Bílpróf Önnu frænku á Hesteyri

  Anna frænka á Hesteyri í Mjóafirði var komin yfir miðjan aldur er hún tók bílpróf.  Góður höfðinglegur frændi okkar gaf henni bíl og bílpróf í Reykjavík.  Ökuréttindin og bíllinn veittu einbúanum mikla gleði. 

  Anna hringdi til Akureyrar í mömmu og færði henni tíðindin.  Þær voru bræðradætur.  Mamma samgladdist og hvatti hana til að bruna norður í heimsókn.

  - Er hringtorg á Akureyri?  spurði Anna.

  Jú.  Mömmu taldist til að þau væru fimm.

  - Þá get ég ekki komið til Akureyrar,  svaraði Anna döpur í bragði.  Ástæðan var heiðursmannasamkomulag sem hún gerði við prófdómarann.  Í prófinu festist hún inni í innri hring á hringtorgi.  Hann tilkynnti henni að ökumaður sem kæmist ekki út úr hringtorgi fyrr en eftir sjö hringi væri óhæfur í umferðinni. 

  Anna upplýsti hann um að í Mjóafirði væri ekkert hringtorg.  Líkast til ekki á öllum Austfjörðum ef út í það væri farið.  Bauðst hún til að gera við hann heiðursmannasamkomulag um að aka aldrei til neinna staða með hringtorg.  Hún rétti honum hönd sína upp á það.  Hann tók boði hennar.  Hún stóð við sitt alla ævi. 

anna

    

         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Frábær saga, sjö hringir. Man þegar maður var í stuði hér áður fyrr og valin kunnur skríllinn í bílnum þá var gaman að fara svona þrjá til fjóra hringi!!

Sigurður I B Guðmundsson, 22.10.2023 kl. 16:52

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, gullmolar Önnu frænku mega ekki gleymast!

Jens Guð, 22.10.2023 kl. 17:21

3 identicon

Ég veit um forsætisráðherra sem er föst í eigin vítahring á einskonar hringtorgi. Sér og sínum grefur gröf. 

Stefán (IP-tala skráð) 22.10.2023 kl. 19:18

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  heldur betur!

Jens Guð, 22.10.2023 kl. 19:46

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hafði vit á því að verða mér úti um þessa bók, strax og hún kom út og hef haft af henni hina mestu skemmtun og hvet ég þig Jens til að  birta fleiri sögur úr þessari bók.  Þær eiga alltaf við og það sem er best er að þær "meiða" engan.......

Jóhann Elíasson, 28.10.2023 kl. 10:54

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir það.  Ég mun birta fleiri sögur af Önnu frænku.  Sumar hafa aldrei birst á prenti.

Jens Guð, 28.10.2023 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband