Mannanafnanefnd lýgur

  Íslenska mannanafnalöggan er aðhlátursefni víða um heim.  Ekki að ástæðulausu.  Þetta er enn ein ríkisrekna óþurftarnefndin.  Nú liggur blessunarlega fyrir frumvarp á Alþingi um að nafnalöggan verði lögð niður.  Nefndin hefur brugðist ókvæða við.  Hún mótmælir því harðlega að vera lögð niður.  Meginrökin eru ótti við að stelpu verði gefið nafnið Sigmundur.  Ofsafengin hræðslan við það er langsótt.  Nafnið Sigmundur nýtur ekki vinsælda. Fjarri því. Þetta er skammaryrði.

  Önnur rök snúa að hræðsluáróðri gegn ættarnöfnum.  Brýnt sé að slá skjaldborg um að börn séu kennd við nafn foreldris.  Um það segir Mannanafnanefnd:  "Þetta ævaforna germanska nafnakerfi hefur eingöngu varðveist hér á landi."

  Þetta er lygi.  Í Færeyjum eru börn iðulega kennd við föður sinn. Gott dæmi um það er færeyska álfadísin Eivör.  Hún er kennd við Pál föður sinn.  Hún heitir Eivör Pálsdóttir.  Önnur færeysk tónlistarkona þekkt hérlendis er Guðríð (helmingur dúettsins Byrtu.  Nafnið er framborðið Gúrí),  er Hansdóttir.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi nefnd er eins og þú segir til athlægis, og á að leggja hana niður sem fyrst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 17:24

2 Smámynd: Kassandra

Nei, alls ekki til athlaegis. I Svithjod er lika eins konar mannanafnanefnd Patent- och Registreringsverket sem hefur eftirlit med thvi ad folk taki ser ekki hvada nafn sem er. Ad visu a thad vid um eftirnöfn en enginn getur t d tekid upp nafnid Strindberg ne Reutersköld. 

Kassandra, 19.3.2015 kl. 20:40

3 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  ég er svoooo ánægður með frumvarpið um að nefndin verði lögð niður.  Því fyrr þeim mun betra,

Jens Guð, 19.3.2015 kl. 21:34

4 Smámynd: Jens Guð

Kassandra,  Svíar eru í fremstu röð á heimsmarkaði í þungarokki og allskonar rokki.  En landlæg forræðishyggja Svía er ekki til eftirbreytni.  Síst af öllu í mannanöfnum.  Á því sviði er Svíþjóð víti til varnaðar.

Jens Guð, 19.3.2015 kl. 21:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála vona að frumvarpið verði samþykkt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 21:45

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Föðurnöfn eru reyndar líka algeng meðal arabísku- og rússneskumælandi þjóða.

Vésteinn Valgarðsson, 19.3.2015 kl. 22:11

7 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  þeir mega hundar heita sem greiða atkvæði gegn frumvarpinu og fá aldrei mitt atkvæði þaðan í frá.  

Jens Guð, 19.3.2015 kl. 22:14

8 Smámynd: Jens Guð

Vésteinn,  það er rétt.  Ég man ekki í hvaða landi í Afríku Mugison bjó sem unglingur.  Þar er þessi föðurnafnahefð.  Pabbi hans var kallaður Mugi.  Þess vegna var hann kallaður Mugison.  

Jens Guð, 19.3.2015 kl. 22:16

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sama hér. Þetta verður fróðlegt að fylgjast með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 22:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Ég var í lýðháskola í Svíþjóð 1962-3, og þar voru stelpurnar að ræða um nöfn og svoleiðis, og uppistaðan í umræðunum hjá þeim um þessi mál var að ef þær höfðu flott eftirnöfn eins og Berg og slík kærðu sig ekker um að verða Anderson eða eitthvað álíka.  Ég gat ekki annað en haft gaman af þessum áhyggjum skólasystra minna vitandi að ég myndi alltaf verða Þórðardóttir hvað sem á dyndi.  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 22:34

11 identicon

Ja thessi nefnd er sannkallad skrymsli ur fortidinni.Vonandi bera allir viti bornir Islendingar gaefu til thess ad hefja nu sokn gegn forraedishyggjunni. En Jends nu verdur thu ad lata tha sem her skrifa heyra um soguna af Vladimir Ashkenazy su saga er hreynt ut sagt svo frabaeer ad ord fa varla lyst og synir betur en flest annad faranleika nefndarinnar.

Gudmundur Runar Asmundsson (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 00:50

12 identicon

Álfadísin Eivör - Kálfaflísin Gunnar Bragi - Ætli megi skýra mann Kálfur ?

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 14:33

13 identicon

Það er að sönnu rétt hjá þér, ágæti Hrafnhælingur, að Færeyingar brúka nú í auknum mæli föðurnöfn.  Það er hins vegar ný tíska og tekin upp á síðustu áratugum fyrir áhrif frá íslenskru nafnahefð.  Sömuleiðis færist í vöxt þar að menn kenni sig til sinna heimkynna en afleggi ættarnöfn að dönskum sið.  En það er verulega ofmælt að fullyrðing Mannanafnanefndar, hverrar starf fæst ekki nógsamlega blessað, sé lygi.  Þessi hefð varðveittist sannarlega á Íslandi, löngu eftir að aðrar nágrannaþjóðir höfðu upp tekin ættarnöfn.  Það er svo vitaskuld gleðilegt að nágrannarnir endurvekja hefðina að íslenskri fyrirmynd.

Svo skeiðar maður sem kallar sig Guðmund Rúnar fram og kennir mannanafnanefnd um klúður í sambandi við Valdimar Askenasí.  Þá fullyrðingu má afgreiða með því að benda á eftirfarandi staðreyndir:  Askenasí varð íslenskur ríkisborgari 1972. Svo liðu 19 ár.  Þá var mannanafnanefnd stofnuð skv. lögum frá Alþingi nr. 37/1991.

Þarf merkilegar sveiflur í röksemdum til að kenna nefndinni um meint klúður 19 árum fyrr en hún var stofnuð.

Tobbi (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 18:05

14 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#10),  ég veit fátt um eftirnöfn Svía.  Þekki þó dæmi um ungt fólk þar sem gekk í hjónaband og gat þá í leiðinni tekið upp sameiginlegt nýtt eftirnafn sem þau frumsömdu.  Ástæðan var sú að eftirnafn mannsins hljómaði mjög múslimalegt.  Hann er ekki múslimi en varð fyrir miklu áreiti vegna nafnsins.     

Jens Guð, 20.3.2015 kl. 21:36

15 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur Rúnar,  svo sannarlega vona ég að mannanafnalöggan verði lögð af.  

Jens Guð, 20.3.2015 kl. 21:43

16 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég held að enginn heiti kálfur.  En nafnið fellur vel að íslenskum fallbeygingum og gæti því verið samþykkt af mannanafnalöggunni.  

Jens Guð, 20.3.2015 kl. 21:47

17 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  ég hef rætt við marga Færeyinga um nafnalögin þeirra.  Að ég held samt engan sérfróðan um þau.  Mér skilst að stöðugt sé verið að hræra í þessum lögum.  Um hríð giltu dönsk nafnalög.  Sjálfstæðissinnar hafa á síðustu áratugum hallað sér að því að kenna börn við föður.  Eins og í tilfelli Eivarar (fædd 1983).  Ég held að það sé gamall siður að Færeyingar séu kenndir við heimkynni.  Ég veit svo sem ekki hversu gamall.  En að minnsta kosti kannast ég við kántrý-boltann Ragnar í Vík (sennilega á sjötugsa aldri),  Rasmus í Görðum (vinsælt lag um hann frá sjötta áratugnum).  Margir bera eftirnafnið á Heygum o.s.frv.   

Jens Guð, 20.3.2015 kl. 22:06

18 Smámynd: Jens Guð

Dæmið um Guðmundur vísar til um Azhkenazy er þannig:  Austurískur kvikmyndagerðarmaður,  Ernst Ketler,  flutti til Íslands.  Honum var gert að taka upp íslenskt nafn.  Í vinsemd var honum bent á að hann gæti til að mynda tekið upp nafnið Erlingur Ketilsson.  Það hljómaði líkt hans austuríska nafni.  Ernst vildi þó fara betur yfir skráð og viðurkennd íslensk mannanöfn.  Þar rakst hann á nafnið Vladimir Ashkenazy.  Hann sótti um að fá að taka upp það viðurkennda nafn og skráða löglega nafn.  Embættismenn ruku upp á milli handa og fóta.  Í fátinu var í skyndi lögum breytt þannig að Ernst fékk að halda sínu nafni.   

Jens Guð, 20.3.2015 kl. 22:16

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jens sennilega enginn mannanafnanefnd þar sem heldur að hún geti drottnað yfir fólki og nafngiftum barna þeirra.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2015 kl. 23:08

20 identicon

Mannanafnanefnd fer eftir lögum.  Mannanafnanefnd er ekkert gertækisapparat og hefur hvorki vald né hlutverk annað en það sem henni er búið í lögum um mannanöfn. Þar sitja grandvarir menn sem vilja standa í þeirri stöðu sem þeir hafa tekið að sér og sinna henni af kostgæfni og árvekni innan þess ramma sem lögin setja þeim. Lög um mannanöfn voru sett af Alþingi sem vitaskuld getur breytt þeim bjóði því svo við að horfa. Það er misskilningur, sem Jens gefur í skyn, að embættismenn geti hlaupið upp til handa og fóta og breytt lögum um mannanöfn. Alþingi breytir lögum. Kjósendur ráða því svo hverjir sitja á Alþingi og því ætti Alþingi að vera sæmilegur þverskurður þjóðarinnar.  Telji almenningur að þeir sem þar sitja séu ekki með fúlle femm ætti hann að minnast þess hver ber ábyrgð á því hverjir sitja þar og líta í eigin barm. En kannski væri það bara ágætur þverskurður þjóðarinnar að ekki væru allir með fúlle femm þar innan dyra.  Minnumst þess að það er óumdeilanleg staðreynd að helmingur þjóðarinnar er undir meðalgreind.  Sú staðreynd kemur að vísu ekki endilega í veg fyrir að sá helmingur hafi sig minna í frammi eða tjái sig síður en hinn helmingurinn.

Og sú staðreynd að nöfnin Satanía og Finngálkn eru á lista þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur hafnað er fullkomin rök fyrir nauðsyn þess að hún sé til.

Tobbi (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 09:20

21 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  vissulega eru lög um mannanöfn sett af Alþingi.  Nefndin starfar eftir þeim lögum.  Það þarf samt enga nefnd til að halda utan um mannanöfn.  Íslendingar voru ekki í neinum vandræðum með nöfn fyrir daga nefndarinnar.  

  Lög um mannanöfn hafa í áranna rás reynst vera duttlungum háð þegar komið er inn á gráa svæðið.  Ég hef áður vísað til þess að Ásthildur Cesil þurfti að sæta því fá nafnið Cesil ekki skráð þannig stafsett heldur Sesil.  Þrátt fyrir að vera nefnd í höfuð á eldri ættingja sem fékk athugasemdalaust að bera nafnið stafsett Cesil.  Eftir áralangt þref var seint og síðar meir fallist á stafsetninguna Cesil.  Eðlilegast væri að manneskja sem vill stafsetja nafn sitt Cesil fái að ráða því sjálf í stað þess að standa árum saman í ströggli við nafnalöggu.

  Þetta hefur ekkert með greind að gera.  Hvorki meðalgreind þjóðarinnar né hversu margir alþingismenn eru ekki með fúlle femm.  Nöfn sem nafnalöggan hefur hafnað eru ekkert verri en fjöldi nafna sem hún leggur blessun yfir.  Af 5000 eða eitthvað launuðum ríkisnefndum er áreiðanlega hægt að leggja meirihluta þeirra niður án þess að neitt fari á verri veg.  Sjálfur hef ég setið í nokkrum opinberum óþurftarnefndum.  Þegið laun fyrir,  bragðgott kaffibrauð, málsverði og allskonar. Það þarf að fækka óþarfa nefndarfarganinu.  Ágætt að byrja á Mannanafnanefnd.  

Jens Guð, 21.3.2015 kl. 20:06

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og mér finnst það bara fjandi hart að þurfa að fara alla leið til Texas til að fá að heita því nafni sem maður hefur valið sér.  Það er bara skömm að þessu.  En ég vil reyndar óska Jóni Gnarr til hamingju með að hafa loksins sigrað stríðið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2015 kl. 23:52

23 identicon

Thegar eg bjo a Islandi var naungi i kunningjahopnum, hinn besti madur vel lidin hogvaer og ordvar. Thegar eitthvad bar up"pa hja okkur hinum sem hann var ekki sammala eda hann taldi betur geta farid atti hann tahd til ad segja Jon"(gaeti verid hvada nafn sem er hverju sinni) thu ert nu meiri Trallinn. Aldrei komumst vid nu ad thvi hvada serstoku merkingu thettad hafdi en mer dettur thettad i hug nuna.

Tobbi thu ert nu meiri Trallinn hvergi i greyn minni er minnst a ad skrimslid sem hlotid hefur nafnid mannanafnanefnd hafi haft ein eda nein afskipti af nafni Ashkenazys. Mr. Jens Gud skyrdi agaetlega ut hvert eg var ad fara. Ad lysa thvi yfir ad helmingur thjodarinnar se undir medalgrein er staerdfraedilega rett og a vid alla heimsbygdina. Hinn hlutinn er tha vaentanlega yfir medalgreind, badir hoparnir lagdir saman og deikt i med tveimur gefur okkur tha vaentanlega medalgreindina. En svona framsett virkar eins og akvedinn adili taki sjalfan sig ansi hatidlega og verdann thess ad tala nidur til lydsins. Eg tru thvi ad best se ad setja eins litlar homlur a personufrelsi einstaklinga. I sonnu lydraedisthjodfelagi hefur folk rett til ad taka rettar akvardannir, sa boggull fylgir skammrifi ad folk hefur tha vaentanlega lika rett til ad taka rangar akvardannir. Takmorkun a personufrelsinu aetti adeins ad vera ein, enginn hefur rett til ad gera nokkud a hlut annara sem takmarkar eda hefur ahrif a rett theirra til ad njota nakvaemlega sama personufrelsis og adrir.

Gudmundur Runar Asmundsson (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 00:32

24 identicon

„Ja thessi nefnd er sannkallad skrymsli ur fortidinni.Vonandi bera allir viti bornir Islendingar gaefu til thess ad hefja nu sokn gegn forraedishyggjunni. En Jends nu verdur thu ad lata tha sem her skrifa heyra um soguna af Vladimir Ashkenazy su saga er hreynt ut sagt svo frabaeer ad ord fa varla lyst og synir betur en flest annad faranleika nefndarinnar.“ skrifaði Guðmundur.  Það þarf ekki nema meðallesskilning til að sjá að í þessum orðum hans er meint ill meðferð á nafni Askenasís spyrt saman við mannanafnanefnd.  Eiginlega vandséð hvernig komast á hjá því.

Það er vitaskuld rétt að menn ættu að hafa frelsi til að taka ákvarðanir sem snerta þá sjálfa.  En munum að frelsi eins lýkur þar sem frelsi annars byrjar.  Sá sem tekur ákvörðun um að aka vinstra megin á veginum hefur áhrif á frelsi annarra til slysalauss aksturs.  Þess vegna eru reglur um það.  Mönnum er ekki frjálst að fara sér að voða vegna þess að það hefur áhrif á aðra, hvort heldur sem menn leggja sig í lífshættu til að bjarga eða borga brúsann af björgunarstarfi.  Mönnum er, alltént siðferðilega, ekki rétt að láta ekki bólusetja börn.  Mönnum er ekki rétt að taka ákvarðanir sem snerta börn þeirra illa eða eyðileggja ævagamlar hefðir samfélagsins.  Hafi menn mikla löngun til að koma upp framúrstefnulegum nöfnum ættu þeir að taka þau upp sjálfir en ekki að láta ómálga börn burðast með þau á bakinu.

En það sem fer mest í taugarnar á mér er umræðan sem gerir ráð fyrir þvíað í þesari nefnd sitji froðufellandi rauðeygð illmenni sem leita allra leiða til að klekkja á heiðarlegu og listelskandi fólki.  Það er einfaldlega ekki rétt.  Nefndinni er falið ákveðið hlutverk og reynir að standa sig í því; sem sé að sjá til þess að viðhalda nafnahefð Íslendinga og tryggja það að nöfn verði ekki nafnberum til ama. Kannski er það gamaldags sveitarómantík.  En þá játa ég það fúslega að ég er rómantískur. Eitt einkenna rómantíkur er fastheldni á hefðir og forna siði.  Í útjaðri Hóla í Hjaltadal er bóndabær sem ber rismikið nafn; Hrafnhóll.  Mér þætti lítið til koma ef þar settist að bóndi sem uppnefndi bæinn Southfork Ranch.

Og systkinin Satanía og Finngálkn eru enn næg rök fyrir tilverurétti nefndarinnar.

Tobbi (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband