Skúbb! Ómar Ragnarsson og Andri Freyr í samstarf

  Samkvæmt þokkalega áreiðanlegum heimildum hafa tveir af helstu skemmtikröftum og sprelligosum þjóðarinnar,  Ómar Ragnarsson og Andri Freyr Viðarsson,  ákveðið að stilla saman strengi sína í sumar.  Þetta hljómar virkilega spennandi.  Það fylgir reyndar ekki sögunni í hverju samstarfið mun nákvæmlega felast.  Áreiðanlega verður það annað hvort eða bæði á sviði tónlistar og ljósvakamiðlunar. 

  Eftir Ómar liggja sennilega á annan tug hljómplatna og Andri Freyr hefur spilað á gítar með hljómsveitum á borð við Bisund,  Botnleðju og Fidel.  Ómar hefur til fjölda ára verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins og Andri Freyr einn vinsælasti útvarpsmaðurinn;  núna síðast sem umsjónarmaður  Litlu hafmeyjarinnar  á rás 2 - ásamt Dodda litla.

  Það hlýtur fljótlega að koma eitthvað fram um þetta væntanlega samstarf Ómars og Andra Freys.  Á hvaða sviði sem það verður þá er þetta tilhlökkunarefni.  Þó Ómar sé sennilega um sjötugt og Andri Freyr 20-og-eitthvað ára þá er næsta víst að þessir æringjar geta náð vel saman og spilað hvorn annan upp í allskonar sprell. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Nei andskotinn það er ekki 1 Apríl !

Ómar Ingi, 17.5.2010 kl. 00:12

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það er miður maí.

Jens Guð, 17.5.2010 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.