Áhrifamestu plötuumslögin

  Plötuumslög gegna veigamiklu hlutverki.  Ţau móta ađ nokkru leyti viđhorf plötuhlustandans til tónlistarinnar og flytjandans.  Ţegar best lćtur renna umslag og tónlistin saman í eitt.  Gamlar rannsóknir leiddu í ljós ađ "rétt" umslag hefur áhrif á sölu plötunnar.  Til lengri tíma getur umslag orđiđ ţátttakandi í nýjum straumum og stefnum í tónlist.  

  American Express Essentials hefur tekiđ saman lista yfir áhrifamestu plötuumslögin.  Hér er ekki veriđ ađ tala um bestu eđa flottustu umslögin - ţó ađ ţađ geti alveg fariđ saman í einhverjum tilfelllum. Árlega koma á markađ margar milljónir plötuumslaga.  Ađeins 0,0000000% ţeirra verđa almenningi minnisstćđ.  

  Stiklum hér á stóru í rjóma niđurstöđu AEE:

 - Elvis Presley.  Fyrsta stóra plata hans og samnefnd honum.  Kom út 1956.  Stimplađi gítarinn inn sem tákn rokksins.  Á ţessum tímapunkti var ţađ brakandi ný og fersk blanda bandarískra músíkstíla á borđ viđ blús og rokkabilly.

 - The Clash:  London Calling.  3ja plata Clash sem var önnur tveggja framvarđasveita bresku pönkbyltingarinnar (hin var Sex Pistols).  Útgáfuáriđ er 1979 og pönkiđ búiđ ađ slíta barnsskónum.  Clash var ekki lengur "bara" pönk heldur eitthvađ miklu meira;  stórveldi sem sló í gegn í Ameríku umfram ađrar pönksveitir.  Umslagiđ kallast skemmtilega á viđ upphaf rokksins.  Ljósmyndin var ekki tekin fyrir umslagiđ.  Hún var eldri og fangađi augnablik ţar sem bassaleikarinn,  Paul Simonon,  fékk útrás fyrir pirring.  "London Calling" var af amerískum fjölmiđlum - međ Rolling Stone í fararbroddi - útnefnd besta plata níunda áratugarins.

  - Bítlarnir:  Revolver.  "Sgt. Peppers...",  "Hvíta albúmiđ", "Abbey Road" og "Revolver" togast á um áhrifamestu Bítla-umslögin.  "Revolver" kom út 1966 og var fyrst Bítlaplatna til ađ skarta "allt öđruvísi" umslagi:  teiknimynd af Bítlunum í bland viđ ljósmyndir.  Umslagiđ rammađi glćsilega inn ađ hljómsveitin var komin á kaf í nýstárlega tónlist á borđ viđ sýrurokk, indverskt raga og allskonar.  Höfundur ţess var góđvinur Bítlanna frá Hamborg,  bassaleikarinn og myndlistamađurinn Klaus Voorman. 

  - Velvet Underground & Nicole.  Platan samnefnd hljómsveitinni kom út 1967 undir forystu Lou Reeds.  Umslagiđ hannađi Andy Warhol.  Platan og sérkennilegt umslag ţóttu ómerkileg á sínum tíma.  En unnu ţeim mun betur á međ tímanum. 

 - The Rolling Stones:  Let it Bleed.  Önnur 2ja bestu platna Stones (hin er Beggars Banquet).  Kom út 1969.  Ţarna er stofnandi hljómsveitarinnar,  Brian Jones,  nćstum dottinn út úr henni og arftakinn,  Mick Taylor, ađ taka viđ.  Umslagiđ er af raunverulegri tertu og plötu.  Ţetta var löngu fyrir daga tćknibrellna á borđ viđ fótoshop. 

 - Patti Smith:  Horses.  AEE telur "Horses" vera bestu jómfrúarplötu sögunnar.  Útgáfuáriđ er 1975.  Umslagiđ rammar inn látlausa ímynd alvörugefna bandaríska pönk-ljóđskáldsins. 

 - Pink Floyd:  Wish You Were Here.  Valiđ stendur á milli ţessarar plötu frá 1975 og "Dark Side of the Moon".  Ljósmyndin á ţeirri fyrrnefndu hefur vinninginn.  Hún sýnir tvo jakkalakka takast í hendur.  Annar stendur í ljósum logum í alvörunni.  Hér er ekkert fótoshop.   

 - Sex Pistols:  Never Mind the Bollocks Heres the Sex Pistols.  Eina alvöru plata Sex Pistols.  Platan og hljómsveitin gerđu allt brjálađ í bresku músíksenunni 1977.  Umslagiđ er vel pönkađ en um leiđ er klassi yfir hönnunni og skćru litavalinu.  

 - Bruce Springsteen: Born in the USA.  1984 vísuđu umslagiđ og titillinn í ţverbandarísk blćbrigđi.  Undirstrikuđu ađ ţetta var hrátt verkalýđsrokk;  bandarískt verkalýđsrokk sem kallađi á ótal túlkanir.  Ţarna varđ Brúsi frćndi sú ofurstjarna sem hann er enn í dag.

 - Nirvana: Nevermind.   1991 innleiddi platan Seattle-gruggbylgjuna.  Forsprakkinn, Kurt Cobain,  fékk hugmyndina ađ umslaginu eftir ađ hafa séđ heimildarmynd um vatnsfćđingu.  Hugmyndin um agniđ,  peningaseđilinn,  var ekki djúphugsuđ en má skođast sem háđ á grćđgi.

 - Björk: Homogenic.  AEE segir ţetta vera bestu tekno-plötu allra tíma.  Titillinn endurspegli leit Íslendingsins ađ hinum eina rétta tóni plötunnar 1997. 

 - Sigur Rós: ().  Fyrir íslenska hljómsveit sem syngur ađallega á bullmáli en semur fallega og áleitna tónlist er umslagiđ óvenjulegt og vel viđ hćfi.  Svo segir AEE og áttar sig ekki á ađ söngur Sigur Rósar er ađallega á íslensku.  Reyndar á bullmáli á (). Platan kom út 2002.

presleyTheClashLondonCallingalbumcoverRevolver_(album_cover)VelvetLetitbleedRSPattiSmithHorsespinkfloyd-album-wish_you_were_hereNever_Mind_the_Bollocks,_Here's_the_Sex_PistolsBruceBorn1984nevermindbjörksigur rós


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Ţú kemur víđa viđ. Fróđlegt. 

Sigurđur I B Guđmundsson, 5.2.2022 kl. 11:54

2 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  ţetta er áhugasviđ.  Ég er menntađur grafískur hönnuđur og hannađi mörg plötuumslög á síđustu öld.  Jafnan međ glćsilegum árangri.  Ekki síst ţegar ég fékk líka ađ hanna markađssetninguna.  Ţá voru sölumet slegin ţvers og kruss.  

Jens Guđ, 5.2.2022 kl. 12:09

3 identicon

Ţađ er trúverđugt ţegar grafískur hönnuđur eins og ţú fjallir um plötuumslög Jens, hafandi ađ auki komiđ ađ hönnun fjölda plötuumslaga fyrir Bubba, Megas og fleiri snillinga. Ţegar ég var unglingur ţá skreiđ drengur á aldur viđ mig inn um glugga til ţess ađ stela 16 hljómplötum frá mér. Ég átti ţá líklega 150 LP plötur og fann strax út úr ţví ađ viđkomandi hafđi valiđ úr plöturnar međ skrautlegustu umslögunum, sem reyndust í ţessu tilfelli vera ţćr leiđinlegustu sem ég átti. Skrautleg umslögin hafa sennilega selt mér og öđrum fremur lélegt innihald, en ţađ átti einhverra hluta vegna viđ í ţessu tilfelli, en ég er síđur en svo á móti skrautlegum umslögum. Ég kćrđi ţennan ţjófnađ til lögreglunnar í Reykjavík, sem vissi strax hvern um var ađ rćđa. Langur og mjór ţjófur sem átti auđvelt međ ađ skríđa inn um glugga og átti ţá ţegar 12 slíkar kćrur á hendur sér og játađi strax skilst mér. Ég ćtti kanski ađ banka upp á hjá honum í parhúsinu á Seltjarnarnesi og athuga hvort hann eigi plöturnar ennţá ?   

Stefán (IP-tala skráđ) 5.2.2022 kl. 14:08

4 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  "skemmtileg" sagan af plötuţjófnum.  Af orđum ţínum ađ dćma virđist hann vera í dag virđulegur borgari á Seltjarnarnesi, 

Jens Guđ, 5.2.2022 kl. 15:11

5 Smámynd: Theódór Norđkvist

Enginn er ég sérfrćđingur í plötuumslögum, en hafđi alltaf gaman ađ baksíđunni á plötunni Nuclear Furniture međ Jefferson Starship.

Sjá mynd hér fyrir neđan (smelliđ til ađ fá stćrri mynd.)

Nuclear Furniture

Ţessir rauđu textar eru allt orđaleikir í kringum orđiđ stól (chair.) Til dćmis verđur Winston Churchill Winston Chairchill og Jerry Lewis breytist í Chairy Lewis. Stairway to Heaven verđur Chairway to Heaven, Sonny & Cher => Sonny & Chair o.s.frv.

Ţessi plata var ekki međal mest seldu platna í tónlistarheiminum, en seldist nokkuđ vel samt held ég. Allavega fannst mér hún vera góđ, mörg grípandi lög og textar á henni.

Theódór Norđkvist, 5.2.2022 kl. 16:00

6 Smámynd: Jens Guđ

Theódór,  takk fyrir áhugavert innlegg.  Ţessa plötu međ Jefferson Starship ţekki ég ekki.  Ţarf ađ tékka á henni.  Ég á hinsvegar plötur međ Jefferson Airplane og Hot Tuna. 

Jens Guđ, 5.2.2022 kl. 17:15

7 Smámynd: Theódór Norđkvist

Ef ég man rétt ţá var Jefferson Airplane forveri Jefferson Starship, sem síđan breytti nafninu aftur í einfaldlega Starship. Kann ađ vera ađ einhverjir hljómsveitarmeđlimir hafi hćtt á milli nafnabreytinga, ţekki söguna ekki nógu vel.

Theódór Norđkvist, 5.2.2022 kl. 17:41

8 identicon

Ha, ha Jens, ég hef nú séđ virđulegri borgara á Nesinu en ţjófinn umrćdda, sem auđvitađ er langur ennţá, en bumba myndi hefta honum frá ţví ađ skríđa inn um hefđbundna glugga í dag. Theódór, mér dettur alltaf Andrea Jónsdóttir í hug ţegar ég heyri í Jefferson Airplane vegna ţess ađ hún er svo mikill ađdáandi og ég reyndar líka. Á međan sú ágćta hljómsveit starfađi á árunum 1965-1972 komu 14 međlimir eitthvađ viđ sögu ţar og er helmingur ţeirra fallinn frá, en söngkonan Grace Slick lifir. Hún lifđi frjálslegu hippa ástarlífi innan hljómsveitarinnar og átti hvern kćrastann á fćtur öđrum innan hennar.   

Stefán (IP-tala skráđ) 5.2.2022 kl. 19:47

9 Smámynd: Jens Guđ

Theódór (# 7),  á áttunda áratugnum, 7unni, klofnađi JA í Jefferson Starship og Hot Tuna.  Ég var meira fyrir Hot Tuna.   Síđan breyttist JS í Starship. Varđ meira popp viđ hverjar mannabreytingar og nafnbreytingar..  Starship rćkilega í gegn međ laginu We Build this City of Rock n Roll:  https://youtu.be/K1b8AhIsSYQ    

Jens Guđ, 5.2.2022 kl. 23:40

10 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (# 8),  hún átti líka nokkra kćrasta í öđrum hjómsveitum.  

Jens Guđ, 5.2.2022 kl. 23:42

11 Smámynd: Theódór Norđkvist

Takk fyrir upplýsingarnar Jens, já ţađ var einmitt í gegnum We Built This City sem ég kynntist Starship og auđvitađ lagiđ Sara, minnir ađ ég hafi átt plötuna. Síđan sá ég Nuclear Furniture í plötubúđ á Ísafirđi, lét afgreiđslumanninn spila búta úr a.m.k. Layin' It on the Line og líkađi  ţađ vel ţađ sem ég heyrđi ađ ég keypti plötuna.

Theódór Norđkvist, 6.2.2022 kl. 00:49

12 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Skemmtileg samantekt sem mćtti alveg fylgja međ líklega dýrasta umslag allra tíma á plötu en ţađ var 12" međ New Order viđ lagiđ Blue Monday. Ţeir enduđu ađ borga međ hverri seldri plötu en ţetta er samt mest selda 12" allra tíma.

Rúnar Már Bragason, 6.2.2022 kl. 02:11

13 Smámynd: Jens Guđ

Theódór (#3 11),  eflaust aflađi "We Built This City" mörgum fyrrum og síđar ađdáendum Jefferson.  Lagiđ er ennţá spilađ grimmt í útvarpsstöđvum sem klassískt rokk.  

Jens Guđ, 6.2.2022 kl. 02:45

14 Smámynd: Jens Guđ

Rúnar Már,  láttu mig ţekkja ţađ.  Á níunda áratugnum (8-unni) átti még plötubúđ,  Stuđ-búđina,  á Laugavegi 20.  Um tíma sendi ég eintak af Blue Monday í póstkröfu út á land á hverjum einasta virkum degi.  Hvergi á landinu var haldiđ diskótek án ţess ađ lagiđ vćri blastađ.  Ekki ađeins var og er lagiđ gott heldur gaf 12" plötusnúđnum góđa pissupásu. 

Jens Guđ, 6.2.2022 kl. 02:52

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyir skemmtilega samantekt!

Sniđugt hverning London Calling umslagiđ er augljóslega innspírerađ af Elvis Presley umslaginu. Ef ég man rétt töluđu Steely Dan um hve plötuumslögin ţeirra vćru ömurleg. (Aja er nú samt alveg ţokkalegt, finnst mér.) Ég held ađ ein af eiginkonum Mark E. Smiths hafi sagt ţađ sama um The Fall umslögin, ţví ţau voru yfirleitt unnin í flýti, en ţau voru sum skemmtilega ljót ađ mínu mati.

Ţetta er náttúrulega ekki frumlegt en mér hefur alltaf fundist Harvest umslagiđ hjá Neil Young hlýlegt og gott. 

Wilhelm Emilsson, 6.2.2022 kl. 07:57

16 Smámynd: Jens Guđ

Vilhelm,  Harvest-umslagiđ er flott.  Ég votta ţađ sem skrautskriftarkennari í nćstum hálfa öld.  Ţarna er fariđ hamförum međ skrautskriftarslaufur.  Sólin/tungliđ í baksýn hefur táknrćnt gildi fyrir Njál Unga.  Hann er ásatrúar og fer aldrei í hljóđver nema tunglstađa sé honum jákvćđ.   

  Ţegar fagmenn hanna plötuumslag er áherslan ekki á fegurđ ţess heldur hvađ umslagiđ gerir fyrir tónlistina og flytjandann.  Ţetta er stundum misskiliđ.  Fyrir margt löngu átti ég - sem oftar - spjall viđ plötuútgefanda.  Hann hafđi efasemdir um gildi umslagshönnunar.  Sagđi ađ ţađ eina sem ţyrfti til vćri ljósmynd af flytjanda og nafn hans.  Máli sínu til stuđnings greip hann umslag vinsćllar erlendrar plötu og sagđi:  "Hér er bara ljósmynd og nafn flytjandans og platan selst í milljóna upplagi."  Ţegar ég skođađi máliđ kom í ljós ađ umslagiđ var hannađ af ţremur rándýrum auglýsingastofum.  Ţremur.  Ţar af hafđi ein teiknađ letriđ sem setti sterkan svip á umslagiđ og varđ tískuletur fyrir músíkstílinn.   

Jens Guđ, 6.2.2022 kl. 09:28

17 Smámynd: Jens Guđ

Eitt af mörgu skemmtilegu viđ umslag "London Calling" er ađ ţađ hefđi ekki virkađ fyrir jómfrúarplötu The Clash.  Fjarri ţví.  Ekki heldur nćstu plötu The Clash.  Fjarri ţví.  En fyrir 3ju plötu Clash og hvar hljómsveitin var stödd í ţróun sinni og pönks/nýbylgju ţá var skorađ óverjandi beint í mark.  Negla.

Jens Guđ, 6.2.2022 kl. 09:34

18 Smámynd: Ingólfur Sigurđsson

Eftirminnilegt er umslagiđ "Frelsi til sölu" međ Bubba, sem mig minnir ađ síđuhafinn hafi hannađ. Velheppnađ umslag ţar. Frelsi Íslands og ţađ sem virđist ís en er sandur kallast á, og svo vatn og himinhvolfiđ, og Bubbi sem virđist vilja fljúga ţar frjáls. Mjög ríkt myndmál og áhrifamikiđ.

 

Mörg umslög Dylans eru áhrifamikil. Hiđ ástfangna par á "Freewheelin" leggur áherzlu á "Girl of The North Country", ađ hljómplatan snérist ekki bara um mótmćlasöngva. Ţegar Dylan fór í rokkiđ lagđi hann áherzlu á flottan klćđnađ, ekki lengur eftirlćti ţjóđlagagúrúanna. "The Times They are A-Changing", lögin á plötunni eru stćling á Guthrie og einnig forsíđumyndin. Útpćlt, ekki tilviljun.

 

Markađssetning og umslagshönnun ţurfa ađ fara hönd í hönd. Listamennirnir vita oft ekki sjálfir hvađ er hentugast ţar.

 

Allt sem fangar athygli kaupandans, snilld ađ uppgötva ţađ og hagnýta fyrir plötusölu.  Ég er svo ánćgđur međ ađ vinyllinn er kominn aftur, međ stóru umslögunum. Á hippatímanum var ţetta stórskemmtilegt, ţegar umslögin voru tvöföld, og listrćn hönnun vinsćl. 

 

Ţá var lögđ áherzla á ţetta dulrćna. Ţađ er ađ nokkru leyti komiđ aftur hjá ungum tónlistarmönnum sem gefa út nýjar vinylplötur. Já, tízka foreldranna og afa og amma er orđin eftirsóknarverđ.

Ingólfur Sigurđsson, 6.2.2022 kl. 18:12

19 Smámynd: Jens Guđ

Ingólfur,  takk fyrir áhugaverđar pćlingar. 

Jens Guđ, 6.2.2022 kl. 20:25

20 identicon

Skemmtileg hönnun Jens á umslögum platna Bubba, Frelsi Til Sölu og Dögun hefur örugglega gert sitt til ađ selja ţćr. Eins hönnun Jens á umslögum platna Megasar, Loftmynd og Ţrír Blóđdropar. Svo hönnun umslaga á fjölda annara platna sem ég kann ekki ađ nefna ? 

Stefán (IP-tala skráđ) 6.2.2022 kl. 22:00

21 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kćrlega fyrir fróđlegt svar! Eins og ţú bendir á ţá er Njáll Ungi mikill tungldýrkandi.

Plötútgefandinn sem ţú spjallađir viđ vanmat greinilega mikilvćgi plötuumslaga. Stíll og hönnun skipta máli bćđi í list og viđskiptum.

Sammála athugasemd #17. 

Wilhelm Emilsson, 7.2.2022 kl. 04:57

22 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (# 20),  ég kom hvergi nálćgt umslagi 3ja blóđdropa. 

Jens Guđ, 7.2.2022 kl. 16:57

23 Smámynd: Jens Guđ

Vilhelm (# 15),  takk fyrir innleggiđ. 

Jens Guđ, 7.2.2022 kl. 16:58

24 identicon

OK Jens, ég sé ţađ núna ţegar ég skođa umslagiđ á Ţrír Blóđdropar ađ handbragđ ţitt er ekki á ţví, en innihaldiđ er harla gott. 

Stefán (IP-tala skráđ) 7.2.2022 kl. 19:52

25 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (# 24(,  Megas hefur einungis sent frá sér góđar plötur.  Ţann hćfileika hefur hann umfram flesta - og ţađ á hálfrar aldar ferli.  

Jens Guđ, 8.2.2022 kl. 03:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband