslensku.  Næst mega Samtök móðurmálskennara gjarnan veita "þorskastríði" plötufyrirtækisins Cod Music viðurkenningu.  Jú,  vissulega er nafn plötufyrirtækisins dálítið útlenskulegt.  Enda starfar það á alþjóðamarkaði.  En það er reisn yfir þeim skilyrðum sem fyrirtækið setti í árlegri hljómsveitakeppni í ár.  Þau gengu út á að þátttakendur myndu syngja á íslensku.

  Að öllu jöfnu er virkilega hallærislegt að heyra íslenska söngvara syngja á útlensku.  Nema brýn ástæða sé til.  Jú,  jú,  einhverjir hafa rök fyrir því að þeir séu að gera út á engilsaxneskan markað.  Það er ekki fráleitt.  Aðrir tala um alþjóðamarkað.  Þá er nærtækara að syngja á kínversku.  Hlutfallslega flestir jarðarbúa skilja kínversku.  

  Sigur Rós hefur sannað að það virkar fyrir íslenska poppara að syngja á íslensku.  Sigur Rós selur fleiri plötur á alþjóðamarkaði en nánast allar þær íslenskar hljómsveitir sem bögglast með lélega ensku.

  Í lang flestum tilfellum er aulalegt að heyra íslenskar hljómsveitir syngja á ensku fyrir Íslendinga.

 


mbl.is Fengu viðurkenningu fyrir að syngja á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fagnaðarefni.Ég komst líka á þessa skoðun, forðum þegar við höfðum vanist fyrsta framlagi okkar í Eurovision, Gleðibankanum, sungið á íslensku og heirðum lagið svo einn daginn sungið á ensku. Þá fékk ég aulahroll og fannst lagið þá einstaklega hallærislegt.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 07:14

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Skil ekki orð.þetta er eins og Golfranska í mínum eyrum,en músikin maður minn, þarfnast ekki túlks.

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2010 kl. 08:25

3 Smámynd: Hannes

Þetta er með því versta sem ég hef heyrt fyrir utan Eivör Pálsdóttir. Ég mun frekar setja þjóðsöng Írans í spilarann en þetta eða Ísraels enda margfalt betra. Njóttu gamli.

Hannes, 11.5.2010 kl. 21:18

4 Smámynd: Jens Guð

  Húnbogi,  ég hef ekki heyrt  Gleðibankann  sunginn á ensku.  Sem betur fer.

Jens Guð, 12.5.2010 kl. 10:19

5 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  þú missir svo sem ekki af miklu þó þú náir ekki textanum.  Það er músíkin sem gildir í þessu tilfelli.  Fallegt lag.

Jens Guð, 12.5.2010 kl. 10:20

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  fátt heyri ég leiðinlegra en þjóðsöngva.  Nema þetta:  http://www.youtube.com/watch?v=gf6qZMwpo3k

Jens Guð, 12.5.2010 kl. 10:24

7 Smámynd: Hannes

Ég er hrifnari af Íranskri tónlist en það sem þú settir inn.

Hannes, 13.5.2010 kl. 02:15

8 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  enn einu sinni skarast músíksmekkur okkar.

Jens Guð, 13.5.2010 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband