Breskt hreindýr heitir Gylfi Sigurðsson

  Jólin byrja snemma hjá enskum bónda.  Sá heitir Robert Morgan.  Hann er trjáræktandi.  Ræktar jólatré.  Sömuleiðis heldur hann hreindýr.  Ein kýrin bar fyrir fjórum dögum.  Robert var ekki lengi að kasta nafni á kálfinn;  gaf honum nafnið Gylfi Sigurðsson.  

  Ástæðan er sú að kallinn er áhangandi fótboltaliðs í Swansea.  Þar ku maður að nafni Gylfi Sigurðsson spila.  Hann kemur frá hreindýralandinu Íslandi,  að sögn hreindýrabóndans.  

Gylfi2


mbl.is Brosti er hann var spurður um Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Og var þetta svo ekki kvíga?cool

Jósef Smári Ásmundsson, 7.5.2017 kl. 09:01

2 identicon

Gylfi Sigurðsson er langbesti íslenski knattspyrnumaðurinn í dag og algjör lykilmaður í velska knattspyrnuliðinu Swansea.

Stefán (IP-tala skráð) 7.5.2017 kl. 13:16

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Var að endurskíra eina hænuna mína. Nú heitir hún Jensamína Guð.

Sigurður I B Guðmundsson, 7.5.2017 kl. 18:00

4 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  jú, eða eiginlega trans.

Jens Guð, 7.5.2017 kl. 18:07

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þá er nafngiftin á hreindýrskálfinum til fyrirmyndar.

Jens Guð, 7.5.2017 kl. 18:08

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir það.  Þetta er upphefð.  

Jens Guð, 7.5.2017 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband