Kvikmyndarumsögn

 

 

 - Titill:  Dumb and Dumber To

 - Leikstjórar:  Peter og Bobby Farrelly

 - Leikarar:  Jim Carrey og Jeff Daniels

 - Einkunn: **1/2 (af 5)

 Fyrir tuttugu árum kom á markað bandarísk gamanmynd,  Dumb and Dumber.  Hún var fersk og innihélt nokkrar eftiminnilegar fyndnar senur.  2003 leit dagsins ljós myndin Dumb and Dumberer.  Hún á að hafa gerst á undan Dumb and Dumber og sýna persónurnar yngri.  Með öðrum leikurum og öðrum leikstjóra.  Dumb and Dumberer var og er misheppnuð og ófyndin gamanmynd.

 Nú er komin á hvíta tjaldið myndin Dumb and Dumber To.  Hún skartar sömu aðalleikurum og Dumb and Dumber.  Jafnframt eru leikstjórar þeir sömu.

 Söguþráðurinn skiptir litlu máli.  Hann skapar engar væntingar um framvindu né spennu (en á samt að framkalla spennu).  Stöku brandarar, skondin tilsvör og leikur hins kanadíska Jims Carreys bera myndina uppi. Ofleikur Jims er skemmtilegur og allt að því "sannfærandi".  Ofleikur Jeffs Daniels er ósannfærandi en venst er líður á myndina.

 Fjöldi brandara er þokkalega fyndinn.  Enn fleiri eru nær því að vera broslegir.  Með slæðist bull, della og aulahúmor sem höfðar til barna en ekki fullorðinna.  Það sýndi sig af viðbrögðum áhorfenda í salnum. Börn og fullorðnir hlógu ekki undir sömu senum í myndinni.

  Handritshöfundar eru sex.  Áreiðanlega flestir í því hlutverki að semja brandara fremur en bæta þunnan söguþráð.  Myndin gengur, jú, út á brandarana.   

 Takturinn í myndinni er þægilega hraður og jafn út í gegn. Það er alltaf stutt í næstu spaugileg tilsvör og aðra brandara. Margar senur eru allt að því endurtekning á senum úr fyrstu myndinni. Einnig er nokkuð um leiftur (flash back) úr þeirri mynd.  Upphafslagið er hið sama,  Boom Shack-A-Lack með indverskættaða spaugfuglinum Apache Indian.  Flott ragga-muffin lag með blús-hljómagangi.

 

        


mbl.is Heimskur, heimskari á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég er löngu búinn að fá leið á fíflalátunum í Jim Carrey. Færi ekki á þessa mynd nema að fá Risapopp. Aftur á móti fæ ég aldrei leið á Ladda.

Sigurður I B Guðmundsson, 17.11.2014 kl. 18:36

2 Smámynd: Jens Guð

  Siguður,  ég skil það vel.  Ofleikur Jims,  fettur og grettur, er of mikið af þvi góða í stórum skömmtum.  Það er nauðsynlegt að hvíla sig regllega og rækilega á honum.  Ég hafði ekki séð neitt til hans i 15 ár eða svo þangað til núna í Dumb and Dumber To.

  Laddi er klassík.  Hann ræður yfir fleiri svipbrigðum,  röddum og karakterum.      

Jens Guð, 17.11.2014 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband