Skúbb! Íslendingar borða SS pylsur úr dönsku beljukjöti

áfram íslandss auglýsingarIslandska_flagganÍslendingar borða ss pylsa

  Sláturfélag Suðurlands,  SS,  er með sterka markaðsstöðu á Íslandi.  Þar af ráðandi stöðu um margt.  Til að mynda er SS pylsan með undirtökin á pylsumarkaðnum.  Skýringin er sú að hún hefur verið bragðbesta pylsan. 

  Fyrir 20 - 30 árum var minn kæri æskuvinur,  Helgi Gunn,  Kaupfélagsstjóri í Varmahlíð.  Þar er stórmarkaður,  veitingasala, bensínafgreiðsla og sjoppa.  Túrhestar keyptu sér pylsu með öllu og ís í sjoppunni.  Helgi veitti því athygli að margir kláruðu ekki pylsuna sína.  Dag hvern blasti við fjöldi pylsubita í ruslafötum staðarins. 

  Helgi gerði þjónustukönnun.  Hann dreifði til viðskiptavina spurningablaði.  Þar var m.a. spurt að því hvað mætti betur fara varðandi vörur og þjónustu í KS Varmahlíð.  Kúnnarnir fundu helst að pylsunni með öllu.  Hún væri ekki góð.  Um var að ræða KS pylsur.  Þær eru að vísu ágætar.  En ekki sem ein með öllu.

  Viðbrögð Helga voru að skipta yfir í SS pylsur.  Það var eins og við manninn mælt.  Allir kláruðu sína pylsu.  Engir pylsubitar sáust lengur í ruslafötunum.  Enginn kvartaði lengur undan pylsunum í þjónustukönnun Kaupfélagsins.

   Stjórnendur kjötvinnslu KS móðguðust.  Ráku upp ramakvein og klöguðu í yfirstjórn KS.  Helgi fékk fyrirmæli um að selja aðeins KS pylsur með öllu.  Hann neitaði.  Og var rekinn!

  Engum hefur tekist að skáka SS pylsunni.  Samt hafa auglýsingar um hana ekki alltaf verið klókar.  Eitt af lykilatriðum við slagorð er að ekki sé hægt að snúa út úr þeim á neikvæðan hátt.  Þegar SS tók upp á því að auglýsa "SS pylsur, þú þekkir þær, þessar bognu!" auglýsti Goði þegar í stað:  "Það er ekkert bogið við Goða-pylsur!"

  Síðustu ár hefur verið vel staðið að auglýsingum á SS pylsum.  Slagorðið "Íslendingar borða SS-pylsur" hljómar bæði trúverðugt og hvetjandi.  Það vinnur jafnframt vel með slagorðinu "SS 1944-réttir fyrir sjálfstæða Íslendinga."  

  Allir eru haldnir þjóðrembu af mismiklum ákafa.  Það virkar vel á Íslendinga að heyra orð eins og íslenskt og Íslendingar í auglýsingum.

  Þekkt og margtuggin klisja er á þá leið að á meðan allt gengur vel sé ekki ástæða til að breyta neinu.  Ef hluturinn er ekki bilaður þá þarf ekki að gera við hann.  Eins og sýndi sig í græðgisvæðingunni á síðasta áratug þá láta margir Íslendingar sér ekki nægja að allt gangi vel.  Þeir vilja græða ennþá meira.  Bankahrunið 2008 kenndi sumum - tímabundið - að kapp sé best með forsjá.

  Nú bregður svo við að vinsælasta pylsan á Íslandi,  SS pylsan,  bragðast ekki lengur eins og við eigum að venjast.  Með smá rannsóknarvinnu kemur í ljós að þetta er ekki lengur gamla góða SS pylsan eins og við þekkjum hana.  Græðgisvæðingin hefur breytt henni.  Breytingunni er laumað inn í skjóli nætur svo lítið ber á. 

  Áður var kindakjöt uppistöðuhráefnið.  Síðan nautakjöt og smá svínakjöt.  Svínakjöt er lang ódýrast.  Þess vegna er svínakjötið núna orðið uppistöðuhráefnið.  Ennþá fréttnæmara er að ódýru dönsku beljukjöti er nú blandað saman við pylsubúðinginn.  Íslendingar sem velja SS-pylsur velja þess vegna danskt beljukjöt héðan í frá.

  SS hefur ekki séð ástæðu til að upplýsa um breytinguna á heimasíðu sinni.  Það er ósvífið.  Þvert á móti er gömlu góðu innihaldslýsingunni hampað þar. 

  Kannski er þetta stærsta markaðsklúður síðan Kókakóla breytti uppskriftinni fyrir nokkrum árum.  En varð afturreka með breytinguna.  Eftir að hafa orðið aðhlátursefni og gefið keppinautum svigrúm til að auka markaðshlutdeild sína. 

  Heimasíða SS er að öðru leyti afspyrnu vond.  Það er önnur saga.  Samt.  Alltof mikið af flæðandi texta án myndefnis.  Notendur heimasíðu hafa enga löngun til að lesa langlokutexta.  Ljósmyndir gleðja.  Stykkorð virka betur en ritgerðir.  Það hefur ENGINN huga á forsögu.  Öllum er drullusama um það hvenær fyrirtæki var stofnað. 

---------------------------------------------

Vínarpylsur 10 stk lt

Vöruheiti :Vínarpylsur 10 stk lt
Vörunúmer : 5356017

Meðalþyngd vöru : 0.560 kg.

Innihald

Kinda-,nauta- og svínakjöt, vatn, undanrennuduft, kartöflumjöl, salt,krydd (m.a. sinnep), sojaprótín, bindiefni (E450,E451), kjötkraftur(snefill af sellerí), þráavarefni(E301 ),rotvarnarefni(E250).

 

ss pylsur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð ábending Jens, sem betur fer er afar sjaldgæft að pylsur séu á borðum hjá mér og þeim á eftir að fækka niður í núll héðan í frá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2014 kl. 21:23

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Danskt nautakjöt er alveg ágætt. Hinsvegar væri það mjög íslenskt að kaupa danskt kjöt á síðasta söludegi og nota í pulsunar.

Jón Frímann Jónsson, 18.7.2014 kl. 21:37

3 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Hélt að allt erlent nautakjöt væri 1.flokks, það hafa verið skrifin hér á landi að leyfa innflutning á nautakjöt því íslenskt væri óætt. Svo nú hljóta þetta að verða enn betri pylsur. Annars er ég svona SS pylsu aðdáandi sem borða þær því miður allt of oft en einhvernveginn ekki kunnað við þessar fyrir norðan þó ég hafi reynt af miklum vilja.

Brynjólfur Tómasson, 18.7.2014 kl. 22:16

4 identicon

Áhugavert að nýja uppskriftin inniheldur ekki bara erlent kjöt, heldur greinilega verið að spara, allt í einu er ódýrasta kjötið (svínakjöt) orðið aðalkjötið, var áður kjöt nr. 3, eins og má sjá á heimasíðu SS.

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 22:49

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég tel mér vera rétt og skylt að upplýsa um þessi vörusvik hjá SS.  Þá er ég að vísa til þess að upplýsingar á heimasíðu SS eru rangar.  Um leið undrast ég það markaðsklúður að uppskrift á góðum og vinsælum pylsum sé breytt í skjóli nætur.  Jú, jú.  Svínakjöt er ódýrara en kindakjöt.  Danskt beljukjöt er ódýrara en íslenskt.  Eins og staðið er að þessu þá átti enginn að taka eftir breytingunum. 

Jens Guð, 18.7.2014 kl. 23:27

6 Smámynd: Jens Guð

  Jón Frímann,  ég kvarta ekkert undan dönsku beljukjöti.  Hinsvegar er það ekki í anda slagorða SS sem ganga út á að höfða til sjálfstæðra Íslendinga og að Íslendingar velji SS-pylsur að drýgja pylsubúðinginn með dönsku beljukjöti og hafa uppistöðuhráefnið svínakjöt í stað kindakjöts. 

Jens Guð, 18.7.2014 kl. 23:32

7 Smámynd: Jens Guð

  Brynjólfur,  ég veit engan mun á íslensku og dönsku beljukjöti.  Ég veit að danskt svínakjöt er einhverra hluta vegna varasamara en íslenskt.  Man ekki hvers vegna.  Sennilega vegna einhverra baktería. 

Jens Guð, 18.7.2014 kl. 23:35

8 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  einmitt.  Allt í einu er ódýrasta kjötið (svín) orðið uppistöðuhráefnið sem var áður ódýr aðgerð til að drýgja kindakjötið. 

Jens Guð, 18.7.2014 kl. 23:39

9 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Þegar hráefni koma frá Danmörku til pylsu gerðar eigum við að fagna því! Danir eru heimsþekktir fyrir sínar pylsur. Það er frekar heiður en skömm að fá fyrsta flokks hráefni til að eiga einhverja möguleika í heimsmeistaranna! :)

Siggi Lee Lewis, 19.7.2014 kl. 03:47

10 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Svo er lítið hægt að tala um vörusvik, þegar fram kemur skýrt á pylsupakkanum hvaðan varan kemur... :-)

Siggi Lee Lewis, 19.7.2014 kl. 03:51

11 Smámynd: Jens Guð

Ziggy (#9), er það þess vegna sem Danir engjast með magakveisu og deyja allt upp í margir á ári vegna salmonellu.

Jens Guð, 19.7.2014 kl. 11:46

12 Smámynd: Jens Guð

#10, vörusvikin liggja í röngum upplýsingum á heimasíðunni. Þangað leitar fólk upplýsinga um innihald vörunnar. Hefur þú séð einhvern í biðröðinni við Bæjarins bestu lesa á umbúðir utan af pylsum. Eða í biðröð í vegasjoppum um landið, við sundlaugar o.s.frv.

Jens Guð, 19.7.2014 kl. 11:50

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fólk virðist ekki skilja inntak þess sem Jens er að segja, skiptir ekki máli hvort kjötið er danskt beljukjöt eða ekki, það sem hann er að segja er að innihaldslýsingin er RÖNG er því vörusvik.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2014 kl. 12:00

14 identicon

Það hlaut að vera! Hvenær gerðist þetta? Og ég sem hélt að þetta væri grillinu að kenna. Það er eitthvað meira járnbragð núna með sojasaltseftirkeim.

Doddi (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 17:09

15 identicon

Hvað segir um rabbarasultuna sem verið er að selja í stórum stil sem Ömmu sultu ?

Rabbarinn er frá Kína !

JR (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 19:17

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er líka aðfinnsluvert Jens hvað innihaldslýsingin á SS pylsupökkunum og flestum vörum öðrum raunar er með smáu letri. Mér dugði ekki að setja upp lesgleraugun, ég varð að nota stækkunargler til að geta lesið á SS pakkann. Það er auðvitað út í Hróa Hött að löggjafinn setji lög um innihaldslýsingar á matvörum ef heimilt er að nota svo smátt letur að vart sjáist berum augum.

JR,- hvað er "rabbari"?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2014 kl. 21:18

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég man eftir óætu pylsunum í Varmahlíð Jens. Var Helgi Gunn virkilega rekinn út af pylsunum? Við Helgi bjuggum um tíma saman í Villa Nova, hann á neðri hæðinni og ég á þeirri efri. Mér líkaði vel við Helga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2014 kl. 22:44

18 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

SS,Framleiðir Mömmukæfu sem er full af Sojamjöli.Lyfrapilsu full af rotvarnarefnum,sojamjöli og Nautgripalifur.þetta vilja þeir kalla Matvöru sem Ömmur okkar framleiddu.Maður reinir að l´ta Fólk vita hverskonar óþvera Sláturfélag-Suðurlands Framleiðir..Sojamöl er þeirra aðal hráefni sem stendur,og það er ódýrt fyrir þá að dríja afurðir með....

Vilhjálmur Stefánsson, 19.7.2014 kl. 23:43

19 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil (#13), rétt hjá þér.

Jens Guð, 20.7.2014 kl. 15:48

20 Smámynd: Jens Guð

Doddi, ég veit ekki hvenær breytingin gekk í garð. Ég borða afar sjaldan pylsu.

Jens Guð, 20.7.2014 kl. 15:50

21 Smámynd: Jens Guð

JR, þú segir fréttir. Þetta vissi ég ekki.

Jens Guð, 20.7.2014 kl. 15:50

22 Smámynd: Jens Guð

Axel Jóhann, ég tek undir gagnrýni þína á smáa letrið.

Já, Helgi var rekinn fyrir að neita að skipta aftur yfir í KS pylsur. Ótrúlegt en satt.

Jens Guð, 20.7.2014 kl. 15:54

23 Smámynd: Jens Guð

Vilhjálmur, takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 20.7.2014 kl. 15:55

24 identicon

Þá skiptir maður yfir í Kjarnafæði, hugsa ég.

Grrr (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 18:03

25 Smámynd: Jens Guð

Grrr, að því er ég best veit eru vörur Kjarnafæði hágæðavörur. Sama fyrirtæki framleiðir einnig vörur í minni gæðum. Þá eru þær seldar undir öðrum vörumerkjum. Gott ef ekki undir merki Bónus og einhverjum merkjum sem ég kann ekki að nefna.

Jens Guð, 20.7.2014 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband